Neisti - 20.02.1983, Blaðsíða 8

Neisti - 20.02.1983, Blaðsíða 8
8 NEISTI Dr. Gylfi Þ. Gíslason: Um nauðsyn breyttrar stef nu í f iskveiðimálum Hluti úr erindi dr. Gylfa Þ. Gíslasonar ú Spástefnu Stjórnunarfélags íslands, hinn 9. des. 1982. Erindið nefndist „Hugleióingar unt efna- hagsstefnu stjórnvalda 1983“. í erindinu fjallaði dr. Gylfi m. a. unx þróun sjúvarútvegs og veiðileyfastjórn, þar sem gert er rúð fyrir sölu veiðileyfa. Sá hluti er hér hirtur til kynningar á þeim viðhorfum, en millifyrirsagnir eru hlaðsins: Mönnum munu yfirleitt ljós- ar þær grundvallarbreytingar, sem orðið hafa í íslenskum efnahagsmálum á þessu ári og fyrirsjáanlegar eru á hinum næstu. Kjarni þeirra er, að hagvöxtur hefur stöðvast, við- skiptahalli hefur farið vaxandi og söfnun erlendra skulda er orðin mjög mikil, hvort sem borið er saman við gjaldeyris- tekjur eða þjóðarframleiðslu. Eg álít, að það hljóti að teljast höfuðmarkmið efnahagsstefnu á komandi ári og raunar komandi árum — að þjóðar- framleiðslan taki aftur að auk- ast. í því sambandi hlytur sú spurning að vakna. hvers vegna aukning þjóðarframleiðslunnar hafi stöðvast. Um það hafa heyrst ýmsar skoðanir. í stjórn- málaumræðu hefur því gjarnan verið haldið á loft. aðýmsarytri aðstæður hafi verið óhagstæð- ar: Afli hafi minnkað i ár, sölu- tregða hafi verið á ýmsum af- urðum. Auðvitað hefur þetta valdið erfiðleikum. En þessar staðreyndir eru fjarri því að vera fullnægjandi skýring. Minnkun þjóðarframleiðslunn- ar hefur ekki komið skyndilega. Það hefur dregið úr aukningu hennar á undanförnum árurn, þótt þjóðarframleiðslan hafi ekki beinlínis minnkað fyrr en á þessu ári og niuni enn rninnka á næsta ári. Það hefur verið nokkurra ára aðdragandi að því. sent er að gerast nú og mun gerast á næsta ári. Ýmsum hefur orðið tíðrætt um þau áföll. sem íslendingar liafa orðið fvrir tvívegis á síðast liðnum áratug. þ. e. olíuverðs- hækkanirnar tvær. sem bættust við tjónið vegna náttúruhant- faranna í Vestmannaeyjum á fvrri hluta áratugsins. En sé litið á þróun ytri aðstæðna þjóðar- búsins á síðast liðnum áratug. má ekki gleyma því. að um miðjan áratuginn féll í skaut einn mesti búhnykkur sögu sinnar. þ. e. stækkun fiskveiði- lögsögunnar í 200 mílur. Sá lokasigur landhelgisbaráttunn- ar þýddi í revnd. að úílend veiðiskip hurfu af íslandsmið- um. að lslendingar sátu einir að auðlindum landgrunnsins um- hverfis ísland. Auðvitað hlaut þetta að þýða stórbætt skilvrði til aukinna fiskveiða íslend- inga. Enda varð sú raunin á. í fyrra varð sjávarafli 90% meiri en hann hafði verið 1975. Iðn- aðarframleiðsla varð 3\% meiri. Landbúnaðarframleiðsla varð 2% minni. en magn þjóð- arframleiðslunnar í heild hafði vaxið um 24%. Framleiðsla sjávarafurða óx m. ö. o. miklu meira en þjóðarframleiðslan í heild. Hið sama kemur fram. ef athuguð er hlutdeild sjávarút- vegs i þjóðarframleiðslunni. Dr. Gylfi Þ. Gíslason Hlutdeild veiða var árið 1975 6.5% og veiða og vinnslu sam- tals I3.5%.