Ljósmæðrablaðið - 01.01.1969, Síða 18
38
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ
nýrnameðferðin hefir í för með sér. Ungur íslenzkur
læknir, sem stundað hefir framhaldsnám í Svíþjóð, Þór
Halldórsson, kom frá útlöndum til þess að sjá um
sjúklinga þá er meðferð hlutu í gervinýranu á Landsspítal-
anum, þar sem hann hafði aflað sér sérþekkingar á þessu
sviði. Mun hann nú vera farinn aftur til Svíþjóðar, en er
væntanlegur hingað til búsetu, ásamt konu sinni frú Auði
Ingólfsdóttur og börnum þeirra snemma á þessu ári. Þór
tók mjög vinsamlega í tilmæli mín að kynna framfarir í
vísindagrein sinni lesendum Ljósmæðrablaðsins, og hefir
nú lofað að rita grein um þetta sérstaklega fyrir blaðið.
Þess má geta að móðir hans er Jóna Jónsdóttir ljósmóðir,
Laugateig 54 hér í borg. Greinin mun væntanlega birt-
ast í næsta tölublaði.
Jöhanna Jóhannsdóttir.
ORÐSENDING
TIL
LJÓSMÆÐRA
Ákveðið er að mimiast 50 ára afmælis Ljósmæðra-
félags Islands, 30. eða 31. maí. Jafnframt verður
aðalfundur félagsins haldinn.
Á dagskrá fundarins verða auk aðalfmidastarfa
lagabreytingar o.fl. mál. Allt nánar auglýst síðar.
Æskilegt væri að sem flestar ljósmæður sæju sér
fært að koma til fundarins og taka þátt í afmælis-
hófinu.
Stjórnin.