Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 08.12.1928, Blaðsíða 4

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 08.12.1928, Blaðsíða 4
TlMARIT V. F. í. 1928 34 þær voru lagðar í moldina. Arangurinn varð sá, að öll gufan þjettist á leiðinni og varð að vatni. Komst ekki nema ca. 100 m. upp í túnið. ()g síð- an leið ekki á löngu, áðnr en pípurnar voru sund- urjetnar. ()g þegar þær voru gral'nar upp, litn þær út cins og fiskinet. Síðar voru keyptar venjulegar gufupípur og þær lagðar í trjestokk og gerður að garður. Komst þá gufan undir eins inn í bæinn og er nú notuð ]>ar til suðu og hitunar. Hún liitar vatnið í miðstöðinni á þann hátt, að henni er hleypt inn í steinstevpt hólf og inni i þvi er miðstöðvar- ofn, sem tengdur er við ofnana i herhergjunum. Hitar gufan vatnið í ofninum og rennur það ]»á gegnum miðstöðvarofna herbergjanna á venjuleg- an liátt með eiginþyngdar rensli Kjalvararstaðir eru smáhær í Reykholtsdal og fær vatn frá hver, sem liggur langt fyrir ofan bæ- inn, og rennur það gegnum ofnana og Iiitar húsið. A Suðurlandsundirlendinu eru allmargir bæir, sem fengið liafa hverahitun: Reykir í Ölfusi, og sumarhústaðir nokkrir, sem þar eru, eru hilaðir með vatni, frá litla Geysi, sem leitt er í gegnum ofnana á einfaldan liátt. iV Laugarási í Riskups- tungum er liúsið hitað með hver, sem liggur ca. 30 m. neðar en húsið. Er allbratt niður í hverinn, og var settur miðstöðvarofn i sjálfan hverinn, og lögð frá honum tvöföld veita upp lil hússins, og sett í samhand við miðstöðvarofnana þar. Vatnið rennur ]»á á venjulegan hátt, með eiginþyngdar- rensli. Ennfreinur er hygt yfir einn hverinn og guf- an leidd heim til hússins og soðið við liana. Þá er hitaður harnaskóli í Riskupstungum með vatni frá Reykjahver. Er það goshver, sem liggur ofarlega í ás nokkurum, en skólinn stendur undir ásnum. Gýs hverinn alveg reglulega með 5 (i mín. milli- hili og fer svo mikið vatn frá honuin, að það mun vera um 10 lítrar á sek. að meðaltali, eða.álíka og í þvottalaugunum við Rcvkjavík. V'atnið er látið renna gegnum miðstöðvarofn í skólanum, og er það einnig notað til suðu, á þann hált, að matar- pottarnir eru látnir í suðuhólf, þar sem hveravatn- ið nær að leika um þá. Verður það auðvitað ekki nema einskonar „moðsuða". Síðasta hverahitunin, sem sett liefir verið upp á Suðurlandsundirlend- inu, cr að Laugarvatni, til hitunar á hinum nýreista skóla. Skólinn liggur ca. 220 metra frá hverunum og um 11 metrum hærra. Var settur „radíator“- hitari í einn hverinn og lögð frá honum tvöföld leiðsla upp til skólans, og liitnar luisið með sama hætti og Laugarás, aðeins var miðstöðin öll miklu stærri ,og leiðslur mjög víðar, þar sem vegalengd var svo mikil milli liússins og hversins. Frá vatns- lind þeirri, sem veitir skólanum neysluvatn, var lögð a*ð niður lil hversins, og pípa sett í samhand við miðstöðvarofn í Iivernum. Hitnar þar vatnið í æðinni, og er síðan leill aftur upp til skólans og inn í sundlaug, fyrir nemendur. Ennfremur var gerður gufuliattur úr járni og lionum Iivolft yfir aðalhverinn og gerður fastur við steinsteypta stöpla á hverhörmunum. Frá hattinum var leidd gufu- pípa til skólans og inn í suðuliólf. Ennfremur var leidd gufupípa heim til gamla hæjarins að Laugavatni og hitar hún hæinn og sýður matinn. Pípurnar frá hvernum til skólans liggja í sameigin- legum, hikuðum trjestokk, fvltum mómylsnu. Tveir aðrir bæir í Laugardal hafa fengið litlar hveramiðstöðvar. A Norðurlandi hefir Kristneshælið verið hitað með heitu vatni úr Revkhússlaug. Hitainagn laugar- innar var svo lílið, að ekki var hægt að nota „ó- heina“ upphitun, lieldur varð að dæla vatninu sjálfu inn lil hælisins með lítilli rafmagnsdælu. Rennur það þvi sjáll't gegnum ofnana. Þessi notkun á hverunum, sem eg hcfi hjer talað um, er sú, sem liggur beinast við og er kostnaðar- minst, þegar þannig hagar til, að hús liggja nálægt hverunum. Ef ræðir um að hita mikla húsaþyrp- ingu eða jafnvel heila hæi, verður maður að sjálf- sögðu að grípa lil borunar, til þess að fá nægilegt af heitu vatni eða gufu. Það hefir verið getið uin það áður, hér i verk- fræðingafjelaginu, að unt mundi vera að vinna hrevfiafl úr hinu heita vatni, sem rennur frá hver- unum, og þar sem oft getur hagað þannig til, að ekki sje unt að ná gufu, jafnvel með borun, en aftur á móti nægu heitu valni, þá hefir það nokkurt gildi, að liægt sje að gera sjer hug'- mynd um, mcð hverju mófi þetta verði gert, og hver kostnaður verði við slika virkjun. Síðastliðið sumar átti eg leið um Kaujimannahöfn, og hafði eg þá tal af forstjóranum við túrhínu- og kælivjela- verksmiðjuna A S. Atlas. Sagði eg honum þá frá öllu ]»essu heita vatni, sem við ættum hérna á ís- landi, og þótti honuin það svo merkilegt, að hann lofaði að atlniga hvernig hægt væri að framkvæma virkjun á heitu vatni. Gaf eg honum ii]»p nokkr- ar lölur um Tunguhver í Rorgarfirði, og ætlaði hann að sjá, hvernig honum ynnist úr þeim. Jegfjekk siðan, í vetur, allýtarlegt tilboð frá hon- um, um þessháttar yirkjun, sem hjer um ræðir, og skal með fáum orðum lýsa þessu orkuveri við Tunguhv0r: Aðalhlutar aflstöðvarinnar eru: 1. Eimkallarnir, 2. Eimtúrhínurnar, 3. Eimsvalihn. Aflstöðin vinnur í stuttu máli þannig: Vatnið frá hvernnm rennur í opnuni skurði inn undir eimkatl- ana, stígur síðan upp í þá, vegna hins lága þrýst- ings, sem er í cimrúmi katlanna og sem mvndast við vinnu sogdælnanna lijá éimsvölunum. Hæð katl- anna er þannig ákveðin, að vatnið stigur upp eftir þeim, um leið og það gufar upp, þar til er það kemur að hliðarpipu og rennur út um hana vatn ]»að, sem ekki hefir gufað u]»]» á leiðinni upp eftir'

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.