Á árunum 1979 og 1980 var hlutdeild fiskveiðanna um 9.5% og fiskveiða og fisk- vinnslu 19-20%. Hlutdeild sjáv- arútvegs í þjóðarframleiðslunni jókst þannig verulega á þessu árabili. Og hvernig hefur þróun verðlags útflutningsframleiðsl- unnar á þessu tímabili verið? Verðlag útflutningsframleiðsl- unnar var í fyrra 66% hærra en þaðvar 1975. Þegar þessar meginstað- reyndir eru hafðar í huga. hefði þá ekki mátt búast við því. að á undanförnum árum hefði skapast grundvöllur fyrir traustan vöxt þjóðarfrant- leiðslu. aukinn hagvöxt? Reynslan hefur ekki orðið sú. Hagvöxturinn hefur farið minnkandi. Hann verður lík- lega neikvæðari á næsta ári en hann hefur orðið um langt skeið. Hver getur ástæðan ver- ið? SKAÐI VERÐBÓLGUNNAR Á þessu geta ekki verið nema tvær skýringar. sem eru ná- tengdar. Hér hefur verið 40—50% verðbólga á næsta ári i meira en áratug. Enginn ágreiningur virðist vera um það, að slík verðbólga sé skað- leg. þótt nténn komi sér ekki sarnan um ráðstafanir til þess að harnla verulega gegn henni. En skaði verðbólgunnar hefur fyrst og fremst verið talinn fólginn í því. að hún valdi þjóðfélagslegu ranglæti. hún skaði sparifjáreigendur. en ívilni lántakendum. Auðvitað er þetta rétt. En á hitt hefur ekki verið lögð nægileg áhersla. sem er þó enn mikilvægara. að svona mikil verðbólga hvetur til rangra ákvarðana um fjárfest- ingu. — ekki rangra frá sjónar- miði þeirra einstaklinga. sem hafa aðstöðu til þess að fjár- festa. heldur frá sjónarmiði þjóðarheildarinnar. og þá ekki síður til rangra fjárfestingar- ákvarðana af hálfu opinberra aðila. Með þessum hætti veldur langvarandi. mikil verðbólga minnkun hagvaxtar. hún dreg- ur úr vexti þjóðarframleiðslu. Það er þetta, sem smám saman hefur v^rið að gerast hér á landi á undanförnum árum. Einhverjir kunna þrátt fyrir allt að draga réttmæti þessara staðhæfinga í efa. Ég ætla því að rökstyðja þær svolítið nánar og hafa enn hliðsjón af aðalat- vinnuvegi íslendinga, sjávarút- veginum. RÖNG FJÁRFESTING Á undanförnum áratugum hefur fjárfesting í sjávarútvegi vaxið mun örar en afrakstur útvegsins. Slíkt er auðvitað skýrt dæmi um óhagkvæma, ranga fjárfestingu. Hér er ekki um að ræða staðhæfingu, sem , ég eða einhver einstakur hag- : fræðingur varpi fram á grund- 1 velli einhverra einkarannsókna. Þessari staðhæfingu til stað- festingar ætla ég að leyfa mér að vitna í opinbera skýrslu. sem mér vitanlega enginn hefur ve- fengt. Rannsóknarráð ríkisins skipaði á sínum tíma nefnd sérfræðinga til athugunar á málefnum íslensks sjávarút- vegs. Hún birti skýrslu sína haustið 1975. Þar varaði nefndin nijög sterklega við óhóflegri stækkun fiskiskipa- flotans. Hún benti á, að verð- mæti fiskiskipaflotans hefði á árunum 1962—74 vaxið um 133%. Á sama tíma hafði afla- verðmætið hins vegar aukist um aðeins 29.5%. Hver króna. sem bundin hafi verið í fiski- skipurn. hafi árið 1974 aðeins gefið af sér 55% af því. sem hún gerði 1962. Þá voru þær svo- nefndu stjórnunarleiðir. sem farnar hafa verið til þess að takmarka sókn í fiskstofna. sem þörf hefur verið talin á að vernda. harðlega gagnrýndar. , en þær hafa sem kunnugt er einkum verið fólgnar í ýmiss konar skömmtunaraðferðum. kvótunt. lokun svæða o. s. frv.Mælti nefndin nteð hliðstæðum aðferðum og þeim. sem kunnar eru úr markaðsbú- skap. þ. e. einhvers konar verð- lagningu réttarins til þess að veiða fisk. þótt hún gerði sér ‘ fulla grein fyrir framkvæmda- örðugleikunt í því sambandi. Ekkert tillit var tekið af hálfu 1 stjómvalda til þessara ábend- inga. sem voru þó mjög vel rökstuddar. Haustið 1981 skilaði önnur nefnd sérfræðinga á vegum Rannsóknarráðs ríkisins nýju áliti um sama efni. Þar er það harmað. að fyrri stefnu varð- andi stækkun flotans og fram- kvæmd veiðitakmarkana skuli hafa verið haldið áfram. og lögð enn ríkari áhersla á nauð- syn stefnubreytingar. bæði að því er varðar fjárfestingu og aðferðir við