Ljósmæðrablaðið - 01.01.1969, Síða 5
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ
5
allt var lokað. Ekkert flug, engar járnbrautalestir, engir
langaferðabílar — enginn möguleiki. Þegar vel er að gáð,
finnast oftast leiðir, og svo fór í þetta sinn. Góðvinur
minn, forstjóri Ferðaskrifstofunnar Panorama í Brighton
á Suður-Englandi, þurfti að koma hóp járnbrautarstarfs-
toanna til Spánar. Venjulega sendi hann þá með járnbraut-
arlest alla leið til Spánar um París, en nú var sú leið lokuð,
eins og að framan segir. Fólkið varð að komast suður á
bóginn, svo leið varð að finna. Með nokkurra klukku-
stunda fyrirvara fékk ég að vita, að málin höfðu leystst,
fólkið færi og ég mætti fljóta með, ef ég vildi, mér að
kostnaðarlausu.
Lestin brunaði af stað frá Victoria stöðinni í því feg-
hrsta veðri, sem Stóra Bretland sýndi mér þessa fjóra
Qiánuði. I Folkstone beið svo ferjan, sem átti að flytja
°kkur til Frakklands. Allt var á ringulreið. Þetta var eina
°Pna leiðin til Frakklands, og fólk kom aðvífandi úr öll-
Urn áttum, miklu fleira en ferjan gat tekið. M. a. var
þarna fólk, sem var að koma úr Ameríkuferð og hafði
tekið land í Le Havre, þar sem það var kyrrsett, fékk
ekki að fara í land. Með einhverjum ráðum hafði nokkrum
^ekizt að sleppa til Englands og voru nú komnir þarna í
^rðafötunum einum, þreyttir og illa haldnir.
Eftir margra klukkustunda töf fór ferjan loks af stað,
°S til Calis komum við eftir þægilega siglingu. Aftur hófst
Svo baráttan fyrir vesalings fólkið að finna leiðir, til að
komast heim til sín. Oft hefur mér dottið í hug, hvernig
Því hafi vegnað. Panorma hafði einhvern veginn tekizt
að útvega langferðabifreið fyrir sitt fólk, sem hélt áfram
£egnum París til Spánar. Löng ferð og erfið.
var orðið dimmt, þegar við komum til Parísar.
essi borg, sem er venjulega iðandi af lífi og fjöri, var
Uu hljóð og dapurleg. Varla sást hræða á götum úti. Illa
uÞplýstar götur með ræsi, full af sóðaskap og fjöll af
rasli og matarafgöngum framan við hvert hús. Það var