Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.1905, Síða 11

Freyr - 01.05.1905, Síða 11
FREYR. 43 þreytta nautgripi til slátranar, enda verður nú eklti með öllu hjá þvi komist, að þeim verði ■örðug siðasta gangan, meðan samgöngufærin hjá oss eru ekki betri en svo, að sláturgripirn- ir verða að fara fótgangandi oft margar mílur til þess að komast á blóðvöllinn. En óþarfi er það samt að fara eins ómannúðlega með naut- in og raun ber vitni um oft og tíðum. Síðan kjötskoðunin byrjaði hér 1. apríl hefi ég alt of oft fengið sýnilega sönnun fyrir því, hvílíkar voðakvalir mörg af nautunum hafa orðið að taka út á leiðinni hingað og hversu harðýðgislega oft og tíðum hefir verið með þau farið. Eða hvernig halda menn að þeirri skepnu líði, sem rekin er áfram með harðri hendi, eft- ir að allir liðir á ganglimunum eru orðnir hálf- fullir af blóðugu slími, allar afisinar löðra i blóði í skeiðum sínum, vöðvarnir blóðrisa og bólgnir, eigi aðeins á útlimum heldur jafnvel stundum um allan kroppinn, og hryggurinn auk þessa alsettur blóðrisa ólarförum, stundum alla leið frá hala fram á háls? — Þeirri skepnu sem þannig er leikin hlýtur hver smá hreyfing að valda stórum þjáningum. Ferðasaga þessara pislarvotta mundi vera á þessa leið: Eftir að hafa staðið á sama básnum vetrarlangt án þess að hafa haft aðra hreyfingu en þær, sem útheimtast til þess að standa upp og leggjast niður, er nautið einn góðan veðurdag mýlt og teymt af stað. Af gleðinni yfir því að koma út undir’ bert loft fyllist það fjöri og ræður sér ekki fyrir gleði og gjörir þá fyrst í stað alt annað en að draga úr hreyfingum sínum; fjörið er þá oft svo mikið, uð nautið verður fremur til þess að teyma en að það sé teyint, og mun þvi þá einatt finnast fylgisveinar sínir lítt taumliprari en það sjálft reynist, er á liður ferðina. Smátt og smátt fer nú tuddi að „spekjast“, svo að linamáátaum- haldinu og gengur svo alt vel um hríð, svo að hvorugir þurfa aðra að toga. En svo fer tuddi að „letjast11 og ætti hann þá völ á, mundi hann óska sér aftur á básinn sinn, en nú er það ekki lengur hann, sem ræður ferðinni og því er haldið áfram um hríð án þess að nokk- uð sögulagt gjörist. Þó líður uú ekki á löngu þangað til „letin“ fer að ágjörast að mun, en ef tuddi gæti sagt frá, mundi hann þverneita því, að það væri af leti, að hann færi ekki hraðar yfir, sér væri miklu fremur svo örðugt um gang vegna þreytuverkja í skrokknum, einkum útlimum. En þar sem tuddi þegir, dæmist rétt að vera, að að honum gangi ekkert nema leti og bezt ráð við henni sé hæfíleg notk- un duglegs kaðalspotta með hnút á endanum. Hann fær nú ærlega hýðing og bregður við til að komast undan höggi, því að það er sárara en þreytuverkirnir, enn sem komið er. Verkir og eymsli í liðum og limum ágerast nú meir og meir og loks fer svo að tuddi á bágt með að bera fyrir sig fót; þá finst honum þó af tvennu illu séu kaðalhöggin ekki eins sár og hreyfingar þær, sem hann þarf að gjöra til þess að halda áfram bg tekur því það ráð að nema staðar, og sjá hvar setur. En þá er rétt- urinn aftur settur og tuddi dæmdur fyrir þrjósku, sem bezt læknist með því að láta hann finna betur til spottans, og í því skyni er hnýttur á annar hnútur og höggið ríður á; tuddi finuur nú meira til í baki en limum og því rólar hann af stað, en svo sækir aftur í sama horfið og eins þótt altaf sé bætt við fleiri hnútum og að lokurn verður sá er teymir þreyttur að toga tudda áfram, enda minkar ekki „kergjan11 og þá er ekki annað ráð betra en að binda hann í taglið og láta truntuna draga hann. A þennan hátt færist boli nær og nær aftöku- staðnum, er hann mundi óska, ef vit hefði á, að væri fram undan næsta fótmáli, því að nú finst honum sem hnífur standi í hverjum vöðva, nálar í sinum og broddar í liðum — og á blóðvellinum enda þjáningaruar og þar sést líka hvernig á „þrjóskunni11 hefir staðið. Með- ferðin er sannarlega blóðug og það i öllum skilningi. Svona er saga margra nautanna á síðustu göngu sinni og er hún alt annað en fögur, ekki ætla ég þó að hér sé um vísvitandi þrælmensku að tefla, enda ættu, ef svo væri, böðlarnir að fá að kenna á vendi hegningar- laganna. Oftast mun þessi óhæfilega meðferð að kenna ónærgætni og hugsunarleysi eða þá þeirri skaðlegu hugsunarvillu, sem víða bólar

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.