Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.05.1922, Síða 6

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.05.1922, Síða 6
28 TÍMARIT V. F. í. 1922. er sjór ekki stundaður. Mýrdalsvík er flóinn milli Reynisfjálls og II j ö r 1 e i f s h ö f ð a nefndur. Við hann flóa er verslunarstaðurinn Vík; íbúar rúmt 100 manns. paðan er róið; ein slæm lend- ing er þár, og nálega altaf brim við ströndina. Lendingarbætur þyrftu þar, bæði vegna fiskimanna og til þess að koma vörum sýslunnar af skipum og á skip; en það eru aðeins verkfræðingar, sem bend- ingar gætu gefið í þá átt, hvort slíkt gæti komið til mála. Vestmannaeyjar eru það kunnar verkfræðingum hjer, að ekki virðist nauðsyn til neinna skýringa. Næsta veiðistöð er Stokkseyri, svo E y r a r b a k k i. Hafa þær báðar verið rann- sakaðar og greinilegt kort gert yfir s k e r j a g a r ð i n n og skipalegu á E y r a r b a k k a, og er því ekkert frekara um um þá staði að segja, en það, er hr. Kirk hefir fengið að vita og sjálfur sjeð. Víkin fyrir vestan Eyrarbakka heitir porlák'shöfn. Hefir verið lagt mikið kapp á það, að fá áætlanir um, hvort ekki mundi gerlegt að gera þar höfn. Hafa verið skiftar skoð- anir um það, hvort heldur væri að ræða um stóra höfn fyrir hin stærri skipin, með bryggjum, vatns- leiðslum, kolabirgðum m. fl., eða þá aðeins brimgarða eða brimbrjóta og bása fyrir mótorbáta og róðrarskip. Afleíðing af hinum slæmu lendingarstöðum á Eyrarbakka og Stokkseyri er, að skip þaðan hafa oft á vetrum orðið að hleypa undan veðri, og hefir þá þorlákshöfn oftast verið þrauta- lendingin. í Selvogi og Herdísarvík, sem eru fremur litlar veiðistöðvar, hafa lendingar verið athugaðar, og ákveðið er að gera lendingabætur þar með styrk frá Fiskifjelagi Islands. G r i n d a v í k er vestasta veiðistöð landsins. Brimrót, sem kemur með vindum frá S—SV, hefir lengi gert mönnum þar örðugt fyrir, bæði hvað sjósóknir áhrærir og að verja báta sína fyrir skemdum. Hópið er ágæt höfn, en ósinn þarf að dýpka mikið. I honum er lausagrjót og klöpp víst undir, en sá stórgalíi er á, að víkin fyrir utan skipaleguna — Járngerðarstaðasund — er svo grunn, grjót og þarar í botni, að alófært verður í stórbrimum frá S—SV. Til þess að H ó p i ð kæmi að verulegum notum, yrði bæði að dýpka alla leiðina inn í það utan frá sjó, og hlaða garð á rifinu fyrir utan það, eða fyrir utan leguna. í Járngei'ðarstaðahverfinu þarf fyrst og fremst skjólgarð í landi fyrir lendingarnar, og uppsátrið í stórflóðum með brimróti frá S—SV, frá sjávarbakkanum fram á fjöruklappir. Annars- staðar í Grindavík getur varla verið um annað en lendingabætur að ræða. p.á er aftur komið að Reykjanesi og aðeins eftir að minnast á Ósabotnana við Kirkjuvog. Um þá hefir erindreki Matth. Ólafsson ritað í Ægi og hr. Kirk skoðað þá, og sem stendur er verkfræð- ingur að athuga og mæla á þessum stað, og mun hann, að því starfi loknu, gefa betri skýringar um endurbætur þar, en vjer sjáum oss fært. pær sýslur laridsins, sem ekki hafa góðar hafnir, æskja þess allar, að höfn væri hjá sjer, og allir geta bent á hafnarstaði, en það verða aðeins áætlanir og rannsóknir verkfræðinga, sem ákveðið geta, hvar tiltækilegt er að byrja á hafnarstói*virkjum. Hvort mannfjöldinn í nágrenninu er einu hundraðinu meiri eða minni, segir þar ekkert, því að góð höfn og vinna henni samfara, dregur menn til sín. T. d. getur gott fiskverkunarsvæði og vatn ráðið því, hvort höfn verður ákveðin, þar sem þorp er fyrir, eða þá engin bygð. Járnbrautir í Ameríku voru lagðar um óbygðir, en stórbæir spruttu upp hvarvetna, jafnóðum og þær voru lagðar. þannig yrði það með hafnii' hjer, að þótt á auðu væru gerð- ar, mundi fóíkið flytja sig þangað og í kringum þær rísa bygð. Tala mótorbáta landsins er nú um 680. Gerum ráð fyrir, að meðalverð báts með veiðarfærum sje nú um þessar mundir 20,000 kr., það verður alls kr. 13,600,000. pað er mikil upp- hæð, svo að fara verður vel með þá eign. Eitt ráð til þess eru góðar lendingabætur, þar sém þeim verð- ur við komið. pað þarf að koma höfn einhversstaðar á svæðinu frá þjórsárós að Reykjanesi; hin auðugu fiskimið og erfiðleikar manna krefjast þess. það þarf að koma höfn við Faxaflóa sunnan- verðan, og hið sama er að segja um B r e i ð a f j ö r ð, II ú n a f 1 ó a og v í ð a r; þörfina sjá allir, en hvar tiltækilegt verður að fullgera slík mannvirki, verða verkfræðingar að ákveða og þeir einir. Reykjavík, 25. nóv. 1918. pr. stjórn Fiskifjelags íslands. H. Hafliðason. Svbj. Egilson.

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.