Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.03.1949, Blaðsíða 12

Ljósmæðrablaðið - 01.03.1949, Blaðsíða 12
22 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ svari til tölu allra þeirra barna, sem dóu innan eins mánað- ar frá fæðingu á þessu tímabili, því að alls dóu þá 552 börn á 1. ári (skv. Hbrsk.), en nýfæddra dauðinn (dánartala 1. mán) hefur verið um 40—45% ungbarnadauðans. I ljós- mæðrabókunum segir að vísu að í dálkinn „Börn dóu“ skuli skrá dánardægur ef barnið deyr áður en yfirsetukonan skil- ur við konuna eftir fæðinguna“, en sýnilega eru þarna oft talin börn, sem deyja þó að mánuður eða meira sé liðið frá fæðingu, og er varla von að höf. hafi varað sig á þessu, þar eð hann hefur ekki haft önnur gögn við hendina en heilbrigðisskýrslurnar. Þessi skráning gefur því engar upp- lýsingar um það, hve mörg börn deyja af völdum fæðingar og mætti gjarnan leggjast niður. Samkvæmt töflum XIII telst mér svo til, að 14 konur hafi dáið af barnsförum í Reykjavík (líklega allar á fæðingard.) á árunum 1940—44 og er það um 2,5 miðað við 1000 fæð. eftir sömu töflum, en í hinum kaupst. eru 2 konur taldar dánar á sama tíma eða 0,85°/oo og er munurinn um það bil 3 faldur. En annars er, eins og áður var sagt, ekkert á þessum samanburði að græða, því að ekki þurfa margar konur, sem dóu í Rv., að hafa verið úr öðru héraði, til þess að jafna metin. Skortur á Ijósmæðrum. Skv. Hbrsk. 1944 telur höf. fjölda ljósmæðra í Reykjavík 16 og fæðingar 1355 (skv. töflu XIII 1348) og komi því 85 fæðingar á hverja ljós- móður, en það telur hann allt of mikið, því að 60 ættu að nægja, ef öllum ætti að gera góð skil. Hér er þó þess að gæta, að talsverður hluti fæðinganna eða nálægt 600 munu hafa farið fram á Fæðingardeildinni, en þar munu starfa 2 af þessum 16 ljósmæðrum. Skal ég ekki leggja dóm á það, hvort of mikið sé lagt á ljósmæður Fæðingar- deildarinnar (þar munu þó fleiri til aðstoðar), en á hinar 14 ljósmæður héraðsins koma þá varla nema rúml. 50 fæð. á hverja og ætti það ekki að vera þeim ofviða.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.