Neisti - 20.02.1983, Blaðsíða 5

Neisti - 20.02.1983, Blaðsíða 5
NEISTI 5 PÚNKTAR Dr. Jón Sœmundur Sigurjónsson: Dæmalaus ferill sjávarútvegsráðherra • Á meðan verkafólk var rekið úr störfum hjá S.R. á Siglufirði lá skýrsla nokkur í skúffu sjávarútvegsráðuneytisins og rykféll. Þar greinir frá, að á næstu árum verði þörf fyrir jafnvel þúsundir tonna af fóðri fyrir eldislax og -silung. Dr. Björn Dagbjartsson sagði á Fjórðungsþingi Norðlendinga í haust, að það sé mjög líklegt, að fljótt verði hagkvæmt að framleiða þetta fóður innanlands og ef skynsemi fái að ráða, á aðeins einum stað. Siglufjörður (SR) hefur ýmislegt upp á að bjóða í þessu sambandi, s. s. nægilegt húsrými,_ vinnuafl og sumt af hráefnum: fiskimjöl, lýsi og rækjuúrgang. • Á ýmsu miður góðu gekk hjá lýsis- og mjölframleiðendum á síðasta ári. Birgðir hlóðust upp og markaðsörðugleikar voru gífur- legir. Ástæðan var undirboð af hálfu Chile og Perú og minni að- drættir í markaðslöndunum. Eitthvað var þó farið að rofa til undir lok ársins. % Árið 1982 var algjört metár hjá Sölustofnun lagmetis bæði í magni og verðmætaaukningu. Mesta söluaukningin varð í rækju, þorsk- lifur, kavíar og reyktum síldarflökum. Bæði varð mikil aukning á hefðbundnum mörkuðum, en einnig tókst að selja til nýrra mark- aðslanda, m. a. til Persaflóa og Taiwan. • Allveruleg söluaukning, eða um .54%, varð hjá Iceland Seafood Ltd. í Bretlandi þetta árið segir í Sambandsfréttum. Fyrirtækið er í eigu SÍS. • Á sama tíma og Norðmenn hafa verið að byggja upp fiskeldi og þá sérstaklega eldi laxfiska hjá sér sem stóratvinnugrein, hefur for- usta islenskra sjávarútvegsmála sofið á verðinum. Þar eð útséð er um að nokkuð jákvætt komi frá sjávarútvegsráðherra í þessum efnum, verður Alþingi að taka frumkvæðið og setja heildarlöggjöf um fisk- eldi á íslandi, sem eina grein sjávarútvegs eða jafnvel landbúnaðar. Þetta hefði í för með sér aukna lánsmöguleika og stuðning af hálfu hins opinbera. • I athugun og úrvinnslu hjá Verkfræðistofnun Háskólans er sjálf- virkt tilkynningakerfi fyrir íslenska fiskiskipaflotann sem getur fylgst með einstökum skipum þannig, að vart verði við ef hættu- ástand skapast, aflað og veitt nákvæmar upplýsingar um stað- setningu flotans hverju sinni, fundið nærstödd skip ef slys ber að höndum, sent viðvaranir til skipa á tilteknum svæðum og yfirhöfuð fylgst með öllum ferðum fiskiskipaflotans á miðunum umhverfis landið. 0 Frjálst fiskverð, sem myndast á uppboði aflans á hafnarbakk- anum að erlendri fyrirmynd, er skringilegur skrípaleikur þegar haft er í huga, að lang flest skip og bátar leggja upp hjá eigendum sinum. Fiskverðsákvörðun á að vera samningsmál aðila sjávarútvegsins. Steingrímur Hermannsson er hins vegar búinn að teygja ríkisvaldið inn í þetta langtum meira en áður þekktist og eðlilegt getur talist. • Mikillar reiði gætti í röðum sjómanna eftir síðustu fiskverðs- ákvörðun og kom jafnvel til álita að draga fulltrúa sjómanna út úr Verðlagsráði. Samt