Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.05.1963, Blaðsíða 9

Ljósmæðrablaðið - 01.05.1963, Blaðsíða 9
L JÓSMÆÐR ABL AÐIÐ 35 vildu það ekki. Þar fyndist sér, að ljósmæðurnar gætu grip- ið inn í. Það væri ekki til þess ætlast, að allar ljósmæður væru skyldugar að taka þetta að sér. Margar ljósmæður hefðu meira en nóg að gera í umdæmum sínum. Það væri aðeins starfsemi fyrir þær, sem hefðu áhuga á þessu og álitu, að þær hefðu tíma til þess. Frú Whaland sagði, að þar sem ljósmæður hefðu uppfræðslu í kynferðismálum gengi það ágætlega. Það kom svo fram ósk um að haldið yrði námskeið, þar sem aðallega væri uppfræðsla í kynferðismálum fyrir þær ijósmæður, sem vildu kenna. Að lokum var svo rætt um mæðrakennslu, þ. e. a. s. kennsla um meðgöngutímann um rétt mataræði, sjálfa fæðinguna, afslöppun, mæðarleikfimi o. s. frv. Vanfærar konur hafa haft lítinn áhuga á þeirri kennslu, en sá áhugi virðist þó vera að glæðast. Ein fundarkona sagðist hafa byrjað kennslu fyrir 12 árum. Fyrst hafi bara komið 3—4 konur, þegar flest var, en nú séu alltaf 13—14 þátttakendur á hverju námskeiði. Um kvöldið voru svo allar ljósmæðurnar, 150 að tölu, boðnar til kvöldverðar af sýslunefnd Blekinge. Þar var veitt af mikilli rausn. Laugardaginn 19. maí voru svo innanfélagsmál, kosn- ingar og fleira. Erlendu fulltrúarnir voru ekki viðstaddir þann fund. Um hádegi var svo sameiginlegur hádegisverður, og hélt hver heim til sín. Magnea GuQnadóttir

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.