Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.1905, Síða 2

Freyr - 01.05.1905, Síða 2
34 FREYÍL. ábyrgð á sveitastjórnirnar án þess að einhver þóknun komi fyrir, þvi fremur sem starfið mun lenda eingöngu á einstökum manni, sem sé oddvita sveitarinnar, og gæti þá vel farið svo að nýtustu menn sveitarinnar fengjust ekki til að taka þau störf að sér og stjórn sjóðanna lenti svo í ólestri. Vér álítum yfirleitt að rangt sé að gjöra meira af því en brýna nauð- syn ber til, að demba á einstaka menn þókn- unarlaust störfum í almennings þarfir. III. Frumvarp til laga um sölu opinherra jarðeigna og itáka. Heimilt skal stjórnarráðinu að selja þjóð- jarðir og kirkjujarðir, ítök þeirra og kvaðir, nema jörð sé ætluð til embættisseturs eða tyrir almennan skóla eða sjúkrahæli eða til annara al- mennra nota. Porkaupsrétt hefir jafnan ábúandi að ábýl- isjörð sinni, þó hefir sveitarfélagið forkaups- róttinn, ef taka á jörðina tii almennra nota. En telji sýslunefnd miklar Hkur til þess, að upp komi innan skams á opinberri jarðeign kauptún, þorp, eða verksmiðjuiðnaður eða áliti hún jörðina sérlega hæfa til sundurskifting- ar milli margra grasbýla, má aðeins selja hlut- aðeigandi sýslufólagi jörðina og að því frá- gengnu sveitarfélaginu. Annars öðlast jafnan sveitarfélag forkaupsréttinn er ábúandi afsalar sér honum. Aldrei má jörð selja úr sýslu. Yilji sýslufélag eða sveitarfélag selja aft- ur jörð, má hana aðeins selja ábúanda. Komist jörð úr sjálfsábúð og sé á leigu um þrjú ár, hefir landssjóður endurkaupsrétt á henni með upphaflegu söluverði, nema sýslu- félag eða sveitarfélag kaupi hana. Kaupverðið skal að jafnaði vera sú fjár- hæð, er árlega gefur af sér með 4% í vöxtu jafn mikið og landskuldin hefir numið síðustu 10 árin að meðaltali, og skal kaupandi strax, þegar kaup eru gjörð, greiða 1/10 hluta verðs- ins, en hitt á 28 árum ásamt 4°/0 ársvöxtum. Sé sýslufélag eða sveitafélag kaupandi, má greiða jarðarverðið alt og vexti af því með jöfnu árgjaldi, 5°/0 í 41 ár. Andvirði seldra þjóðjarða og ítaka renuur í Ræktunarsjóðinn. IF. Frumvarp til laga um forkaupsrétt á jarð- eignum einstakra manna. Frumvarp þetta ákveður að þegar jarð- eignir einstakra manna ganga kaupum og söl- um skuli ábúándi hafa forkaupSrétt eða sá, er jörð tekur til ábúðar i næstu fardögum, og heldur hann réttinum í þrjá mánuði eftir að' honum við votta var gjörðúr kostur á kaupun- um, en afsali hann sér torkaupsrétti, fær hann hreppur sá, er jörð liggur i. Forkaups- rétt á afréttum og öðrum óbygðum löndum hefir hreppur sá, er land það liggur í, en á ítökum, skógum, fossum og öðrum gögnum og gæðum, sem nú eru skilin eða skilin verða frá jörðum, hefir sá forkaupsrétt, er land á undir,. og að honum frágengnum hreppurinn; sama gildir, ef þetta er selt á leigu. Það á að vera aðaltilgangur beggja þess- ara frumvarpa að stuðla að því, að sem flest- ar jarðir komist í sjálfsábúð, en um það munu nú flestir sammála, að æskilegast væri að- hver bóndi ætti ábýlisjörð sína; þá mundi jarð- rækt og jarðabótum fara mun meira og fljótara fram en hingað til hefir verið. Þessarar trúar er nefndin og sama mun mega segja um flesta þá, sem mötfallnir hafa verið þjóðjarðasölu. Þeirra mótstaða mun aðallega sprottin af ótta fyrir þvi, að jarðirnar haldist ekki til lengdar í sjálfsábúð og telja þá — og það eflaust með réttu — að ekki verði breytt til batnaðar, þeg- ar landssjóður hættir að vera landsdrottinn og í hans stað koma einstakir menn. Nefndin vill nú girða fyrir það, að jarðirnar lendi í hönd- tim einstakra manna, sem leigi þær síðan, með því að veita sveitafélögunum ýmist fyrsta eða annan forkaupsrétt og gjöra þeim, að því er kaupin snertir, mjög hægt fyrir að eignast þær. Hún álitur sem sé sveitafélögin sjálfsagðari og betri landsdrottna en landssjóðinn. Oss dylst nú ekki, að um þetta hljóti að verða æði skiftar skoðanir, og ekki þykir oss nefndin vera nægilega trú aðalhugmynd sinni — sjálfsábúðarhugmyndinni — er hún vill veita sveitafélögunum jafn mikinn rétt og hægð á að eignast jarðirnar, þvi að vel gæti svo farið, og svo teljum vér víst að víða muni verða, að sveitarfélagið gjöri alt sitt til þess að eignast

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.