Freyr

Årgang

Freyr - 01.05.1905, Side 3

Freyr - 01.05.1905, Side 3
FREYR. 35 flestar og ef til vill allar jarðir í hreppnum og gjöri þar með sitt til þess að varna því að þær komist í sj álfsábúð, og hafi sveitarfélagið einu sinni eignast jörð, hefir það enga skyldu til þess að selja hana ábúanda. í>að er sýni- legt, að á þennan hátt geta ráðríkar hrepps- nefndir fengið í hendur óhæfilega mikið vald til þess að hefta atvinnufrelsi manna, geta sem sé útilokað hvern þann mann úr hreppnum, sem þeim sýnist, hvort heldur er af óverulegum á- stæðum, eða öðru og ef slíkt yrði ástandið víða, mundi oft og tíðum ekkert spaug fyrir félitla inenn að fá sér jarðnæði. En verði frumvarpið um þjóðjarðasölu ó- breytt að lögum á næsta þingi, teljum vér ó- hjákvæmilegt að semja og samþykkja jafnframt lög um ábúð með sérstöku tilliti til sveitafél- aga sem landsdrottna, því að verði það ekki gjört, má búast við þvi að frv. þetta verði að ýmsu leyti meira til skaða eu bóta. Vafasamt þykir oss að rétt sé að ákveða, að eigi megi selja jörð úr sýslu, því að oft gæti það komið fyrir, að nágrannasýslu eða foæjarfélagi væri nauðsynlegt að eignast til al- anennra nota jörð úr annari sýslu eða sveit- arfélagi, en það getur hún ekki nema með því að gjörast fyrst ábúandi og er með öllu óvíst, hvort slíkt yrði gjörlegt í einstökum tilfellum. V. Frmnvarp til laga um breytingar og viöauka við lög um stofnun Ilœktunarsjóðs íslands. Eins og fyrirsögn frumvarpsins ber með ■sér leggur milliþinganefndin i landbúnaðarmál- um til, að lögunum frá 2. marz 1900 um stofn- un Ræktunarsjóðs íslands verði breytt nokkuð og þau aukin. Nefndin leggur til að lögákvæðið sé, að minsta kosti helmingur af vöxtum sjóðsins leggist ár hvert við höfuðstól. Hinum hlutan- um skal varið „til að verðlauna atorku, hag- sýni og ettirbreytnisverðar nýjungar í landbún- aði, og í annan stað styrkja menn til lífsábyrgð- arkaupa til viðbótartryggingar lánveitingum til ábýliskaupa“. — Eftir gildandi lögum sjóðsins skal verja vöxtunum, að svo miklu leyti sem þeir eru ekki lagðir við höfuðsfól „til verðlauna fyrir frábæran dugnað í jarðabótum“. Tillög- ur nefndarinnar ganga því út á að rýmka starfssvið sjóðsins, og er það í fylsta sam- ræmi við kröfur tímans, því auðsætt er, að jarðabætur eiga ekki fremur rétt til verðlauna af opinberu fé, en ýmsar aðrar þarflegar fram- kvæmdir og eftirbreytnisverðar nýjungar til eflingar búnaði, auk þess sem almennar jarða- bætur eingöngu eru til gagns jörðinni (nytj- endum hennar), er þær eru unnar á, þar sem aftur á móti ýmsar aðrar búnaðarframkvæmdir geta verið heilum héruðum eða jafnvel öllu landinu til stórmikils gagns. Bóndi sem t. d. framleiddi gott kúa kyn, ynni ekki einungis 3jálfum sér, nágrönnum sínum og sveitungum gagn, heldur og öllum þeim er fengju frá hon- um kynbótagripi, og öllum þeim er til þeirra gætu náð beinlínis eða óbeinlínis. Nefndin vill verja nokkrum hluta af vöxt- um Ræktunarsjóðsins til þess að styrkja menn til að kaupa lífsábyrgð, er þeir svo noti sem aukatrygging fyrir látium, er þeir fá til þess að kaupa fyrir ábýli sín. Þetta er nýmæli, er vér efumst ekki um að geti með tímanum, ei vel er áhaldið, hjálpað mörgum fátækum bóuda og grasbýlismanni til að eignast ábýli sitt, og sem vér hikum því eigi við að mæla með. Skiljan- lega má þó ekki verja miklu af ársvöxtum sjóðsins í þessu augnamiði vegna annara krafa og þarfa. Stofnfé sjóðsins vill nefndin láta verja „til lánveitinga til jarðabóta og hvers kyns at- vinnubóta við jarðyrkju11, og til lána „gegn öðrum veðrétti til ábýliskaupa, hvort heldur eru jarðir, eða grasbýli og þurrabúðir utan kaupstaða11. Hingað til hefir stofnfé Ræktunarsjóðsins aðeins verið lánað til jarðabóta, en nefndin vill að það sé einnig brúkað til þess að hjálpa mönnum til sjálfsábúðar, þannig að sjóðurinn lám' til viðbótar við það, sem fæst í öðrum lánsstofnunum út á fasteignir, svo mikið, að lán- takandi fái samtals út á ábýli sitt alt að '2/a söluverðs. Aukið starfsfé á sjóðurinn að fá við al- menna sölu þjóðjarða. Nokkuð dregur það og sjóðinn, þegar frá líður, ef útlánsvextir verða hækkaðir úr 3°/0 upp í 4°/0 eins og nefndin leggur til.

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.