Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.01.1969, Blaðsíða 10

Ljósmæðrablaðið - 01.01.1969, Blaðsíða 10
10 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ Lengstur meöalaldur Islenzkar konur eru taldar hafa lengstan meðalaldur í heiminum eða 76 ár. I öðru sæti eru norskar konur, sem lengi vel voru í efsta sæti, ásamt Svíþjóð, Hollandi, Frakk- landi og Ukraniu. Manntalsskrá Sameinuðu þjóðanna gefur þessar upp- lýsingar. Þar stendur einnig að jarðarbúar hafi á miðju ári 1967 verið 3.42 milljarðar talsins og hafi fjölgað um 65 milljónir frá árinu á undan. Mun því láta nærri að 180 þúsund börn hafi fæðst á hverjum degi þetta ár. Um % hlutar jarðarbúa lifa eða öllu heldur draga fram lífið í vanþróuðum ríkjum. Ljósmæðrablaðinu berst af og til enska blaðið „International Planned Partenhood News“ — Alþjóða fjölskylduáætlun — og er þar margt athyglis- vert að finna. Það mun nú almennt viðurkennt að offjölg- un mannkynsins getur orðið skelfilegt vandamál á næstu árum og þekktur amerískur næringarsérfræðingur pró- fessor Georg Borgström, sem haldið hefir fyrirlestra víðs- vegar á Norðurlöndum að undanförnu, sagði m. a. ,,Ef ekki verður gripið til sérstaklega róttækra ráðstafana mun í heiminum verða ólýsanleg hungursneyð innan 10—- 20 ára.“ Á næstu 10 árum eykst íbúafjöldi heims um milljarð og jafnvel þótt öllum tiltækilegum ráðum verði beitt til varnar munu 6 milljarðar manna þurfa á mat að halda um næstu aldamót árið 2000. Þar af munu % búa í vanþróuðum hlutum heims við skort og vansæmandi lífskjör. Eins og kunnugt er hefir páfi nú bannað með öllu getn- aðarvarnir, og ofbýður jafnt trúuðum sem vantrúuðum að milljónir manna skulu dæmdar til að hlaða niður

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.