stjórn fiskveið- anna. Ekki verður því sagt. að á það hafi skort. að bent hafi verið opinberlega á það. að röng fjárfesting hafi átt sér stað í sjávarútvegi og að alvarlegir ágallar séu á þeirri stefnu. sem fylgt er í stjórn fiskveiðimála. BÍLCEYMAR: ára áh\/mA sjjo 01 0 0YJyi yu. AÐRIR GEYMAR: ||MCATERPILLAR SALA & ÞJDNUSTA 2ja át a ábyi yö. CatefpiHdf. Cat ogTJefu skrásett vorumerki IHIHEKLAHF J Laugavegi 170 -172 Sími 21240 CAT PLUS En stjórnvöld hafa ekki tekið tillit til þessara varnaðarorða. ÖNNUR DÆMI Ég skal nefna enn nýrri dæmi um það, að framleiðni í þjóð- arbúskapnum hafi farið minnkandi á undanförnum ár- um, samfara því að verðbólga hefur farið vaxandi. Á árunum 1961—70, þegar verðbólga var 13%, jókst fiskafli um 28%, en heildarþjóðarframleiðslan jókst um 57%. Á árunum 1971—80, þegar verðbólgan var 40% eða þrisvar sinnum meiri, jókst fiskaflinn miklu meira en á fyrra tímabilinu, eða um 48%, en heildarframleiðsluaukning- in var hin sama, 57%. Enn skýrar kemur þetta sama í ljós í þeirri staðreynd, að aflaaukn- ing varð miklu meiri á síðari hluta síðasta áratugar en hinum fyrri, en aukning þjóðarfram- leiðslunnar hins vegar minni. Á árunum 1977—78 jókst afli um 57%, en þjóðarframleiðsla að- eins um 17%. Skýringar þessara stað- reynda getur ekki verið að leita í öðru en minnkandi framleiðni í efnahagslífinu sem heild, fyrst og fremst sem afleiðingu óhag- kvæmrar fjárfestingar. BREYTT STEFNA Ef verðbólga og óhagkvæm fjárfesting eru aðalsök þess, að hagvöxtur á íslandi hefur nú stöðvast, hlýtur meginviðfangs- efni hagstjórnar á næsta ári og hinum næstu að verða það að draga úr verðbólgu. bæta hag- kvæmni fjárfestingar og þá um leið að auka þjóðarframleiðslu. Ég er þeirrar skoðunar, að eitt brýnasta verkefnið á þessu sviði sé að breyta þeirri stefnu. sem fylgt er við stjórnun fiskveiða. Rétturinn til fiskveiða er nú skammtaður. En . hann er ókeypis. Hér er nú í raun og veru beitt nákvæmlega sömu aðferðum og á haftatímunum í utanríkisviðskiptum þegar inn- flutningur var takmarkaður með leyfum. en þeim úthlutað jkeypis. Til skamms tíma mátti telja flesta fiskstofna í hafinu óþrjótandi auðlind. Þeir minnkuðu ekki vegna veiða. Þá var veiði eins skips ekki á kostnað neins annars skips. Þá mátti með réttu segja, að eng- inn ætti að greiða neitt fyrir fiskinn, sem veiddur væri. Slíkt hefur átt sér stað við landnám nýrra landa, hagnýlingu skóga, fund nýrra náma. Að vissu marki hefur hagnýtingin getað verið ókeypis. af því að hún snerti ekki hagsmuni neins annars, rýrði auðlindina ekki. En vitum við ekki öll, að þetta á ekki lengur við unt fjölda fisk- stofna í sjónum? Áf hverju skyldum við annars takmarka sókn í þá? Er það ekki einmitt af því, að öllum er ljóst að sókn umfram visst mark skerðir auðlind í sjónum, að þá tekur einn frá öðrum? En á einn að fá að hagnýta verðmæti, sem annar gæti hagnýtt, án þess að greiða fyrir það? Ekki gildir sú regla á öðrum sviðum efna- hagslífsins. Allir, sem hagnýta verðmæti, verða að greiða fyrir það. Munurinn er aðeins sá, að þau verðmæti, sem hagnýtt eru í öðrum atvinnugreinum, eru í eign einhvers annars, sem þá auðvitað krefst greiðslu fyrir það. En í sjávarútveginum er verðmætið, sem er hagnýtt, sameign þjóðarheildarinnar. En á það þess vegna að vera ókeypis? Vitum við það ekki öll, að allir fara betur með þau Framhald á 5. síðu RAFGEYMARNIR

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.