sem áður varð sú skoðun ofan á, að meðan hlutaskiptakerfið sé við lýði, sé nauðsynlegt að hafa fulltrúa i ráðinu. Menn vildu þó stokka þetta upp, þannig að komið verði í veg fyrir að sjómenn beri skarðan hlut frá þorði eins og hingað til. % Jóhann E. Kúld: Þegar um það er að ræða að taka hámarks aflamagn úr þorskstofninum, þá tel ég hiklaust að beita beri í vax- andi mæli þeim veiðiaðferðum sem skila verðmætustum afla á land, en draga hins vegar úr hinum. En þá eru auknar þorskveiðar á línu hvað áhrifamestar til að auka fiskgæði og þar með verðmæti aflans. • Þrívegis hefur sjávarútvegsráðherra gefið sjómönnum fyrirheit um að fella niður olíugjaldið. Hann gerði það skömmu eftir að stjórnin var mynduð. Hann gerðiþað 1981 og einnig 1982,þannigað menn máttu ganga út frá því í skjóli fenginnar reynslu, að olíugjaldið yrði ekki heldur fellt út nú. Maðurinn virðist aldrei geta staðið við það sem hann segir. • Tíminn hafði það eftir Steingrími Hermannssyni í forsíðufyrir- .sögn rétt fyrir jól, að gengisfelling krónunnar kæmi alls ekki til greina í sambandi við fiskverðsákvörðun. Á gamlaársdag spurði fréttamaður útvarps Steingrím, hvort hann væri enn sama sinnis, en þá hafði Steingrímur lagt til 14% hækkun fiskverðs og útflutnings- gjald. Svarið var: „Það er nú hægt að fella gengið án þess að ég samþykki“. Þann 4. janúar er síðan forsíðufyrirsögn Tímans: „Gengið fellt um 9% í kjölfar nýs fiskverðs“. Og formaður Fram- sóknarflokksins segir þar orðrétt: „Það þurfti náttúrlega að liggja fyrir, áður en fiskverðsákvörðun var tekin, hvort fiskvinnslunni yrði bættur skaðinn eða ekki, og það er vægast sagt erfitt að bæta henni þetta, nema til komi gengisfelling eða gengissig“. Svo mörg voru þau orð. 0 Steingrímur hefur samt ekki verið útnefndur grínisti ársins. Til þess er hans ferill of dæmalaus. Þá nafnbót hlaut hins vegar útgerð- armaður Þórshafnartogarans fræga er hann hélt togara sinn þann eina sem hefði staðið í skilum. Hann hafði þá aðeins greitt 1.6 milljónir af þeim 8.4 milljónum, sem honum bar að standa skil á. Aflaverðmæti skipsins nam hins vegar aðeins 8,2 milljónum á sama tíma. Framhald af 1. síðu metaflaár í sögu Islands, en svo ' kemur hrunið á síðasta ári, þegar þorskaflinn minnkar um 20% frá fyrra ári. Samt er þetta þriðji mesti þorskafli sem borist hefur á land á einu ári. Þannig hefur þessi ríkisstjórn búið við bestu aflaár íslandssögunnar. Og það byggist allt á rányrkju- 'stefnu sjávarútvegsráðherra. Til allrar hamingju fer vonandi að sjá fyrir endann á ráðherra- tíð hans, áður en honum tekst að gera endanlega út af við þorskinn líka. SKIPAINNFLUTNINGUR 20% minnkun á afla aðeins einnar tegundar er aðvörun sem verður að taka alvarlega. Það má ekki henda okkur einn ganginn enn að láta rányrkju- stefnuna ráða. Því ef þorskinn þrýtur, þá er ekki einungis ríkisstjórnin á þrotum, eins og hún þegar er, heldur þjóðarbú- ið allt. Nú er það svo að þessi 20% minni afli hefur alls ekki haft minni