Ljósmæðrablaðið

Ukioqatigiit

Ljósmæðrablaðið - 01.03.1957, Qupperneq 9

Ljósmæðrablaðið - 01.03.1957, Qupperneq 9
LJ ÓSMÆÐR ABLAÐIÐ 1Ö verða mikilsverðar og gagngerar breytingar á starfi vaka og efnaskiptum líkamans. Fylgjan, sem framleið- ir mikinn fjölda vaka, hverfur skyndilega. Öll úrgangs- efni frá fóstrinu sömuleiðis. En líkami konunnar, sem hægt og smám saman hefur vanizt þessum úrgangs- efnum, neyðist nú aftur til að hverfa skyndilega í sitt gamla horf. Ef vakastarf konunnar er í lagi, er ekkert að óttast, en sé það í einhverju ólagi (aldur konunnar skiptir hér miklu máli, og þar að auki lítið andlegt mótstöðuafl fyrir, getur illa farið. Þá tekur við þriðja tímabilið, þ. e. tíminn, sem kon- an hefur barn sitt á brjósti. Eggjastokkarnir mynda tvær tegunlir kynvaka: eggjabúsvaka (follikúlín), sem myndast í þroskuðu eggbúi eggjastokkanna, sem síðar springur og kemur tíðum af stað, og hinn gagnverk- andi gulbúsvaka (lúteín) sem myndast í hinu svonefnda gulbúi, en það er nýsprungið eggbú. Mjólkurmyndunin örvar til gulbúsvakamyndunar, eftir að vakar fylgjunn- ar eru úr leik, en gulbúsvakinn tefur þroska eggbúanna og hindrar egglos. Brjóstin búast til að gegna hlutverki sínu, og mjólk- in verður til úr næringarefnum í blóðinu. Enn ný efna- skipti í líkama konunnar á skömmum tíma. En öll þau efni, sem í blóðinu eru, berast með því um frumur heilans á leið þess til síns ákvörðunarstaðar. , Taugaveiklim. Taugaveiklun meðgöngutíma, fæðingar. og barnsfara hefur, eins og ljóst er af því sem sagt hefur verið, nægilegt líkamlegt ívaf. Og svo bætist við hinn sálræni þáttur: áhyggjurnar og kvíðinn fyrir því, sem fram undan er. Um hina minni háttar taugaveiklun leikur nokkur óvissa, hvort beri að telja hana sérstakan sjúkdóm með gagnstæðilegum einkennum. En það er taugaveiklun, sem ekki sést á geðveikrahælum og sjaldan á stofnun-

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.