Freyr

Årgang

Freyr - 01.05.1905, Side 13

Freyr - 01.05.1905, Side 13
FREYR. 45 2. Stofnun kynbótabús fyrir sauðfé á Eljóts- dalshéraði, sem þégar eru stígin fyrstu spor- in til. 3. Rannsóknir á skilyrðum fyrir vatnsveiting- um 'í stórum s'týl á nokkrum stöðum, sem vel geta fjölgað. 4. AthuguD á skilyrðum fyrir stofnun rjóma- búa á Austurlandi. 5. Eramhald plæginga í' stórú’m stjd — félags- plægÍDgar. 6. Eélagsræktun á jarðeplum og fóðurrófum í stórum stýl. Leitað hefir verið aðstoðar Sambandsins af tveim slíkum félögum nú þegar. 7. Ráðsáfnanir til kynbóta á nautgripum og hestum. I þá átt liggja ávörp fyrir stjórn- inui nú þegar. 8. Ein aðal-gróðrarstöð á Héraði (liklegast á Eiðum), og smá gróðrartilraunir (Demons- trationsforsög) út uiri alt amtið, ein í hveij- um hreppi, þégar fram líða stundir. Til þess að koma aðalgróðrarstöðinni í gott lag kveðst Sambandið þurfa að fá hjá LandsbúnaðarfélagÍDU 4000 kr. á ári næsta fjár- hagstímabil, og auk þess mann lannaðan af því en búsettan fyrir austan, sem' fær er um að stjórna gróðrartilraunum og yfir höfuð að leið- beina Austfirðingum í búnaði. Yonandi er að búnaðarþingið sjái sér fært að verða við kröfum Sambandsins í aðalatrið- unum, þvi þar með standa eða falla að meira eða minna leyti þær framfaravonir, er Samband- ið hefir vakið, og sem meðal annars sjást á því að öil búnaðarfélög millum Horuafjarðar- fljóts og Sandvikurheiðar, að undanskildum tveimur, höfðu i iok febrúarmánaðar seinast liðið gengið í Sambandið. Búpeningssýningar 1905. Akveðið er að 13 búpeningssýningar verði haldnar í ár á ýmsum stöðum á landinu, og styrldr Landsbúnaðarfélagið þær með samtals 1595 kr. móts við jaÍD mikla upphæð frá hlut- aðeigandi héraðsbúum — búnaðarfélögum, sýslu- sjóðum og hreppsjóðum. Sex af þessum sýningum verða haldnar í Suðuramtinu, ein á Ægissíðu 5. júní fyrir vest- urhluta RaDgárvallasýslu (300 kr.), önnur 1 Sólheimatungu 7. júní fyrir Hrunamannahrepp' og Gnúpverjahrepp (300 kr.), þriðja í Klaust- urhólum 10. júní fyrir Grímsnes (200 kr.), fjórða við Olfusárbrú 12. júní fyrir Sandvíkur- hrepp, Hraungerðishrepp og Ölfus (300 kr.), fimta við Meðalfellsrétt 17. júní fyrir Kjósar- hrepp (230 kr.) og sjötta á Mannamótsflöt 10. júní fyrir Andakýlshrepp, Skorradal ogLund- arreykjadal (200 kr.). I Norðuramtinu verða haldnar 5 sjmingar, ein fyrir Svínavatnshrepp í Húnavatussýslu (160 kr.), önnur íyrir Hóla, Viðíkur og Rípurhreppa (300 kr.), þriðja fyrir Hofshrepp (100 kr.), fjórða fyrir Svarfaðardal (200 kr.),og fimta á Akureyri fyrir Eyjafjarðarsýslu (300 kr.) BÚDaðarsamband Austurlands heldur tvær sýningar fyrir Eljótsdalshérað, aðra á Egils- stöðum og hina við Steinsvað; verðlaunafé til beggja 600 kr., er skift verður millum þeirra eftir skepnufjölda. Tölurnar í svigunum tákna fé það, sem útbýtt verður til verðlauna á hverri sýning- unni um sig. Auk hinna ofannefudu sýninga, er Búnað- arfélagið styrkir, hafa félagiriu borist 4 beiðn- ^ r um styrk til búpeningssýninga, er það vegna fjárskorts sá sér eigi fært að sinna. „Rakstrakonan.“ Svo nefnir Sigurður Ólafsson, bóndi á Hellulandi í Skagafirði, áhald er hann hefir fundið upp og búið til. Það er ljár með á- fastri rakstragrind, er rakar heyinu í múga um leið og það er slegið með ljánum. Eigi verður þetta áhald uotað nema á sléttri jörð, en þar gefst það vel. Sigurður á Hellulandi hefir notað rakstrakonuna nú í 7 ár, og líkar mjög vel við hana, Hún kemur sér sérstak- lega vel á blautum engjum sléttum t. d. i for- um og flóðum. Piltar Sigurðar nota við slátt ljái27 þuml.

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.