Ljósmæðrablaðið

Ukioqatigiit

Ljósmæðrablaðið - 01.01.1969, Qupperneq 12

Ljósmæðrablaðið - 01.01.1969, Qupperneq 12
12 LJÓ SMÆÐR ABLAÐIÐ Alþjóða Ijósmœðraþing í Chile Það er nú þegar ákveðið að næsta alþjóðaþing ljósmæðra verður haldið dagan 15-—22 nóvember 1969 í Santiago í Chile. Þótt nógur tími virðist til stefnu, er þess getið í Norð- urlandablöðum ljósmæðra að mjög mikils virði sé, að væntanlegir þátttakendur gefi sig fram eins fljótt og unnt er. Ef nokkur veruleg þáttaka verður áætluð frá Norð- urlöndum fást sérlega hagstæð fargjöld með enskri ferða- skrifstofu Convoys Ltd, sem býður 16 daga ferð með við- komu í Argentínu og Brasilíu. 1 tilboðinu felst flugferð (frá Kaupmannahöfn t. d.) með þotu, hótel með morgun- verði á tveggja manna herbergi með baði, hádegis- verður, drykkjupeningar, ferðaskattur, smáferðir í Buen- os Aires og Rio de Janeiro ásamt flutningi til og frá flug- höfnum. Áætlað verð frá Kaupmannahöfn er d. kr. 6.560.—, og mun það vera talið óvenju hagstætt. Það skal ekki dregið í efa að forvitnilegt mun vera fyrir fslendinga að koma á svo fjarlægar slóðir. Þær ljósmæður, sem telja sig hafa möguleika á þessari ferð eru vinsaml- ega beðnar að hafa samband við frú Kristínu Tómasdóttur yfirljósmóðir, Fæðingardeild Landspítalans. J. J.

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.