Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.03.1949, Blaðsíða 10

Ljósmæðrablaðið - 01.03.1949, Blaðsíða 10
20 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ fyrir sínum dyrum, og kom í næsta tölublaði þess svar- grein sú, eftir hr. lækni Júlíus Sigurjónson, sem hér fer á eftir. Að lestri hennar loknum, ættu ljósmæður að hafa fengið viðunandi leiðréttingu á því, sem rangt er með farið hjá B. J. En vill nú ekki einhver þeirra láta í ljós álit sitt um þá uppástungu læknisins að ákveða ljósmæðrum 60 fæð- ingar árlega, sem hámarkstölu. Barnsfaradauði og Jarnadauði af völdum fæðinga“ í Reykjavík og öðrum kaupstöðum. (Nokkrar athugasemdir við grein Baldurs Johnsens í 2.—3. tbl. Læknabl. 1948). Eftir Júlíus Sigurjónsson. í nýútkomnu Læknablaði (2.—3. tbl.) birtist grein eftir Baldur Johnsen um heilbrigðismálin í Reykjavík. Er þar margt vel athugað, en þó fatast honum, er hann fer að gera samanburð á fæðingum, barnsfaradauða o. fl. í Reykja- vík annars vegar og nokkrum kaupstöðum hins vegar, enda er bersýnilegt, að niðurstöðurnar, sumar hverjar a. m. k., fá hvergi nærri staðizt (bls. 26). Fyrst er nú það, að Fæðingardeild Landspítalans getur gert strik í reikninginn, því að vitanlegt er, að þangað leita fleiri eða færri konur utan Reykjavíkur, og væntan- lega öðrum fremur þær, sem búast við erfiðri fæðingu, og ekki bætir það úr skák, að Hafnarfjarðarhérað er tek-

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.