Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.05.1963, Blaðsíða 10

Ljósmæðrablaðið - 01.05.1963, Blaðsíða 10
36 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ ^unnar CBienng lœlnir: Erythroblastois Foetalis Eins og lesendum blaðsins er kunnugt, er þetta þriðja greinin nú á stuttum tíma, er íslenzkir læknar hafa látið blaðinu í té, enda hafa lesendur metið þær að verðleikum. Gunnar Biering barna- læknir léði grein þessa til birtingar nú fyrir skömmu, og kann blaðið honum beztu þakkir fyrir. Erythroblastosis foetalis er sjúkdómur, sem hlýtur að vera jafngamall mannkyninu, því hann er nátengdur blóð- flokkunum. Lýsingar á þessum sjúkdómi má finna í rit- um Platers allt frá því herrans ári 1641. Orth lýsir Kernic- terus árið 1875. Ballantyne varð fyrstur til að lýsa Hydrops foetalis árið 1892 og Rautmann gaf fyrstur manna sjúkdómnum nafnið Erythroblastosis foetalis 1912. 1932 sýndi Diamond, Blackfan og Baty fram á það að Hydrops foetalis, Icterus gravis og Haemolytisk Anaemia i nýfseddum börnum voru allt tilbrigði af sama sjúkdómn- um. Verulegur skriður komst þó ekki á þessi mál fyrr en á árunum 1939—1940, þegar Levine, Stetson, Landsteiner og Wiener uppgötvuðu Rh. blóðflokkana og samband þeirra við Erythroblastosis foetalis. Þó það hafi komið í ljós á síðari árum, að fjöldi ann- arra blóðflokka koma hér til greina, þá er það langalgeng- ast að Erythroblastosis orsakast af því að rauðu blóð- korn barnsins innihalda Rh-faktor, sem móðurina vantar, þ. e. a. s. barnið eða öllu heldur fóstrið er Rh positivt, en móðirin Rh negativ. Komist fósturblóðkornin í gegn- um placenta inn í blóðrás móðurinnar, hvetja þau blóð

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.