Freyr

Volume

Freyr - 01.06.1904, Page 8

Freyr - 01.06.1904, Page 8
56 FBEYR. uákvæmar söltunartilrau'nir ákjöt.ioghann svolát- I inn fylgja kjötinu, til þess að sjá árangurinn at hverri söltunaraðferð fyrir sig, svo dæmt gæti hann um, hver heppilegust væri. Svo hefir þó ekki verið, því að fyrst og fremst dembdi hr. H. öllu kjötinu i einn kaupmann í Khöfn — en honum hefði mátt senda kjötið kostnað- arminna og Hermanns-laust — og binsvegar hefir ekki um neinar söltunar-tilraunir verið að tala, því að alt var kjötið saltað meira eða minna af handa hófi og í sumt notað salt, sem hr. H. segir sjálfur, að „aldrei, skyldi hafa í mikið saltað kjöt“. Það lítur því nærri út fyrir að Búnaðarfélagið hafi verið að gjöra tilraun með Hermann á Þingeyrum, en ekki ineð kjötið,— sjá hve slunginn kjötsali hann væri, er hann kæmi til útlanda og er það dýrt spaug. Magnús Mnarsson. Um búnaóarskólamálið, (Kafli úr bréfi frá merkum bónda austan fjalls). .......... Það hafa þegar komið fram all- hörð mótmæli gegn þvi, að aðgreina verklegu og bóklegu búnaðarkensluna og stofna bókleg- an búuaðarskóla í Reykjavík, eins og haldið hefir verið fram í „Frey“. Mótmælendur þeirrar stefnu hafa gripið t.il þeirra óyndisúr- ræða, sínu máli til stuðniugs, að mála höfuð- stað þjóðarinuar með sem svörtustum litum. Þeir ha!da fram fyrir þjó^inni ranghverfu bæjarlifsins og ala ríg og kala hjá henni til höfuðstaðarins. Allir sjá þó að þetta errangt. Sé eða verði Reykjavík þvílíkt spilliugarbæli eins og sumir vilja telja hana, þá er eg hrædd- ur um, að allri þjóðinni sé voði búinn, hvort heldur búnaðarkenslan er þar eða annars- staðar. Beztu von hefi eg um það, að nemendur af búnaðarskóla í Reykjavík leituðu upp til sveita að afloknu námi; þá væru þeir búnir að kynn- ast bæjarlífinu eins og það er, en þegar þeir hafa lokið námi sínu á sveitaskólunum, eiga þeir það eftir og láta það líka margir ásann- ast, eins og kunnugt er. Yér getum ekki meinað neinum að leita sér atvinnu, þar sem hann vill, og það er alls ekki hyggilegt að ætla sér að sporna við því, að menn kynnist kaupstaðarlifinu; það er nú einu sinni flestum ] svo farið, að þeir halda að það, sem þeir ekki hafa reynt, sé betra en hitt, sem þeir hafa reynt. Það mun óhætt mega treysta því, að flestir sem hafa alist upp á allgóðu sveitarheimili, munu fýrst verulega kannast við kosti þess, þegar þeir hafa af eigin reyslu þekt. kaup- staðarlífið. Kensla ætti að verða betri og ódýrari í Reykjavík en annarsstaðar, og fæði ætti ekki að þurfa að vera dýrara þar, en upp i sveit. Sveitatólkið lifir mjög mikið á aðreiddum matog flutningur á honum úr kaupstað er víða dýr. Eftirlit með skóla í Reykjavík getur orðið alt annað og langt um betra og ódýrara en hægt er að hafa á búnaðarskólum, þar sem þeir eru nú, og það er ekki lítill kostur. Það er afar áríðandi að haft sé nákvæmt eftiriit með öllu því, sem þjóðin leggur fé til. Búnaðarskóli Suðuramtsins er alls ekki á heppilegum stað, þar sem haun er nú; skóla- setrið er of afskekt og auk þess er jörðinni svo háttað, að hún tekur ekki á móti miklum bótum. Það hefði verið heppilegra að hafa skólann í Arnessýslu, nálægt flutningabraut- inni, sem liggur alla leið frá Reykjavík aust- ur að ytri Rangá. Það er sjálfsagt lang fjöl- farnasti vegur á landinu. Þar hefði bændum gefist betri kostur á en nú, að sjá og læra ým- islegt nytsamt af skólabúinu........... Verzlunarfréttir, H. Innlendar. Reykjavik. Verðlag í júní (Verzl. Godthaab). Rúgur 100 pd. 7,00 kr. Rúgmjöl — 7,25 — Hveiti (Flormjöl) — 9,50 til 11,00 — Overhead mjöl — 8,50 — Baunir 1j1 og kl. — Hrísgrjón 1ji — 12,00 — 11,00 10,00— Bankabygg — 8,50 — Kaffibaunir — 48,00 — 52,00 — Kaffirót — 38,00 Kandíssykur — 23,00 Hvítasykur — 22,00 — Verðið er miðað við söluísekkjum og köss- um á móti peningum. Verðlag smjörmatsnefndarinnar. 14/4 ’04. Bezta smjör 79—80 kr. 100. pd. 21/4 — — — 79—80 — — —

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.