Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.01.1972, Blaðsíða 4

Ljósmæðrablaðið - 01.01.1972, Blaðsíða 4
4 LJÖSMÆÐRABLAÐIÐ undan Lister og löngu áður en Koch sannaði, að sýklar gætu valdið dauða. Semmelweiss fann smitunarleiðir barnsfararsóttarinnar og fann varnarráð gegn henni. Hann tók eftir því, að þær mæður, sem fæddu fljótt eða á leið til sjúkrahússins og voru ekki rannsakaðar, sluppu frekar lifandi en hinar, sem lengi voru í fæðingu og oft skoðaðar. Einnig voru mun færri dauðsföll á deild ljós- mæðranna, heldur en hjá læknunum, sem komu beint úr líkskurðarstofunum á fæðingardeildina. I maí 1847 byrjaði Semmelweiss að nota klórkalkupp- lausn til handþvotta. Við þetta lækkaði dánartala mæðr- anna á deild hans á árinu 1846 úr 459 í 45 á árinu 1848. Hann áttaði sig einnig, reyndar eftir hörmulegt slys, að ekki var aðeins um ,,líkeitrun“ að ræða, heldur gat blóð- eitrunin borizt frá einni konu til annarrar. Hins vegar datt honum ekki í hug, að læknar og ljós- mæður með hraustlegt útlit gætu verið smitberar. Þann 12. ágúst 1865 gerði Lister fyrsta uppskurðinn með smitgát, sem varnaði dauðanum að læðast að utan frá. Þann 17. ágúst það ár dó Semmelweiss úr blóðeitrun. Hann hafði hruflað sig ofurlítið á fingri við síðasta upp- skurðinn, sem hann framkvæmdi. Þannig varð hans erki- óvinur honum sjálfum að bana. Hvað varðar okkur nú um þetta, sem skeði fyrir meira en hundrað árum? Nú höfum við penicillin, penbritin, orbenin og öll þessi ágætu sýklalyf. Jú, víst er um það, en samt höldum við áfram að sjá sjúkdóma og dauðsföll af völdum sýkla. Sem dæmi um, hvað smitgát getur gert mikið, má nefna að á einni fæðingardeild í Chicago var aðeins 1 dauðsfall meðal 25212 kvenna af völdum barns- fararsóttar — og þetta var fyrir daga sýklalyf ja. Reyndar valda keðjusýklar ekki miklum usla í dag. Næmi þeirra fyrir penicillini hefur haldizt, en því miður er ekki sömu sögu að segja um klasasýkla. Þeim hefur mörgum tekizt að verja sig gegn penicillíninu. Einnig fer

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.