tilkostnað í för með sér. Aldrei hafa jafnmörg skip sótt í þorskinn og á síðasta ári. Það voru ekki einungis loðnuskipin, sem nú var beitt á þorskinn, heldur og fjöldi þeirra nýju togara og skipa, sem sjávarút- vegsráðherra hefur leyft inn- flutning á. íslendingar áttu stóran og góðan togaraflota er þessi rík- isstjórn tók við, flota, sem átti Dr. Gylfi Þ. Gíslason: ‘ auðvelt með að veiða það afla- magn sem leyfilegt var hverju sinni. Allur sá fjöldi togara og skipa sem Steingrímur hefur siðan bætt við, sem nemur um 2.300 lestum, hefur aðeins verið til óþurftar fyrir þjóðarbúið. greiðslur á olíu, skrapdagar, gengisfelling við fiskverðs- ákvörðun — allt eru þetía vörður á dæmalausum ferli ráðherrans. Sagt er, að kjarn- orkuvopn heimsins dugi til að eyða öllu lífi í veröldinni a.m.k. 100 sinnum. Vígbúnaðarkapp- hlaup Steingríms í togurum er álíka og margfalt „overkill“ fyrir þorskstofna íslendinga. Utkoman er sú, að þessi rán- dýru atvinnutæki verða annað hvort að liggja í höfn eða að fara á skrap á verðminni teg- undir, sem borga varla olíu- kostnaðinn. Afleiðingarnar eru svo ekki bara síauknar niður- greiðslur á olíu, heldur heil glamrandi sinfónía af gjósandi sjóðum, sem spúa fjármagni til og frá. Rekstrarvandi útgerðar- innar er gífurlegur og á orsök sína að mestu leyti í óþörfum og rándýrum togurum Steingríms. Taprekstur smærri togaranna á fyrri helmingi ársins nam um 19%, en um 34% af tekjum stærri togaranna. Það hámarksafiamagn, sem leyfilegt er að veiða, er einfald- lega of lítið fyrir allan þennan flota. Togaramir verða að fara á skrap og stjórnarherrarnir furða sig á að aflasamsetningin verði sífellt verðminni. Auðvelt er einnig að sýna fram á það, að þessi óþarfa stækkun flotans hefur rýrt kjör sjómanna um 20—25% og þessi skipainn- flutjiingur hefur haft sömu verðbólguáhrif og 12—15% gengisfelling. með reglugerð hinn 17. júlí 1979 ákvað Kjartan Jóhanns- son að stöðva innflutning fiski- skipa, þar sem frekari stækkun en sú sem innlendur iðnaður ánnaði, væri óhagkvæm. Þessa reglugerð Kjartans nam Stein- grímur úr gildi og opnaði allar flóðgáttir. Síðustu 3 árin hafa þingmenn Alþýðuflokksins flutt hvert lagafrumvarpið á fætur öðru um að stöðva fyrst um sinn innflutning fiskiskipa. Á þetta vildi ríkisstjórnin ekki hlusta fyrr en á s.l. hausti er allt var komið í þrot. Þá var loks ákveðið að nú skyldi enginn innflutningur leyfður í tvö ár. ,Eins og fyrri daginn, þá gerði ríkisstjórnin of lítið — of seint. Sjálfskaparvítin eru verst. Vandamálið er í reynd Stein- grímur sjálfur. Steingrímstog- ararnir hafa minnkað afla á hvert skip, stóraukið rekstrar- ,og fjármagnskostnað útgerðar- innar í heild, rýrt kjör sjómanna og aukið verðbólgu. Allt er þetta afleiðingar af pólitískum ákvörðunum dugnaðarmanns- ins á ráðherrastóli. En hann ber enga ábyrgð á afleiðingunum. Afleiðingarnar bitna nú með fullum þunga á þjóðinni allri. Nauðsyn breyttrar stefnu í fiskveiðimálum vöruna. Þá gátu þeir milli