Ljósmæðrablaðið

Ukioqatigiit

Ljósmæðrablaðið - 01.03.1957, Qupperneq 12

Ljósmæðrablaðið - 01.03.1957, Qupperneq 12
22 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ Batahorfur og meðferð. Hvernig eru þá batahorfur þessa sjúkdóms? Og hvað er hægt að gera til að koma í veg fyrir hann. Ég hef þegar drepið á, hvernig reyna megi að af- stýra þessari taugaveiklun með því að beita leiðbein- ingar- og hjálparstarfsemi við barnshafandi konur. Enn skortir á um slíka starfsemi hér á landi, ekki sízt þegar um ógiftar mæður er að ræða, sem setja fyrir sig óvirð- inguna og enga hjálp geta hugsað sér aðra en þá að leita læknis og grátbiðja hann um að losa sig við fóstrið. Ef hér væi'i hægt að ná betri árangri, yrði það að telj- ast drjúgur ávinningur fyrir heilsuverndarstarfsemina. Stofna mætti nefnd læknis, ljósmóður, heilsuverndar- hjúkrunarkonu, prests og ármanns (sósíalkúrators) sem hjálpuðust að um að fjarlægja óttann og öryggisleysið m. a. með því að útvega móðurinni heppilega atvinnu, þar sem hún jafnframt gæti séð um barn sitt, bæla nið- ur óviðurkvæmilegt umtal og líta reglulega eftir kon- unni. Séu heimilisástæður slæmar vegna drykkjuskap- ar, fátæktar eða geðsjúkdóms, verður að taka konuna af heimilinu, að minnsta kosti um tíma. Ég hef heyrt margar konur láta svo ummælt, að hefðu þær aðeins fengið meiri hjálp og leiðbeiningar við meðferð á barn- inu fyrst eftir fæðinguna og lært hana sjálfar smátt og smátt, mundi betur hafa farið. Eftirlit með ung- börnum er nauðsynlegt og ætti að vera sem víðast. Ef ljósmóðir eða hjúkrunarkona kemst að því, að heilsa konu standi völtum fótum, ættu þær að beita sér fyrir hjálp konunni til handa, svo að hún geti unnt sér nauð- synlegrar hvíldar. Hafi konan þegar fengið greinileg einkenni tauga- veiklunar, þarf hún læknismeðferðar. Professor Lang- feldt hefur bent á, að minni háttar taugaveiklun lækn- ist fljótt við lostmeðferð, og ég vil hér bæta því við, að barnshafandi kona eða með barn á brjósti þolir vel

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.