Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 08.12.1928, Síða 5

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 08.12.1928, Síða 5
T I M A RI T V. F. í. 1928 85 kötlunum. Gufan, sem myndast í kötlunum, er leidd eftir víðri gufupípu inn i túrbínurnar og gef- ur þar frá sjer orku. Þaðan fer hin þanda gufa inn í eimsvalann og þjettist og verður að vatni. Reiknað er mcð því, að vatnið komi um 95° lieitt inn i eimkatlana. Eimkatlarnir eru með sjerstakri gerð, lil þess að uppgufunin verði ekki of ör. Eru þeir gerðir háir og mjóir, svo að vatnið eimist liæg- ara. Þrýstingurinn í eimrúminu er um 0,32 at. abs. og túrbínurnar eru því venjulegar lágþrýstings-túr- bínur. Kælivatn er ætlast til að tekið verði úr Reykjadalsá, og rennur sjálfkrafa inn í eimsval- ana, vegna lofttóms jiess, sem þar er fyrir. Kæli- vatn og þjettivaln eimsvalanna er sogað út úr eim- svölunum með „centrifugal“-dælum. Loft það, senx kann að vera í vatninu, er sogað út úr eimsvalan- ími með vatnsloftssprautu (Vandstraaleejektor), og er vatninu dælt úr ánni með centrifúgaldælu, inn i sogsprautuna (ejektorinn). Allar dælurnar eru reknar með rafmagni, sem tekið er frá aðalvjel- inni. Til jxcss að setja aðalvjelina í gang, þarf að mynda lofttóm í eimsvalanum, eða með öðrum orð- um að setja dælurnar við eimsvalann i gang. Er því gert ráð fyrir að í aflstöðinni sje hreyfill, sem veili afli til eiinsvaladælnanna, þar til spenna er kom- ín á raftaugarnar, frá aðalvjelinni. Er jxá lxreyfill- inn stöðvaður. Hefir bjer verið gert ráð fvrir 200 ha. hreyfli og honum ætlað að geta framleitt raf- magn lianda aflstöðinni, ef aðalvjelin, af einhverj- um ástæðum stöðvast. í þessu tilboði hefir aflstöðinni verið skift al- veg í tvent, þannig að þar eru tvær aflvjelar, óliáð- ar livor annari, og getur hvor vjel framleitt 1000 kw. Hverinn gefur þá 2000 kw. Reiknar A/S. Atlas að slik 2000 kw. aflstöð kosti 420.000 danskar kr. Er þar samt ekki talið flutningsgjald l'rá Revkja- vík til Rorgarfjarðar, nje húsagerð og jarðvinna. Þar sem svo hagar til, að liægt er xið ná gufu úr jörðinni, verður aflvirkjunin að sjálfsögðu miklu ódýrari, jxvi þá hverfa úr sögunni eimkatlarnir og jafnvel eimsvalarnir, ef næg gufa er fyrir hendi, en litið kælivatn. Þó mætti búast við því, að hreinsa þyrfti gufu, sem kæmi beint úr jörðinni, þvi lxenni fvlgja æl'inlega brennisteinsgufur, sem jeta járnið í blöðum túrbínanna. Það er ekki ósennilegt, að jarðhitavirkjun, geti orðið mun ódýrari lieldur en virkjun á fossum, og er það mjög æskilegt, að það væri rannsakað ýtarlega, áður en lagt væri í miklar fossavirkjanir. Revndar má gera ráð fvrir, að slík rannsókn verði að taka nokkuð langan tima, nema menn vilji treysta á þá revnslu, sem fengist hefir í öðrum löndum í þessu efni, og er það vafasamt, hvort það væri hyggilegt. Annars er það gleðilegt, að sjá liversu áliugi manna á hagnýtingu á hveraorkunni hefir færst í vcxxt á síðustu árum, og óefað eigum við eftir að njcxta liennar á margvislegan hátt. Nokkrar hitaveitur í Þýskalandi. Erindi flidt á fundi V. F. I. miðvd. 28. nóv. 1928 af S t e i n gr. ,T ó n s s y n i rafmagnsstjóra. Við þær athuganir sem gerðar liafa verið um auk- ið rafmagn liánda Reykjavík, hefir verið reiknað með þeim markaði, sem fáanlegur er nú þegar og á næstu 3 til 5 árum. Markaðurinn fer mjög eftir raf- magnsverðinu, þannig, að með hæsta verði verður ekki selt rafmagr til annars en ljósa. Sje verðið lælck- að, vex ljcxsnolkunin og smávjelarekstur getur far- ið að nota rafmagn. Sje verðið enn lækkað, getur suða við rafmagn og iðjurekstur í stærri stil komið til greina og siðast upphitun. það er þó ekki svo, að ákveðið söluverð þurfi fyrir hverja tegund notkun- ar til þess að ná öllum markaðinum i hverjum l'lokki fyrir sig. Á þetta við alla flokkana, að æði mikill mis- munur getur þurft að vera á liæsta og lægsta raf- magnsverði, til þess að það svari sjer álika vel að nota rafmagnið. Að þvi er rafmagn til hitunar snertir má segja, að auðvelt sje að selja rafmagn tii upphitunar og ýmiskonar iðnaðarþarfa með þvi verði, sém liægt væri að hafa úr núverandi rafmagnsstöð við Elliða- árnar, ef afl væri til þess. Má þar meðal annars telja rafmagnshitun á bakarofnum. J>á mætti og ná i lieimilisupphitun vor, sumar og liaust, bæði i lxús- um sem hafa miðstöðvarhitim og einstaka kolaofna. En aðalupphitun húsa að vetri til, sjerstaklega sú, sem nú fæst frá kolamiðstöðvum er ódýrari með kolum, en með þvi rafmagnsverði sem hugsanlegt er að orðið geti lijer á fyrirsjáanlegum tíma, livaða vatnsafl sem virkjað verður. Virkjun á vatnsafli i stórum stíl handa Reykjavík leysir ekki upphitunar- málið, ekki fremur hjer, en annarstaðar þar, scm vatnsafl er notað til rafmagnsvinslu. Ýmsar rafmagnsveitur erlendis taka þó að sjer upp- liitun húsa í stórum stíl, og það einkennilega við þxxð

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.