Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.07.1926, Qupperneq 10
28
T í M A R I T V. F. í. 1926
Aluminiumiðnaðurinn í Noregi.
Á næsta ári er aluminiumvinslan 100 ára gömul.
Var það þýskur maður, Wöhler að nafni, er fyrstur
bjó til hreint aluminium og voru á því miklir örðug-
leikar þá. Síðan hafa orðið miklar endurhætur á
vinsluaðferðunum, svo að nú eru unnin rúm 200 þús.
tonn árlega, er kosta 2.70 kr. hvert kg. En fyrir 40
árum var árleg vinsla ekki nema 30—40 tonn, og
var verðið þá um 90 kr. hvert kg.
Orsökin til þess að aluminium fanst ekki fyr en
þetta, er sú, að málmurinn hefir svo mikla tilhneig
ingu til þess að sameinast súrefni, og er svo fast
bundinn því, að miklar framfarir þurfti áður i efna-
fræði, til þess að takast mætti að skilja þessi efni
sundur.
Enn er það svo, að ekki verður notuð önnur stein-
tegund en bauxit til aluminiumvinslu, enda þótt alu-
minium sje til í fjölmörgum jarðlögum og steinteg-
undum. Bauxit steintegundin er lireinsuð og losuð
við alt járn, kísil, títan o. fl., og fæst þá úr henni
hreint, hvítt duft; er það aluminium-súrefnissam-
band. Til þess að leysa þetta samband, þarf mjög
mikla orku. parf 5 árshestafla orku til þess að vinna 1
tonn aluminiums.
pess vegna hefir aluminiumvinslan vaxið hröðum
skrefum í Noregi, enda þótt flytja þurfi inn hráefnið,
en það nægir, að vatnsaflið er ódýrara en víðast hvar
annarsstaðar.
pað voru útlendingar, sem í þessu efni sáu kosti
vatnsaflsins norska og hófu aluminiumvinsluna þar.
British Aluminium Co. byrjaði árin 1906—08 nálægt
Kristianssund S. og við Stangfjörð í Norðfirði. pessi
iðjuver starfa enn og vinna nú orðið yfir 3000 tonn
árlega. Er ætlunin, að auka fyrra verið svo, að fje-
lagið komist upp i 4000 tonna vinslu árlega.
Árin 1914—16 voru reist tvö iðjuver til aluminium-
vinslu, annað í Eydeliöfn við Arendal en liitt í Tysse-
dal í Harðangri. Var það norska nítriðfjelagið, sem
átti verin, en fjeð var franskt. 1 Eydehöfn eru unnin
5000 tonn árlega og í Tyssedal 10000 tonn.
Enníremur er norska aluminiumfjelagið i Höy-
angri, er bygði ver sitt 1916—19 og er nú með 6500
tonna vinslu.
AIIs eru notuð 125000 hestöfl í Noregi til alumin-
íumvinslu og unnin árlega 25000 tonn sem eru út-
flutt að mestu leyli.
Ennfremur er i ráði að stöðvarnar i Kinsarvik með
116000 hestöfl og Glomfjord með 75000 hestöfl noti
aflið til aluminiumvinslu. Vex þá vinslan um 40000
tonn eða nærri þvi þrefaldast. Auk þess er nú byrjað
á að vinna úr málminum innanlands, í stað þess að
flytja hann allan út óunninn; var það norska alumin-
iumfjelagið er fyrst bygði smiðju sína árið 1917 við
Holmestrand. Eru þar smíðuð eldhúsáhöld, beröld og
allskonar tæki önnur. Siðan hafa risið upp nokkrar
aðrar smiðjur; smiða þær allar úr norsku aluminium.
Útflulningur hefir síðasta ár verið 20000 tonn fyr-
ir 55 og 60 miljónir króna og verður væntandega á
næstu árum 100 miljónir ef ekki 150 miljónir króna
árlega.
(pýtt úr Teknisk Ukeblad).
Ný rafmagnsklukka.
Úrsmiðjan Laplace í Tschekoslovakiu, er farin að
smíða nýjar klukkur eftir einkaleyfi Michl’s. Ganga
þær fyrir rafmagni, þannig að lítill synkronmótor
knýr þær og er snúningafjöldi hans færður, með
tannhjólum og skrúfum, ofan í 1 snún. á klst. Mót-
orinn gengur samfasa við vjelar rafstöðvarinnar,
sem verða að vera riðstraumsvjelar, og þarf því að
sjó um að riðfjöldi þeirra haldist jafn. Er til þess
settur upp i stöðinni sjerstakur stillir, er það stunda-
mælir (kronometer) í sambandi við motorklukku.
Snúa þau hvor sínum stundavisinum. Sje meðalrið
vjelanna rjett ganga báðir vísar eins, en annars
verður að stilla rið vjelanna þangað til mótorklukkan
gengur eins og stundamælirinn. Stundamælinn má
gera skrifandi og sjálfstillandi. Má útbúa þetta svo
nákvæmt að skekkjan verður aldrei yfir örfáar sek-
úndur. Klukkumótorinn tekur ekki nema 2/10 wött.
Klukkumótorinn hefir sjerstakan, sjálfvirkan
ræsingarútbúnað, sem jafnframt sjer um að mótor-
inn hvorki sveiflist í gangi nje falli úr fasi. Sveifarafl
mótorsins, sem verkar á klukkuásinn, er meira en á
nokkurri annari klukku, er því nægur kraftur til þess
að draga upp fjaðrir eða lóð til þess að knýja slag-
verk, hringingarverk og þ. h. og til þess að halda
klukkunni í gangi, þótt straumurinn hverfi um stund-
arsakir.
1 Tschekoslovakiu er alment 1‘arið að nola þessar
klukkur og nú er verið að gera tilraunir með þær
við rafstöðina í Postdam. Hafa þær tilraunir gengið
vcl, það sem af er. Sumstaðar þar, sem farið er að
nota þessar klukkur, eru það stöðvarnar, sem leigja
Iþær út, líkt og mæla, en annarsstaðar taka notend-
urnir þátt í kaupunum.
(Pýtt).
FjelagsprentsmiÖjan.