Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.1905, Síða 14

Freyr - 01.05.1905, Síða 14
46 FREYR. á leugd, og er rakstragrindin fest við þá. Þeir slá raeð þessum útbúnaði 2 dagsláttur á dag á sléttri jörð eða „flám“. Vanalega „þurfa tvær röskar stúlkur til að raka þennan blett“, skrifar Sigurður mér, „en með rakstrakonunni dugar ein stúlka til þess, og þarf liún eigi að vera dugleg til að koma því af“. Er því auð- séð, að hún ávinnur 2 kr. á dag hverjum, sem nennir að brúka hana, því kaup og fæði stúlku má reikna 2. kr. á dag um sláttinn. Verulega útbreiðslu hefir þetta áhald ekki fengið enn sem koinið er, enda kvartar Sigurð- ur yfir því, hve menn séu tregir að taka hana upp og nota. „Rakstrakonan þykir þung i slætti“ segir Sigurður „en það fer af ef meuu venjast henni“. Annars er hún notuð á nokkrum bæjum í Skagafirði, og líkar flestum vel við hana. Menn ættu, þar sem svo hagar til, að engj- ar eru sléttar, að nota þetta áhald, því áreið- anlega sparar það eftirvinnu, en dregur ekkert úr slættinum þegar æfingin er fengin. Rakstrakonan er til sýnis ásamt fleiri verkfærum í Gróðrarstöðunni, og geta þeir sem vilja séð hana þar. S. S. Islandska Foder- och Betesváxtar II. Eft- ir Stefán Stefánsson og H. G. Söderbaum. Stokkhólmi 1904. £>etta er annar partur af riti þessara tveggja manna um íslenzkar fóð- ur- og beitiplöntur, sem birtist í skýrslum hins konunglega visindafélags í Stokkhólmi. Eyrri hlutinn er prentaður í Búnaðarritinu 17. ár og væntanlega kemur þessi þar líka. I fyrra hlutanum voru teknar hinar þýð- ingarmestu fóðurjurtir; þessi ræðir um aðrar þýðingarminni en flestar eru þó annaðhvort al- gengar í slægju- eða beitilöndum. I skýrslunni eru þessar tegundir taldar: Varpasveifgras, fjallasveifgras, varpakorn- puut;ir, hálmgresi, finnungur, ilmreyr, fjalla- faxgias, hvassanál, móasef, vallhumall, smári, um&ðmingsgras, túnsúra, kornsúra, vegarfi (mús- areyia), gulmaðra, horblaðka, engjarós, fjall- dalaí'ifill, skarifífill, jakobsfifi.il, loðvíðir, grávíð- ir, grasvíðir, beitilyng, sauðamergur. Eins og vænta má eru þessar ritgjörðir Stefáns bæði gagnlegar og fróðlegar; tegund- unum er lýst ljóst og nákvæmlega, skýrt frá í hverskonar jarðvegi þær helzt vaxi, hvaða álit almenningur hafi á þeim til fóðurs o. s. frv. Þetta rit ætti sérstaklega að vera kærkomið þeim, sem hafa þau störf á hendi, að leiðbeina almenningi í jarðyrkju. Smælki, Tala búpening'S i Banmörku. Nýlega er út komin í Danmörku skýrsla um tölu búpenings þar 15. júlí 1903. Slíkar skýrslur eru teknar þar 5. hvert ár, og skulum vér setja hér aðaltölurnar úr þrem síðustu skýrslunum: 1893 1898 1903 Hestar . . 410,639 449,329 486,935 Nautgripir . 1,696,190 1,744,797 1,840,466 Sauðfé . . 1,246,552 1,074,413 876,830 Svín . . . 829,131 1,168,493 1,456,699 Geitfé . . 25,266 31,822 38,984 Hænsni . . 5,855,999 8,766,882 11,555,332 Sjeu tölurnar bornar saman, sjest að hest- um hefur stöðugt fjölgað og nemur fjölgunin á 10 árum 76.296 eða framt að fimtungi. A sama tímabili hefur nautgripum fjölgað um 144.276 eða nálega um l/12 Sauðfé hefur aftur á móti um mörg ár farið fækkandi, en aldrei eins mjög og síðustu 10 árin, er fækkunin nemur 369,722, eða næst- um þriðjungi. Svinum hefur fjölgað um 627,568 og nem- ur fjölgunin rúmlega s/t á þessu 10 ára bili. Geitfé fjölgaði um 13.718 á sama tímabíli. Tala hænsnanna hefur nær því tvöfaldast, þar sem fjölgunin neinur 5,699,333, og sýnir það, hvaða álit Danir hafa á hænsnarækt. Af Evrópu-þjóðunum eru Irar einir gripa- fleiri en Danir, þegar miðað er við lólkstöluna; en sé miðað við flatarmál landanna er gripa- eignin álíka á írlandi og Danmörku. Yerðlag- snijörmatsnefndarlnnar. ia/3 ’05. Bezta Biujör 30/ ___ ________ _______ /3 Vi - - ‘74 - - 95—96 kr. 100 pd. 93—94 — — — 89 -90 — — — 89-90 —----------

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.