Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.08.1925, Page 12
38
T I M A R IT V. F. I. 1925.
Lýsing á strandvarnarskipi íslands.
Skipið er að lengd 155’0“, breidd 27’6“, dýpt 15’9“, vjelum og nægir hvor þeii’ra til fullkominnar lýsing-
ristir með 215 smálesta þunga (145 smál. kola, 50 ar, loftskevta og varpljósa. Varpljósin verða 2, ann-
smál. veitivatns, 20 smál. neytsluvatns, vistum og að ofan á stýrishúsi og hitt á bátaþilfari. það er enn
skipverjum) 13’4”, alt talið í ensku máli. Ilraði skips-
ins með þessum þunga á að vera 13V4 míla ensk.
Skipið verður mjög áþekt stórum togara, svo sem
sjest á myndinni, með einu þilfari og hvalbak fram-
an á. Skipið á að fullnægja byggingarkröfu enska
Lloyds með flokksmerkinu 100 A 1 og skal allur
skrokkurinn vera 10% efnismeiri, en síðustu ensku
reglur heimta.
Stafn skipsins á að vera sjerstaklega sterkur, til
þess að þola ís og fullnægja í því efni kröfu German-
ischer Lloyd. Einnig á skipið að fullnægja kröfu
danskra skipaskoðunarlaga.
Frá kyndistöð nálega miðskipa fram að skotfæra-
rúmi er tvöfaldur botn til vatnsgeymslu, sumpart til
kjölfestu og sumpart til veitivatns á ketilinn. þilfar
alt er úr stálplötum, en klætt með 21/2” þykkum plönk-
um úr rauðfuru. Bátaþilfar nær yfir allan afturhluta
skipsins.
Vjelin er þríþensluvjel, 1100 hestafla, og katlar 2.
Er eimþrýstingur 14 kg. á nrt. Vjelin er útbúin með
Schmits yfirhitun og á að vera mjög sparneytin, nota
aðeins 0,6 kg. á hestaflsstund, en það samsvarar 14,4
smál. á sólarhring með fvistu ferð. Gert er ráð fyrir
að skipið noti að meðaltali um 7 smál. enskra kola á
sólarhring. Til Ijósa er skipið útbúið með tvennum
óráðið, hver gerð verður valin á loftskeytaumbún-
aði. I stýrishúsinu verður mælir til þess að ákveða
fjarlægð skipa frá landi. Skipið hefir og tæki til þess
að vara við grynningum. Eru tæki þessi þannig, að
þau vara við sjálfkrafa með klukkuhringingu, ef
skipið nálgast grunn. Til dýptamælinga eru áhöld
knúin með rafmagni. Skipið verður vopnað með
tveimur 47 mm. fallbyssum; verður önnur á hval-
bak en hin á bátaþilfari.
Skipinu fylgja 2 bjargbátar og er annar þeirra með
vjel; sömuleiðis fylgja vikabátar vel búnir.
Vistarverur skipverja eru allar rúmgóðar og vel
búnar, t. d. eru 2 baðklefar fyrir skipstjóra og aðra
yfirmenn, og steypubaðsklefi fyrir skipshöfnina. 2
farþegaklefar eru og í skipinu.
Gert er ráð fyrir að skipverjar verði 25, þar af 4
stýrimenn.
Skipið er vel búið ýmiskonar hjálparvjelum og til
alls vandað. það er smíðað hjá Köbenhavns Flyde-
dok & Skibsværft og á að vera fullgert í miðjum júní
næstkomandi. Umsamið verð er um 500 þús. dansk-
ar krónur, auk loftskeytatækja, skotvopna og leiðar-
tækja.
Ráðunautur stjórnarinnar við skipakaup þessi hef-
ir verið Ól. Sveinsson vjelfræðingur.
Prentsmiðjan Acta
1926.