Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.1906, Blaðsíða 3

Freyr - 01.08.1906, Blaðsíða 3
PEEYR. 103 5—6 feta dýpi um flóð liæfir bezt. Fyrsta stig ræktunarinnar er að finna þá staði við strönd- ina þar sem svo hagar til er nú var um getið. Þegar þeir eru fundnir, skifta yrkjumennirnir þeim milli sín og taka til verka. Fyrst eru teknar 5—6 feta langar trjágreinar; þær eru ailaufgaðar og afkvistaðar að mestu •og hundnar saman (4—5) í vendi, þá eru vend- irnir geiðir oddhvassir í neðri endann og þvi næst stungið niður i sandinn í ákveðnum röð- um. Trjátegundirnar, sem notaðnr eru til þessa eru ákveðnar eikartegundir og önnur tró með ósléttum berki. Þörungstegundin á því •mjög hægt með að festa sig við greinarnar. Þegar vöndunum er stungið niður er hafð- ur til þess mjög grunnskreiður bátur; tveir menn eru í bátnum. Annar þeirra býr til hol- ur í botninn, en hinn hreyfirbátinn og stingur vöndunum í holurnar. Vandaraðirnar eru í smáhópum og fjarlægðin milli raðanna er hér- um bil eins og bátsbreiddin. Vendirnir eru eiginlega „jarðvegurinn11, sem þörungurinn vex á; þeir eru lagðir i sjóinn eins og nokkurskonar net til að veiða þörung- inn eða öllu fremur gró hans, en gróin eru oft þúsundum saman í sjónum þar sem þessar plöntur vaxa í nánd. Fyrir því að vendirnir eru góður „jarðvegur11 fyrir tegund þessa, fest- ast mörg gró við þá og fara svo að vaxa og verða að fullorðnum plöntum eftir eðlilega langan tíma. Væru ekki vendirnir til taks til að „fiska11 gróin, mundi allur fjöldinn hafa skol- ast upp á ströndina og farist. VöDdunum er stungið niður snemma á haustin. í októbermánuði fer þegar að bera á þörungnum og hann vex stöðugt þangað til í marzmánuði. Vænleikur hans er þó talsvert kominn undir veðrinu. Þegar rigningasamt er og kafald og norðan eða vestanátt á vetrin en austanátt á vorin, kvað vænleikurinn vera mestur. Að uppskerunni vinna tveir menn, annar rær bátnum en hinn tínir þörungana af vönd- unum. Menn leggja alla alúð á að hreinsa þör- ungiun, þegar upp er skorið, og er það allmik- ið verk, því að bæði vaxa þarinnanum aðrar þör- ungategundir og þar er oft fult af skelfiski, snfglum, kröbbum o. s. frv. Þegar hreinsað er, eru plönturnar breiddar á borð og greitt úr þeim, þá eru þær skornar sundur með kníí, síðan er því öllu varpað niður í bala með hreinu vatni og svo hrært í öllu saman um stund. Þegar búið er að þvo plönturnar eru þær lagðar á sefbreiður í þunn lög, en sefið liggur á skáhöllum trjágrindum; vatnið hripar því fljótt af. Þegar plönturnar eru orðnar þurrar eru þær lagðar í smábindi, en bindin eru sett í farg milli tveggja fjala. Þegar fergingunni er lokið eru nokkur smábindi bundin saman um miðjuna og því næst flutt á markaðinn. Þessi aðferð, er nú var getið, er hin venjulegasta og óbrotnasta, en ýmsar aðrar að- ferðir eru og hafðar til að matbúa þörung þenna og er þá brúkað bæði salt, sykur, sterkja og alskonar krydd. Ræktun tegundar þessarar virðist einkum eiga sér stað í nánd við Tokio, höfuðborgina í Japan. Að ræktunin er ekki í smáum stíl má sjá af því, að af vöru þessari var selt í Tokio einni fyrir 150000 krónur á eiuu ári. Að lokum skal þess getið að hér við land vaxa náskyldar tegundir þeirri, sem ræktuð er í Japan; og eru þær algengar kringum alt land. Mjög er auðvelt að ná einni þeirra, því að hún vex hópum saman á klettum hérumbil í flæð- armáli. Ildgi Jónsson. Héraðssýningin við Þjórsárbrú. Héraðssýning Árnes- og Rangárvallasýslu, sem getið hefir verið um í Frey, var haldin eins og til stóð við Þjórsárbrú laugardaginn 14. júli. — Sýningin byrjaði kl. 10. f. h., og áttu þá allir sýningargripirnir að vera komnir, en nokkur óregla var á því; íslendingum er yfirleitt mjög ótamt að vera stundvísir. Til sýningarinnar voru skráðir 27 graðfol- ar 3—6 vetra, og 17 graðneyti l‘/2—4 ára. Af skráðu gripunum vantaði, þegar á sýning-

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.