Freyr

Årgang

Freyr - 01.05.1905, Side 4

Freyr - 01.05.1905, Side 4
36 FEEYR. Vér erum í fylsta máta samdóma nefnd- inni um, að lánveitingar til þess að efla sjálfs- ábúð, séu í anda Ræktunarsjóðslaganna. Aftur á móti virðist oss að veltufé sjóðsins sé og verði svo lítið að minsta kosti fyrst um sinn, samanborið við aðrar kröfur og þarfir, að ekk- ert verulegt verði afgangs til eflingar sjálfs- ábúðar. JÞjóðjarðir munu vera sem stendur nokk- uð á sjötta hundrað, og ef vér gjörum ráð fyr- ir að þær seljist allar á næstu 28 árum, nefn- ur sala Ræktunarsjóðsins andvirði 20 jarða áð meðaltali á ári. Sé nú hver jörð reiknuð á 1500 kr. að meðaltali, sem mun láta nærri, nemur hin ár- lega sala 30,000 kr.; þar af fengi sjóðurinn útborg- að yi0 hluta eða 3000 kr. á ári í 28 ár, er verja má til lánveitinga. Hinn hluti söluverðsins {9/10) 27,000 kr. afborgast á 28 árum með 6% eða rúml. 1600 kr. í>essi tegund tekna sjóðs- ins ykist því um 1600 kr. á ári þau 28 ár, er þjóðjarðasalan stæði yfir, og minkaði með jafn mikilli upphæð úr því, þar til andvirði allra þjóðjarða væri greitt að fullu í sjóðinn eftir 56 ár. I árslok 1902 var stofnfé Ræktunarsjóðs ins 152,749 kr., ársvextir 5816 kr. og afborg- un lána 5081 kr. Síðan hafa tekjur sjóðsins ekki vaxið sem neinu nemur. ílinu ári eftir að tillögur nefndarinnar væru gengnar í gildi yrði því útlánsfé sjóðsins samkvæmt ofanrit- aðri áætlun um 11,000 kr. og yxi með 1600 kr. á ári fyrstu 28 árin, auk nokkurra viðbót- arvaxta. Kröfur þjóðanna um sjálfsábúð byggjast á því, að reynslan sýnir að sjálfsábúðin eykur mjög áhuga á jarðabótum og öðrum nytsömum búnaðarframkvæmdum. — Með aukinni sjáifs- ábúð í landinu og vaxandi áhuga á jarðrækt fara kröfurnar um lán úr Ræktunarsjóðnum til ýmiskonar jarðabóta eðlilega vaxandi. Minna eu 10,0tX) kr. á ári má því ómögulega ætla til slíkra lána, eftir að tillögur nefndar- innar komast í framkvæmd, og þarf sú upp- hæð að aukast nokkuð ár frá ári samkvæmt því sem þegar er sagt. E>að fé sem Ræktun- arsjóðurinn kann að hafa aflögu til þess að lána mönnurn til ábýliskaupa, verður því svo lítið, að það dregur ekkert verulega. Nefndin hugsar sér þann möguleika, að' Ræktunarsjóðurinn gæti fengið lán úr Lands- bankanum, er sjóðurinn svo lánaði til ábýiis- kaupa, og sem eigi mætti vera dj’rara en 33/4 °/0. Yér höfum talað við bankafróðan mann um þetta atriði, er segir, að ekki geti komið til mála að nokkur banki láni fé með svo lágutn vöxtuin. Eina úrræðið er því, að landssjóður hlaupi hér undir bagga með Ræktunarsjóðnum, og Jáni lionum svo sem 25,000 kr. á ári í því skyni næstu 10 árin. Vextir af láninu mega ekki vera hærri en 33/4 °/0, ]JVí óhjákvæmilegt er, þegar starfssvið sjóðsins er aukið svo mjög, að sá eða þeir menn, er sérstaklega hafa á hendi útlánin, fái einhverja þóknun fýrir starf sitt. Þegar þess er gætt, að aðrar þjóðir hafa lagt fram og leggja fram stórfé úr ríkissjóð- um \neð vildarkjörum til þess að efla sjálfsábúð- í löndunum, verður það, sem hér er farið fram á, aðeins smáræði. Landssjóður getur sér að meiua litlu lánað féð og áhættan er engin, og þótt lánsupphæðin væri ekki meiri en að ofan er nefnt, yrði hún þó til að koma drjúgu skriði á ábýliskaupin til ómetanlegs gagns fyrir land- búnaðinn. Nefndin leggur til að Ræktunarsjóður láni til ábýliskaupa alt að 2/„ söluverðs. Hér vilj- um vér ganga feti framar og leggjum til að lánað sé alt að 3/4 söluverðs. Það skiftir mjög miklu fyrir átæka bóndann og frumbýlinginn, hvort hann getur fengið lán með góðum kjör- um útá 2/3 eða 3/4 kaupverðs ábýlisins. Ahætt- an fyrir sjóðinn er þar á móti mjög lítil, því með aukinni sjálfsábúð og greiðari aðgangi að hagfeldum lánum mundu jarðirnar liækka í verði og það mikið strax og frá liði. Samgöngur á Breiöafiröi. i. Hvernig er Breiðifjörður? Eáir firðir á landi voru eru blómlegri eða björgulegri en hann frá náttúrunnar hendi. Það er gamalt mál, að eyjar og sker séu þar ótelj-

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.