Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.05.1922, Side 9
TÍMARIT V. F. I. 1922.
31'
Norðan við mynni Ósanna er gömul sumarhöfn, þar sem kaupskip lágu áður, er þau fluttu
vörur og sóttu þarna suður; það er þórshöfn og nokkru utar voru Básendar (Bátsandar?).
þórshöfn er lón eitt lítið og ekki fært í hana hafskipum, nema í kyrru og með hásjávuðu.
Fyrir austan Reykjanes er fyrsta veiðistöðin Grindavík. par væri líka þörf á mótorbáta-
höfn, og menn hafa haft þar augastað á lóni, er Hóp heitir,*) inn af Járngerðarstaðavíkinni (hinni
núverandi skipalegu á sumrin). En það er líkt háttað um Ilópið og um Ósana. pað er miklu hærra í
því um fjöru, en úti fyrir, og mundi tæmast, ef ósinn væri dýpkaður, því að mesta dýpi í því um stór-
straumsfjöru er 1*4—2 faðmar, og svo bætist við, að mjög er grunn víkin fyrir utan, á skipaleg-
unni aðeins 2—3 faðmar, og alt í einu broti fyrir utan leguna í miklum brimum.**)Ef þar ætti að vera
nokkurn veginn örugg höfn, þyrfti að setja varnargarða fyrir utan skipaleguna á víkinni. Víkin er
ekki breið milli Járngerðastaðalands og Hópsness, en öruggir garðar þar fyrir, settir í insta brimgarð,
mundu varla kosta undir miljón, og þá yrði að dýpka leiðina inn á leguna, og sennilega er þar alstaðar
hraunklöpp undir. — Á öðrum stöðum í Grindavík getur varla verið að tala um neina hafnargerð.
Á Víkinni fyrir austan Stað hafa áður legið kaupskip á sumrin, „svínbundin“ í festarhæla, sem settar
voru á skerin í kringum leguna. þar gætu ef til vill mótorbátar legið á sumrin, ekki síður en á Járn-
gerðarstaðavík, en klöpp er þar líklega undir eins og á hinum staðnum.
Lengra austur með er svo engin mótorbátalega, fyr en á Eyrarbakka og Stokkseyri.
Um þær hefi jeg talað í Skýrslu minni 1905 (Andv. XxXII, bls. 141), og skoðaði þær betur sumarið
1917. Báðar þessar hafnir eru allgóð mótorbátalægi á sumrin og hafa því þegar töluverða þýðingu að
því leyti, að þaðan má stunda mótorbáta-djúpveiðar á Selvogsbanka og lengra vestur á sumrin; en
sem vetrarhafnir eru þær illhæfar, vegna þess, að öll sund geta lokast af brimi. jþessar hafnir hafa
þann kost fram yfir Ósana og Hópið í Grindavík, að það er jafnhátt í þeim og úti fyrir (þó ekki í innri
höfninni á Eyrarbakka í stórstraum), og með sprengingum má laga leiðirnar inn töluvert. pegar inn
er komið, eru þær öruggar, því að skerjaklasinn fyrir utan er svo margfaldur og þjettur, einkum á
Eyrarbakka, að hann brýtur sjávarkraftinn að mestu, og með því að múra ofan á skerin, mundi mega
auka öryggið mikið, en aðalgallinn á þessum höfnum er, að leiðirnar inn eru of grunnar, þegar hafrót
er, og hraun víst alstaðar í botni, og því afarerfitt að dýpka að mun.
þess vegna hafa menn á síðari árum snúið huga sínum að þorlákshöfn, sem er gömul
þrautalending, þegar sundin milli ánna voru ófær róðrarbátum; en þangað geta ekki mótorbátar flúið,
því að þar er ekkert afdrep fyrir þá, þegar sundin á hinum stöðunum eru ófær, nema í SV—V-átt.
par er aðdjúpt og hrein leið inn að landi, en þar er ekkert skjól í A—SV-átt, og því hafa menn
hugsað um að gera þar varnargarð, svo að afdrep fengist fyrir mótorbáta. Mælingar hafa farið fram
og áætlun gerð um garð (Jón ísleifsson verkfræðingur), og talið að hann mundi með öllu kosta nál.
700,000 kr. Aðrir hafa verið að bollaleggja um fullkomna fiskiveiða- og verslunarhöfn á þessum stað
og eflaust mætti gera þar ágæta höfn. En hún mundi kosta mikið fje (margar miljónir).***)
porlákshöf'n liggur ágætlega við Selvogsbanka, ekki síður en Eyi’arbakki og Stokkseyri, en hún
er út úr og afskekt í gróðurlausu og vatnslitlu plássi, og ölfusá skilur hana frá flestum bygðum aust-
anfjalls. — Fyrir utan hana kemur Selvogur; þar var fyrrum mikið útræði, sem lagðist niður að
mestu, en er nú heldur að aukast aftur (7 skip gengu þaðan í vetur er leið), en mótorbátahöfn getur
ekki verið um að ræða.
Lengra vestur er H e r d í s a r v í k. Hún liggur líka ágætlega við og þar er allgott útræði og
vel varið, nema SA—S-átt; þar er og aðdjúpt og hreinar leiðir að landi og spurning, hvort ekki mundi
betra að gera þar höfn en í porlákshöfn, og víst er að þar yrði engin hætta á sandfyllingu, sem ekki
er örugt fyrir á hinum staðnum. par er líka nóg vatn skamt frá (Hlíðarvatn). Sá galli er á, að Her-
dísarvík er nú tæplega innlendra manna eign.
Jeg hefi nú stuttlega minst á þó staði milli Vogastapa og pjórsáróss, þar sem fiskiskipalægi eru,
eða menn helst hafa augastað á að gætu orðið, og þá einkum hafnir fyrir mótorbáta af ýmissi þeirri
stærð, sem þeir eru nú tíðast á eða munu verða 1 næstu framtíð. petta hefi jeg gert af því, að þörfin
á þess konar höfnum — fiskihöfnum — fer sívaxandi, eftir því sem mátorbáta-útvegurinn eykst. Að
vísu eru nú góðar hafnir fyrir allskonar fiskiskip við innanverðan Faxaflóa, í Reykjavík, Hafnarfirði
*) Jeg hefi lýst því i Skýrslu minni 1896, Andvari XXII. bls. 158, en sagt. það þar of djúpt.
**) Við úthafsstrendur Reykjanesskagans brýtur í miklu hafróti A 10 faðma cða jafnvel á 12—15 fðm. dýpi.
***) Siðan þctta var ritað, hefir Kirk birt áætlun um hafnargerð þarna, og verður hún ekki ódýrari en jeg
gerði ráð fyrir.