Freyr

Volume

Freyr - 01.05.1905, Page 7

Freyr - 01.05.1905, Page 7
FREYR. 39 verða fremur litlir. Þá verður þýðingarmesta verk bátsins að fá það sýnt og sannað, að fjörð- urinn sé ekki svo fárvænlegur sem margir ætla og að komast megi á gufubátum í hvern ein- asta hrepp kringum hann. Y. Er það kaupandi dýru verði? Það er svo dýrmætt, að trautt verður virt til peninga, því þegar sá vissa er fengin, má gjöra ráð fyrir, að fullnægjandi gufabátaferðir komist hér á og haldist jafnan síðan. í>á mun brátt sýna sig, hvað Breiðifjörð- ur og héruðin í kringum hann hafa i sér fólg- ið. Þá munu allir aðdrættir léttast stórkost- lega og verzlunin batna til mikilla muna. Þá munu lágu, dimmu lekagjörnu moldarkofarnir, sem herra Brúnn var að mála hérna um árið, og sýna á núna í Kaupmannahöfn, hverfa einn eftir annan og önnur bjartari og betri hýbýli koma í þeirra stað. Þá munu sveitirnar kring- um fjörðinn tengjast viðskifta og kunnleika höndum fremur en nokkru sinni fyr. Þá gætir strjálbygðar og einangrunar minna en hing- að til, og þá getur margskonar félagsskap- ur komist á, sem nú er annaðhvort ómöguleg- ur eða hjarir með hörmungum í stað þess að blómgast og blessast. Þá verður Stykkishólmur miðdepill verzl- unar og vöruflutninga um fjörðinn og sjálfkjör- inn höfuðstaður Breiðafjarðar. Hann verður höfuðból breiðfirzkrar menn- ingar eins og Elatey um eitt skeið var. Land- búnaður kringum Breiðafjörð mun taka allskon- ar framförum og eyjarnar á honum verðayrkt- ar eins og aldingarðar. Þá mun deyfðin og úrræðaleysið hverfa, en hugir manna og hend- ur hvetjast og styrkjast til dáðríkra framkvæmda. Þá mun sá tími koma aftur að Breiðfirðingar verði i tölu hinna röskustu og ráðsnjöllustu til allra farsællegra athafna. G-ufudal, ltí. marz 1905. Guðm. Guðm. Búnaðarsýningar 1904, 111. Sýningin við Biskvpstuncjnarétt. [Niöurlag.] BiskupstungumenD héldu sýningu 16. júnL Aðalsýningin var við Biskupstungnarétt ú vestri bakka Tungufljóts. Nautgripir og sauðfé úr Austurtungunni var þó haft á eystri bakkanum andspænis réttinni, en með hross var farið vfir fljótið. Yerðlaunaféð var 200 kr.; 100 kr. frá Bf. ísh, 30 kr. úr sýslusjóði og 70 kr. úr brepps- sjóði. Hæð verðlauna var svipuð og á Ilúsa- tóftasýningunni, á nautgripi kom tíO kr., á hross 48 kr. og á sauðfé 62 kr.; 20 kr. gengu í kostn- að við sýninguna. Sýningin hófst kl. 11‘/» f- m. og stóð til kl. 4 e. m. Veður var ágætt allan daginn. Af skepnum komu: 7 graðfolar, 16 hryssur, 5 naut, 28 kýr, 15 hrútar og 133 ær. A þessari sýningu kvað m6st að sauðfénu, það var vel fallegt sérstaklega ærnar, hrútar tiltölulega lakari. Elest var af fallegu fé frá Miklaholti; það fjárkyn er ullarmikið en að minu áliti of fínullað. Af hrossunum var rauð hryssa frá Ásakoti lang fallegust, stór, fallega vaxin og lýtalaus. Móálóttur foli frá Skálholti var og vel fallegur en fremur lítill. Hina fol- ið, sem fékk fyrstu verðlaun, var stórt og fall- egt og að sögn af góðu kyni. Hin nautin flest lítil og mikið lakari. Kýrnar voru flestar lag- legar, þó engin sem skaraði fram úr. Gæða- legastar voru rauð kýr frá Syðri-Reykjum og hvít kýr frá Brekku. Pyrstu verðlaun hlutu: Bergur Jónsson Skálholti fyrir móálóttan fola 4 vetra af 'reið- hestakyni, 50l/2” á hæð (12 kr.), Halldór Magn- ússon Alakoti fyrir rauða hryssu af áburðar- hestakyni 53” á hæð (10 kr.), Ingim. Ingimund- arson Reykjavöllum fyrir rautt naut 21/., árs (12 kr.), Grímur Einarsson Syðri-Reykjum fyrir rauða kú 10 vetra (10 kr.), Eiríkur Eiriksson Miklaholti fyrir hvítan hrút 3 v. (5 kr.) og hvíta á 4 v. (4 kr.) og Gísli Guðmundsson Kjarn- holti fyrir hvíta á 5 v. (4 kr.).

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.