Ljósmæðrablaðið - 01.03.1949, Blaðsíða 6
16
LJÖSMÆÐRABLAÐIÐ
við heilsuverndarstöðina í hverju hverfi. Auk þess væru
almennar hjúkrunarkonur til heimahjúkrunar.
LJÖSMÆÐUR.
Rétt væri að banna, eins fljótt og unnt er, að ljósmæður
sinni fleiri en 60 konum árlega. Eftirlit með ljósmæðrum
og tækjum þeirra verði aukið og komið á námskeiðum,
sem þær geti sótt á fimm ára fresti, eða svo.
Nauðsynlegt er, að hinar almennu ljósmæður hafi sam-
band við heilsuverndarstöðina, en auk þess starfi svo fast-
ráðnar ljósmæður við stöðina í hverju hverfi.
Það væri siðferðisleg skylda bæjaryfirvaldanna, að
gera allt sem í þeirra valdi stæði til að útvega ljósmæður,
jafnvel kosta valdar stúlkur á skóla, tryggja þeim at-
vinnu á eftir o. s. frv.; ef bæjaryfirvöldin vanræktu þessa
skyldu ættu heilbrigðisyfirvöld landsins að skerast í
leikinn.
KOSTNAÐUR.
Athugandi væri, hvort ekki væri rétt, að ríkissjóður og
bæjarsjóður skipti með sér kostnaðinum við ofan nefndar
starfsgreinar að hálfu.
Heilsuverndaifjtöðvar.
Heilsuverndarstöðvar verði 5 í bænum, ein fyrir hvert
10 þús. manna hverfi. Bærinn byggir stöðvarnar á eigin
kostnað, og rekur þær, en reksturinn, hvað mannahald
snertir, verði greiddur að hálfu úr ríkissjóði. Sameiginleg
stjórn stöðvanna verði á hendi heilbrigðisnefndar og
héraðslæknis. Einstökum stöðvum verði stjórnað af for-
stöðukonu, sem sé heilsuverndarhjúkrunarkona, að
menntun.
1. Eftirlit með barnshafandi konum, og konum með
börn á brjósti, þar í innifalið tannlækningar.
2. Eftirlit með smábörnum, á fyrsta og öðru ári.