Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.05.1922, Side 4

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.05.1922, Side 4
26 TlMARIT V. F. í. 1922. Eyjafjörður er hinn mesti fjörður norðanlands. Út með honum að vestan hafa Norðmenn lengi haft síldveiðastöðvar, og nú á síðustu árum eru þar einnig komnar upp stöðvar, sem íslendingar eiga. Fiskisælt er í firðinum, þótt síldinni sje slept. Fyrsti fjörður að vestan, fyrir innan mynni Eyjafjarðar, er Ólafsfjörður; er hann opinn fyrir norðanvindum, og auk þess er hafís þar tíður gestur. H r í s e y er í miðjum firðinum, um 9 km fyrir innan mynnið. Fjörðurinn allur er 3 4 k m á lengd og 1 0 k m í mynninu milli þórhildarvogs og Gjögurstáar. í H r í s e y er útræði og þaðan voru áður gerð út skip til hákarlaveiða. SkipastóllEyjafjarðar er um 40 skip, gufuskip, segl- og mótorskip. Alls er talið að í sýslunni sjeu um 50 mótorbátar (minni en 12 tonn) og 35 róðrarbátar. Sýslu- búar 5800. Akureyri e k k i þar með talin, en þar eru rúm 2000 manns. 1 sýslunni eni 527 býli (ræktað land). Grímsey er í Norður-lshafi, og er 25 km í NNAu frá mynni Eyjafjarðar. þar eru 11 býli og eiga eyjarskeggjar 2 mótorbáta og 10—11 róðrarbáta. Hún er 3 k m á lengd frá norðri til suðurs, og IV2 km á breidd. Fiskveiðar eru þar stundaðar, og 1915 var afli þeirra 12 tonn af þorski og 12V4 tonn af smáfiski. Eyjan er oft ísi kringd og í ár (1918) komust eyjamenn til lands í júní, og höfðu þá ekki komist þangað síðan í september 1917. Alla báta sína verða þeir að draga á land, nema um hásumarið. þingeyjarsýsla. Frá Svalbarðseyri við Eyjafjörð hefir þilskipum verið haldið úti (2—3). Frá Grenivík og Höfn er sjór stundaður á mótorbátum og róðrarbátum. Alls eru í sýslunni taldir 28 mótorbátar (minni en 12 tonn) og 45 róðrarbátar. FlateyáSkjálfandaer 1% km undan landi. þaðan eru róðrar stundaðir, og þar er verslun. pá er verslunarstaðurinn H ú s a v í k með 7 mótorbáta og 9 róðrarbáta. 1917 öfluðu þessir 7 mótorbátar rúm 162 tonn af stórfiski og 48 tonn af smáfiski; róðrarbátar 49 tonn af stórfiski og 17 tonn af smáfiski, svo hjer er um talsverða veiði að ræða. Úr því hingað er komið, er varla um nokkra veiðistöð að gera fyr en kemur á Langanes. Frá Sauðanesi hefir h'tilsháttar verið stundaður sjór, og sama er að segja um Melrakka- sl j ettu, en á Langanesi hafa ýmsar veiðistöðvar verið. Lágu Færeyingar þar oft við og liggja með báta sína, t. d. á Brimnesi og víðar, en aðalveiðistöðin eni S k á 1 a r, sem eru sunnan á nesinu. Eru þar nú komin mörg hús og ýms mannvirki. Skálar eru í skjóli fyrir öllum áttum frá vestri og norðri, en í sunnan- og suðaustanátt stendur vindur og sjór upp á, 0g er þá brimasamt. Aflabrögð á S k á 1- um hafa undanfarið verið hin bestu, en í ár hafa veiðar brugðist, eins og annarsstaðar á Austfjörðum. Austfirðir. Ausj;firðir eru einu nafni kallaðir firðir þeir, sem skerast inn í landið frá Langanesi að Austurhorni. Gengur fiskur inn í firðina sjálfa, en einkum eru fiskimiðin fyrir utan þá auðug af fiski. Um 4 0 km fyrir framan eða út af Austfjörðum er hryggur á sjávarbotni, og er mesta dýpi á honum um 200 metrar. í gegn um hrygg þennan skerast álar inn í hvem fjörð og flóa, og er dýpið þar meira en 200 metrar. Á1 ar þessir eru út af Bakkafirði, Hjeraðsflóa, Seyðisfirði, Reyðarfirði, Berufirði, Lónsvíkinni, Hornafirði og Jökulsá, Á vorin og fram á haustin eru þorskveiðar stundaðar frá Austfjörðum, og veiðitími eða vertíð þar ein, þar sem henni er annarsstaðar skift í tímabil. Austfirðingum hefir sárnað að geta ekki stund- að sjó fyrri part árs, þar sem ætla mætti, að gnægð fiskjar væri út af hinum syðstu fjörðum, þar eð vænta má, að eitthvað af fiskigöngunni komist þangað, er hún í ársbyrjun sígur að landinu, enda f engin full vissa fyrir því, að á svæðinu frá Austurhorni að Ingólfshöfða hefir aldrei brugð- ist fiskur, svo áratugum skiftir. í mars 1916 frjettist til fjarðanna, að bátar frá Papey hefðu tvíhlaðið í nokkra daga. þennan mánuð voru blíðviðri og alt þetta eggjaði menn til þess að hætta á að fara á hinum litlu mótorbátum sínum alla leið suður í Lónsbugt, og náðu þessir menn í nokkra góða róðra, en í þeim bar þó fyrir þá ýmislegt, er sýndi þeim fram á vandræði þau, er af slíkum róðr- um getur hlotist, ef veður breytist í óhagstæða átt. Heimleið frá þessum slóðum er svo stráð skerj- um og grynningum, að í dimmu veðri er sú leið, t. d. til Berufjarðar, ófarandi. þegar litið er á kortið, virðist leið til Álftafjarðar auðfarin, en fyrir innan línu þá, sem dregin er milli Papeyjar og Styrmisness, ætti enginn að hleypa sjer, sökum þess, að svæð- ið þar fyrir innan er svo fult af grynningum, að ekki getur þótt taka því í hinum nýju og bestu kort- um að gefa upp dýpi. Inn í Á 1 f t a f j ö r ð er ó f a r a n d i, en til er þröng leið inn áHamarsfjörð, en þó umkringd skerjum. Papey er vogskorin, og eru þar vogar, sem kalla má góða fyrir mótor- báta, svo sem Áttæringsvogur, er fær gott skjól af Kollhöfða og Papey, en innsigl-

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.