Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 22.12.1921, Blaðsíða 18
68
TÍMARIT V. F. 1. 1921.
Pól-áttavitinn.
Á miðri öldinni sem leið fann franski heimspek-
ingurinn F o u c a u 11 þann eiginleika snarkringl-
unnar, að hún leitast við að beina snúningsás sín-
um í sömu átt og snúningsmöndull jarðarinnar
stefnir, þannig að báðar snúast til sömu handar.
Foucault notaði þetta og dingul til þess að sanna
snúning jarðarinnar.
Menn tóku þá að reyna að nota þenna eiginleika
snarkringlunnar í .áttavita í skipum, en tilraunimar
urðu árangurslausar í meir en 50 ár. þangað til ár-
ið 1908, að dr. Anschutz-Kámpfe frá Miinchen tókst
að gera slíkan áttavita svo úr garði, að hann gat
heitið laus við allar hreyfingar skipsins. Hafði hann
þá starfað að tilraunum um þetta í 10 ár samfleytt.
Síðan hefir hver endurbótin rekið aðra. 1912 var
farið að nota þessa áttavita í þýskum herskipum og
enz nú víða notaðir í flutninga- og farþegaskipum.
Áður höfðu menn notað seguláttavitann í margar
aldir nær óbreyttan. það er segulsvið jarðarinnar,
sem heldur segulnálinni í segulnorðri. Segulmagn
nálarinnar er mjög stopult, og segulsvið jarðarinn-
ar breytilegt. Seguláttavitinn er því ekki eins
ábyggilegur og þyrfti. það þarf að stilla hann, eink-
anlega í jámskipum, með rafveitu þvert og endi-
langt. Og er tæplega hægt að gera það ábyggilega,
enda skekkist það aftur, t. d. við jámvörufarm.
Stillunin hefir það í för með sjer, að áttavitinn
fær lítinn kraft til þess að halda sjer í norðurátt,
þannig, að það er mjög erfitt stýrimanninum, að
halda skipinu í rjettu horfi eftir áttavitanum ein-
um. þarf hann þá að nota sól, stjörnur, ský eða
öldur til þess að geta sjeð stefnubreytingar.
Póláttavitinn er laus við þessa ókosti. Hann er
alveg óháður segulsviðinu, og sýnir rjett norður.
Af því er nafnið dregið. Hann er því laus við alla
misvísun og hennar ókosti. það var segulmagnsins
vegna, að ekki var hægt að stýra kafbát í kafi.
með seguláttavita, en þar er póláttavitinn full-
tryggur.
Ennfremur er póláttavitinn mjög stinnur fyrir
og heldur sjer því vel í rjettu horfi, og er því
miklu auðveldara að stýra eftir honum.
Hinir nýjustu Anschutz-áttavitar hafa 8 snar-
kringlur, sem snúast með 20000 snúningum á mín-
útu. Kringlurnar em ekki annað en þrífasa skamm-
hlaupsmótorar með 333 riðum. 110 til 220 volta
rakstraum, sem notaður er í skipum til lýsingar,
er breytt í þrífasastraum með 120 volta spennu.
í sambandi við aðaláttavitann má hafa hermiátta-
vita eða undiráttavita eftir vild, hvar sem er í skip-
inu, og eru þeir tengdir við aðaláttavitann með raf-
taugum.
Rósir allra áttavitanna eru svo kyi*rar, að enginn
vandi er að stýra eftir þeim. Áður þurfti stýris-
maðurinn á allri sinni árvekni og snarræði að halda,
en með hinum nýju áttavitum má láta vjel stýra
í staðinn fyrir mann. Slíka vjel ljet Anschuts smíða,
og er hún nákvæmari en nokkur maður. Hún þreyt-
ist aldrei, vinnur með sömu nákvæmni dag og nótt
og leyfir sáralítið svigrúm frá rjettu horfi. Við
það reynir minna á stýrið og ganghraðinn verður
meiri, því lítið þarf að leggja við.
Skipstjórinn getur sjálfur gefið skipinu þá
stefnu, sem hann vill, með því að snúa lítilli sveif,
og þarf hann ekki að gefa öðrum neina skipun.
pessar stýrisvjelar voi*u notaðar á mannlausu
hraðsnekkjunum í ófriðnum mikla, og tókst vonum
framar að stjórna þeim úr landi með raföldum.
þessir nýju áttavitar með stýrisvjel hafa gert
það hægt að halda betra horfi í stormi en nokkur
maður gat áður.
Stýrisvjelin hefir einnig verið útbúin þannig, að
hún sýnir beinlínis stöðu skipsins án nokkurs út-
reiknings. þá er vjelin látin teikna hraða skipsins
og stefnu beint inn á kortið.
þegar skipstjóri ákvað stöðu skipsins, hafði hann
ekki annað á að byggja en leiðarklukkuna og segul-
áttavitann. Leiðarklukkan *er nákvæmt og trygt
verkfæri, en seguláttavitinn er það ekki, og komu
því oft talsverðar skekkjur fram. Póláttavitann
má aftur á móti telja jafntryggan leiðarklukkum,
og má því telja, að tryggingin fyrir rjettri staðar-
ákvörðun skipa hafi aukist stórum. það er hægt
að auka hraðann í þoku eða á skerjóttum stöðum, og
spara við það fé og tíma.
----o---
Afl úr sjávarföllum.
Menn hafa lengi brotið heilann um, hvernig afl
sjávarfalla yrði notað, einkanlega á þeim stöðum,
þar sem munurinn á flóði og fjöru er mikill.
Nefndir hafa verið settar í það og opinberar
skýrslur hafa verið gefnar um það. f Englandi
hefir Ministry of Transport gefið út: S e v e r n
Barrage, Road and Railway Scheme.
London, 1920, Nóv. 26th. Og Board of Trade:
Third Interim Report of the Water
Power Resource Committee. London,
1920, Dec. lst. f Frakklandi hefir E. Maynard gefið
út: Etudesur L’U t i 1 i s a t i o n des Marées
pour la Production de la Force mo-
t r i c e. Paris 1919.
Verður skýrslna þessara nánar getið síðar.
Préntsiniðjan Ácta — 192i.