ólíkra vörutegu innlendrar og erlendn Tekjumar nýttust betu næging þarfanna jókst. Framhald af 8. síðu gæði, sem menn greiða fyrir, en hin, sem menn fá ókeypis? Með þvi að skammta réttinn til fiskveiða. játa stjórnvöld í raun og veru að takmarka verður hagnýtingu fiskstofn- anna. Þá er spurningin aðeins sú, hvernig á að takmarka i hann. Á að gera það eins og gert var á haftatímunum í innflutn- ,ingsversluninni? Það er gert nú. En hvernig fórum við að því að .afnema höftin í innflutnings- versluninni? Við gerðum það með því að leiðrétta gengið, með því að láta neytendur greiða rétt verð fyrir erlendu L IANDSVIRKJUN Blönduvirkjun Landsvirkjun auglýsir hér með forval vegna byggingar neðanjarðarvirkja Blönduvirkjunar. Helstu magntölur eru áætlaðar eftirfarandi: Sprengingar 120.000 m3 Steypa 9.000 m3 Sprautusteypa 4.000 m3 Forvalið er opið íslenskum og erlendum verktökum. Verkið á að hefjast í ágúst 1983. Gert er ráð fyrir að í apríl n.k. verði útboðsgögn send til þeirra fyrirtækja er Landsvirkjun hefur metið hæf til að taka að sér verkið að loknu forvali. Forvalsgögn verða afhent á skrifstofu Landsvirkjunar, Háaleitisbraut 68,108 Reykjavík, frá og með 9. febrú- ar 1983. Skilafrestur er til 12. mars 1983. • Annar nyr togari sem fluttur var inn fyrir tilstilli Steingríms er Búlandstindur frá Djúpavogi, en það er einn af þeim stöðum sem frekar ættu að stunda bátaútgerð. Ekki reyndist þó unnt að gera togarann út frá staðnum fyrr en búið var að fá vinnuafl frá Kanada í plássið. Atvinnuuppbyggingin var þá fyrir fjölda Kanadamanna, sem heimta gjaldeyri fyrir vinnu sína. Er orðin nokkur heil brú í þessu? BATNANDI HAGUR Nákvæmlega hið sama mætti gera með því að hætta að láta réttinn til fiskveiða, sem að verulegu leyti er háður beinum leyfum, hætta að vera ókeypis, til þess að geta hætt að skammta hann. Þá mundi veið- in smám saman færast i hendur þeirra, sem eru fengsælastir. Hagur þeirra mundi batna — og ekki aðeins þeirra, heldur þjóðarheildarinnar. Hér er ekki um að ræða neins konar skatt á útgerðina. Þótt veiðileyfi til allra veiða, þar sem takmarka þarf sókn yrðu seld við ein- hverju verði og framsal þeirra heimilað, þyrfti andvirðið alls ekki að renna í ríkissjóð, hvað þá til annarra atvinnuvega. Út- gerðin mætti eiga allar tekjurn- ar, ef hún notaði þær á hag- kvæman hátt, t. d. til þess að greiða fyrir því, að hætt yrði .rekstri áhagkvæmra skipa. Ég álít, að einhver mesta ''óhagkvæmni, sem nú á sér stað ,1 íslensku efnahagslífi, sé í því fólgin, hvernig of stórum flota ^er beitt til sóknar á takmarkaða fiskstofna og að vinnslugetan í landi er vannýtt. Leiðin út úr þessum ógöngum er fólgin i því að taka upp nýja stefnu í stjórn fiskveiðanna, hætta að gefa fiskinn í sjónum. Mér er vel ljóst, að hér er við mikla fram- kvæmdaörðugleika að etja. En á þeim er hægt að sigrast. Það á að vera eitt meginverkefni stjómvalda á næsta ári og næstu árum.

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.