Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.07.1923, Side 23

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.07.1923, Side 23
TÍMARIT V. F. 1. 1923. 19 Innlend tíðindi. Nýr verkfræðingur. F i n n b. R. Þ o r v a 1 d s s o n frá Sauðlauksdal lauk fullnaðarprófi við fjöllistaskólann í Kaupmannahöfn síðastliðið vor, í nýrri greiu vatnsvirkjafræðinnar „kulturteknisk vandbygning“. Er hann kominn liing- að og vinnur hjá Jóni Þorlákssyni. Fundarhöld. 7 9. fundur V. F. I. var haldinn miðvikud. 25. okt. 1922. kl. 7 e. h. í Nýja Bíó uppi. Gjaldkeri kom með myndir þær af fjelagsmönnum, er teknar voru á 10 ára afmæli fjelagsins. Var sam- þykt að kaupa 1 myndina handa fjelaginu. Því næst fiutti G. G. Zoega erindi um Skeiðáveit_ una. Er erindið birt á öðrum stað i Timaritinu- nokkrar umræður urðu á eftir. Þá gerði Th. Krabbe fyrirspurn til stjórnarinnar uin það, hvað hún het'ði gert í máli bæjarverkfræðings Klitgaard-Nielsen við bæjarstjórn Reykjavíkur, er hefði sagt honum upp starfinu. formaður svaraði fyrirspurninni og skýrði frá gerðum stórnarinnar. Virtust fjelagsmenn ánægðir nieð svar formanns. 13 fjelagsmenn voru á fundi. 80. fundur V. F. 1. var haldinn miðvikud. 29 nóv. á venjul. stað og stund. 0. Forberg, landssíma- stjói i fiutti erindi um Bæjarsíma Reykjavíkur. Er erindið birt á öðrum stað í Tímaritinu. 14 fjelagsmenn voru á fundi. 8 1. fundur V. F. I. var haldinn miðvikud. 13 des. 1ÍI22 kl. íM/a e- h. hjá Rosenberg uppi. Formaður setti fundinn. Fundargerð síðasta fundar borin upp og samþykt. 11. H. Eiríksson fiutti erindi um silfurbergsnámuna á Helgustöðum. Nokkrar umræður urðu á eftir. Þá las formaður upp brjet', sem stjórn fjelagsins hugði að senda Bæjarstjórn Reykjavíkur. Var brjefið nokkuð rætt, en engar breytingar tillögur gerðar. Er brjefið ásamt erindi H. H. Eiríksson birt í Timaritinu. 13 fjelagsmenn voru á fundi. 8 2. fundur V. F. I. var haldinn þriðjud. 30 jan. 1923 kl. 7 e. h. hjá Rósenberg uppi. Jón Þorláksson flutti erindi um Vatnsveitu Reykja- víkur og hafði vatnsveitunefnd bæjarstjórnar Reykja- víkur verið boðin á í'undinn, en í henni eru þeir kaupmennirnir Þórður Bjarnason og Björn Olafsson auk borgarstjóra, mættu þeir allir. 13 fjelagsmenn voru á fundi. 8 3. fundur V. F. í. var haldinn miðvikud. 28. febr. 1923 kl. 7 e. h. hjá Rósenberg, og var aðalfund- ur. Gestur fjelagsins á fundinum var Erik Ziinsen verkfræðingur, en 10 fjelagsmenn voru mættir. Th. Krabbe var kosinn íundarstjóri. Formaður gaf skýrslu um störf fjelagsins á liðnu ári. Skýrði hann meðal annars frá því að þeir Eggert Claesen bankastjóri, Knud Zimsen borgarstjóri og 01. Þorsteinsson verk- fræðingur, höfðu verið skipaðir í gerðardóm til að gera um mál milli Jóns Isleifssonar verkfræðings og Bæjarstjórnar Hafnafjarðar. Er því máli ólokið enn sökum þess að form. dómsins Eggers Claesen var erlendis mikið af tímanum. Gjaldkeri gaf þá skýrslu um fjárhag fjelagsins en reikningnum var ekki hægt að skila fullgerðum sök- um þess að útkoma tvegga síðustu hefta Tímaritsins hafði dregist vegna prentaraverkfallins. Var samþykt að fresta reikningsskilum til næsta fundar. Þá var kosið í stjórn, átti G. G. Zoega að ganga úr en var endurkosinn. Að lokinni dagskrá rtutti E. Ziinsen erindi um skipulag og vinnubrögð i verksmiðjum og var því vel tekið. 8 4. fundur V. F. I. var haldinn mánudag 12. mars 1923 kl 7 e. h. hjá Rósenberg uppi. Gestir á fundinum voru þeir S. Möller verfræðingur frá Nor- egi, ræðismaður norðmanna hr. Bay og Engel vjel- stjóri á Islands Falk en af fjelagsmönnum voru 13 mættir. Möller tíutti erindi um járnbrautir í Noregi og sýndi i'jölda. skuggamynda þaðan. Formaður þakk- aði erindið með stuttri ræðu og óskaði Möller góðs gengis og góðs árangurs af starfi hans hjer á landi, járnbrautarrannsóknunum. 85. fundur V. F. í. var haldinn miðvikud. 2. maí kl. 7 e. h. hjá Rosenberg. 11 fjelagsmenn voru á fundi og auk þess Nöring verkfræðingur frá firm- anu Kampmann, Kjerulf & Saxild. Þá flutti Þórarinn Kristjánsson hafnarstjóri erindi um Reykjavíkurhöfn um viðbætur, umbætur og fram- tíðarhorfur. Reikningar fjelagsins voru bornir upp og samþyktir. Reikningur yfir tekjur og gjöld fjelagsins 1922. T e k j u r: 1. Yfirfært frá fyrra ári í fjelagssjóði . . . . kr. 88.67 Yfirl'ært frá fyrra ári til nýyrðastarfs ... — 850.00 kr. 938.67 2. Tillög fjelagsmanna.......................— 475.00 Flyt kr. 1413.67

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.