Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.03.1957, Síða 6

Ljósmæðrablaðið - 01.03.1957, Síða 6
16 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ thym) skapger'ö og nefnast hringhugar. Það er aðallega þessi hópur manna er sýkist af geðveiki þeirri, er bregð- ur til beggja skauta, annars vega sjúklegs fálætis (þunglyndis), hins vegar sjúklegs oflætis (léttlyndis) hinni svonefndu ,,manio-depressiv“ geðveiki, sem stungið hefur verið upp á að kalla geölœti á íslenzku. Rengluvaxnir menn eru aftur á móti svo skapi farnir, að þeir ræða lítt við aðra menn um sína hagi, bera erfið- leika þegjandi og æðrulaust og reiðast, án þess að á þeim sjái nokkur svipbrigði. En svo getur gremjan safnazt fyrir í þeim, og að lokum, þegar bikarinn er orðinn full- ur, getur skyndilega soðið upp úr, án þess að sérstök ástæða virðist til. Menn þessir hafa kleyfhuga (schizo- thym) skapgerð og nefnast kleyfhugar. Þeir sýkjast að jafnaði af hinni aðaltegund geðveikinnar, sem nefnd er á íslenzku geöklofi (schizophreni). Kraftalega vaxnir menn eru yfirleitt bráðlyndir, upp- stökkir og láta þá oft hendur skipta. En að öðru leyti líkjast þeir rengluvöxnum mönnum að skapgerð, eru inn- hverfir og fálátir, þ. e. kleyfhugar, og sýkjast að jafnaði af sömu tegund geðveiki og þeir. Öll þessi einkenni koma greinilega í ljós hjá konum um tíðir og á samsvarandi hátt í sambandi við þungun og barnsburð. Getum við þá líkt meðgöngutímanum við langvinnan tíðaundirbúning, en fæðingunni og eftirfar- andi hreinsun við stórkostlegar tíðir. Um meðgöngutímann er konan viðkæmari í skapi en ella og meyr. Ef hún hefur ástæður til að hlífa sér og hvíla sig eftir þörfum, hefur nægan og góðan viðurgern- ing, gott loft og hæfilega hreyfingu — þá ætti henni að vera vel borgið. En svo kemur andleg aðbúð konunnar til viðbótar. Ef hún á góðan mann, samkomulagið er gott og barnið velkomið — þá ættu ástæðurnar að vera enn betri. En samt sem áður getur andleg veiklun gert vart við sig á þessum tíma, vegna þess að konan á til

x

Ljósmæðrablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.