Freyr

Volume

Freyr - 01.05.1905, Page 9

Freyr - 01.05.1905, Page 9
FREYR. 41 sýslusjóður lagði fram. Sýuiugin var aðeins fyrir iiross og nautgripi, enda var fó þá, að að kvíám undanteknum, komið á íjall. Sýningin var haldin á sléttri melgrund norð- austan við kirkjuna, þar grafnir niður staurar ■og slár negldar á, er gripirnir voru bundnir við. — Skepnur komu fáar, enda sýningin á ó- heppilegum stað, sýning fyrir alla sýsluna mik- ið betur sett í Hegranesinu. A sýninguna kom: •8 graðfolar, 35 hryssur, 2 naut og 8 kýr flest- ar af bæjunum í kringuin Sauðárkrók. Verð- laun voru mun hærri en á nokkurri af áður nefnd- um sýningum, fyrstu verðlaun f'yrir karldýr 24 kr. (jafnhá fyrir naut og fola), önnur verðlaun 16 kr. og þriðju verðlaun 8 kr. Eyrir kven- •dýr voru verðlaunin 15, 10 og 5 kr. Verð- launafénu var skift þanDÍg að á graðfola kom .56 kr., hryssur 130 kr., naut 40 kr. og kýr 35 kr., 39 kr. gengu í kostnað við sýninguna. Sýningin hófst á hádegi og stóð framund- ir miðaftau. Orsökin til þess að sýuingin tók ■óhæfilega langan tima borið saman við skepnu- fjölda, var sérstaklega sú, að ýmsir afsýnend- •um vanræktu að koma með skepnur sínar á réttum tíma, sumir komu jafnvel ekki með þær fyr en undir nón. Slík vanræksla má alls ekki líðast eftirleiðis, allar skepnur sem ekki koma á réttum tíma eiga að Vitilokast frá verðlaun- •um. Mikið tafði það og fyrir, að sumt af hross- unum voru ótemjur, sem langur tími gekk í að handsama. Þetta ætti eigi að koma fyrir aft- ur. Öll hross sem á sýningar koma þurfa að vera bandvön, annars er ekki hægt að skoða jþau og bera saman svo vel sé. -- Með hverj- um grip var afhent sýningarnefnd tvö lokuð umslög, í öðru var upplýsingar um gripinn, aldur, kynferði og s. frv. ásamt einkenni; sams- konar einkenni á gripnum var og í hinu um- slaginu, ásamt nafni og heimili eiganda. Síðar uefnda umslagið var ekki opnað fyr en dóm- nefndin hafði ákvarðað verðlaunin. Þetta var gjört til þess að fyrirbyggja að dómnefndif ,gætu við úthlutun verðlaunanua tekið tillit til eigenda gripanna. Eins og þegar er drepið á, voru það aðal- lega hross, sem komu á sýninguna, og er það .skiljanlegt, þvi með vissum rétti má segja, að Skagfirðingar skoði hrossin sem aðalbúpening. Rangt væri það að segja, að hrossin hefðu yf- irleitt verið ljót, en ef gengið er út frá — sem rétt mun vera — að þau hafi verið úrval úr þeim aragrúa af hestum, sem er í Skagafirði, verður þvi ekki neitað, að furðufá voru reglu- lega falleg. Viðimýrarfolinn, sem fékk önnur vorðlaun, var vel skapaður og lýtalaus en ekki nógu stór og auk þess ljós, sem verður að skoðast sem ókostur á kynbótahesti. Sumir hinna hestanna voru og rétt fallegir en eitthvað að þeim öllum. Hryssurnar voru yfirleitt roun betri en folarnir. Gráa hryssan frá Borgar- gerði var mjög falleg og af góðu og gömlu reiðhestakyni. Þá voru tvær stóðhryssur frá Víðimýri vel fallegar, sérstaklega sú bleikál- ótta, og ein rauð frá Hólum. Frá einum bæ í Skagafirði komu mörg hross á sýniuguna og voru sum þeirra mjög gæðaleg, en mörg af þeim voru svo horuð að dómnefndin sá sér ekki fært að veita þeim móttöku, hvað þá verð- launa þau. Almennastir gallar á hrossunum voru: of langur hryggur, kálfakné, útskeifír fætur, ljótir hófar lausir í sér. — Hrossin voru í stærra lagi, mun stærri en á Þverársýningunni. Sex graðfolar sem verðlaun hlutu, eínn 6 v. og fimm 4 vetra voru að meðaltali 502/3” á hæð. Af fimtán hryssum fullorðnum, sem verðlaun hlutu, var sú hæsta 53” og sú lægsta 493/„5% meðalhæð 514/3”. Um nautgripina er lítið að segja, þeir voru svo fáir og af svo litlu svæði að þeir gátu alls eigi skoðast sem sýnishorn af nautgripum í Skagafirði. Reynistaðanautið var fallegt og af góðu kyni í báðar ættir, en allt of feitt — eins og það væri fitað til slátrunar. Páfastaðanaut- ið var og laglegt en nokkuð lítið. Kýrin frá Sjávarborg var lagleg og áreiðanlega góð kýr, en Ijót í háralagi og fékk því aðeins önn- ur verðlaun, sem þó var naumast rétt. Hinar kýrnar var ekkert sérlegt við. Fyrstu verðlaunum fyrir fola var ekki útbýtt; önnur verðl. hlaut Þorv. Arason Víðimýri fyrir steingráan fola 6 v. 511/,,” á hæð (16 kr.). Fyrstu verðl. fyrir hryssur hlutu: Pétur Sigurðsson Borgargerði fyrir gráa reiðhryssu 9 v. 52” og

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.