Ljósmæðrablaðið - 01.03.1957, Page 4
14
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ
barnið sprikla undir hendi mér, eins óhindrað og það
lægi bert á borði. Ég gerði yfirlækninum óðar boð um,
hvers ég hefði orðið vísari. Hann lét samstundis leggja
konuna á skurðarborð, og ekki var laust við, að áhorf-
endur undruðust, er konan var opnuð og við blasti laust
í kviðarholinu barn ásamt 800 gr. af blóðlifrum. Barnið
var líflítið, enda hafði konan fengið allmikið af deyfi-
lyfjum þær 4 stundir, er liðnar voru, frá því að hún
veiktist. Barnið lifði, sveinn 2600 gr. að þyngd, fæddur á
afmælisdegi föður síns. — Móðirin fór heim á 22. degi
og lagði barn sitt á brjóst.
12. júlí 1956.
S. M. Lund-Hansen
Geðsjúkdómar og taugaveiklun um
meðgöngutímann og eftir fœðingu.
Fyrirlestur fluttur af Wefring aöstoöarlækni
viö Rönvikspítala á landsþingi norskra Ijós-
mœörafélagsins í Bodö 1955.
Orsakir og eðli.
Það verður býsna erfitt að gera áheyrendum ljósa
grein fyrir kvillum þeim, er hér um ræðir, vegna þess að
við vitum alltof lítið um orsakir þeirra, einkenni og með-
ferð.
Við verður að hafa í huga ýmis atriði, sem til greina
geta komið, ýmist ein sér eða hvert með öðru. Að sjálf-
sögðu verður meðferð þessara kvilla einnig með ýmsu
móti.
Orsahir: Það liggur nærri að gera ráð fyrir því, að
vakar (hormónar) konunnar hafi áhrif á andlegt ástand