Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.03.1957, Blaðsíða 3

Ljósmæðrablaðið - 01.03.1957, Blaðsíða 3
Ljósmæðrablaðið II. Legbrestur fyrir fœðingu. Frásögn norskrar Ijósmóður. Eitt sinn var ég snemma morguns hringd upp af manni, er tjáði mér dauðskelkaður, að kona sín hefði skyndilega hrokkið háhljóðandi upp úr fasta svefni og iinnti síðan ekki á hljóðunum — en það heyrði ég raunar greinilega í símanum. Brugðið var við og hringt á lækni og sjúkrabíl. Forsaga sjúklingsins var sú, að nárabeinamótin höfðu rifnað við fyrstu fæðingu, en ekki verið aðgert. Er konan eignaðist annað barnið, 15 mánuðum síðar, var gerður á henni keisaraskurður, og hið sama var nú á döfinni, 4 árum síðar. Átti að leggja konuna inn á sjúkrahús til athugunar, mánuði áður en hún átti sín von, og voru nú aðeins fáir dagar eftir þangað til. Ég þeysti til konunnar og kom jafnsnemma sjúkra- bílnum. Þurfti ég ekki annað að gera en stökkva uppí bílinn og svo styðja við konuna og telja í hana kjark, meðan á ökuferðinni stóð, en aka varð 23 km. leið eftir vondum vegi, og allt var ferðalagið konunni hið erfið- asta. Allan tímann, sem það tók að fullnægja öllum fyrir- mælum skriffinnskunnar um að koma konunni inn á spítalann, hafði hún sífelldar þrautir. Og þegar við, varð- læknirinn og ég, fórum að reyna að þreifa eftir því, hvað að væri, háhljóðaði konan, hvað lítið sem á henni var snert. Við gátum engin fósturhljóð heyrt og engar hríðar fundið. Yfirlæknirinn komst að sömu niðurstöðu. Hann vildi ganga stofugang á spítalanum og sjá, hverju fram yndi á meðan. Ég settist hjá konunni og reyndi að þreifa eftir, hvort hún hefði hríðar. Allt í einu fann ég

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.