Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.03.1949, Blaðsíða 13

Ljósmæðrablaðið - 01.03.1949, Blaðsíða 13
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 23 Mæðradauði (banamein, er stafa af barnsþykkt eða barnsburði, Nr. 140—150 á dánarmeinaskrá). Mæðradauð- ann segir B. J. 2—3 sinnum hærri hér en í Englandi, því að hér hafi hann verið 2,7—4,5 af þúsundi miðað við fædd börn árin 1940—44, en í Englandi 1,5—1,9 árin 1944—’46. Lægsta talan hér á þessum árum var raunar 2,0 (1940) miðað við 1000 lifandi og andvana fædd börn og hin hæsta 4,8 (1941), en það skiptir ekki miklu máli í þessu sambandi. Árin 1936—1940 var meðaltal mæðradauðans hér á landi 2,4°/00 og mun þá óvíða hafa verið lægri; í Englandi var hann þá 3,24%. Á 5-árabilinu 1940—1944 var hann um nokkur ár óvenjulega hár hér á landi og var meðal- talið þá 3,2"/00 en í Englandi var hann 2,4"/00 á þessu tímabili að meðaltali;* næstu tvö árin mun hann hafa verið um 2°/00 hér. Er munurinn því ekki mikill, þegar þess er gætt, að árssveiflur geta ávallt orðið talsvert miklar hér vegna fámennis, og það svo, að 5 ára meðaltöl uægi ekki til að jafna þær. Skal þó ósagt látið um það, hvort hin óvenjulega hækkun á árunum 1941—43 (eink- um 1941) verði skýrð á þann hátt. En vel má taka undir það með höf. að mæðradauðinn ætti að geta lækkað enn hér á landi; má í því sambandi benda á það, að ungbarna- dauðinn hefur um langt skeið verið og er enn talsvert lægri hér en í Englandi. Að lokum vil ég talca undir það með B. J., að drátturinn ú útgáfu mannfjöldaskýrslna Hagstofunnar er mjög baga- legur. * Skv. heilbrig-ðisskýrslunum ensku, Ministry of Health: Publ. Health during the 6 years of war., en þær ná aðeins til ftrsloka 1944.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.