Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.1906, Blaðsíða 4

Freyr - 01.08.1906, Blaðsíða 4
104 EREYR. una kom, 1 naut og 2 fola, en aftur kom foli óskráður, og var hanD gjörður afturreka. I dómnefnd fyrir hross voru þeir G-uðjón búfræðiskandidat Guðmundsson, Eggert óðals- bóndi Benediktsson í Laugardælum og Runólf- ur Halldórsson hreppstjóri á Rauðalæk, og í nautgripadómnefndinni Sig. Sigurðsson ráðu- nautur, Horsteinn óðalsbóndi Thorarensen á Mó- eiðarhvoli og Vigfús búfræðingur Guðmunds- son í Haga. Á sýningarsvæðinu hafði verið slegið upp 2 skúrum, klæddum með lérefti. Har höfðu dómnefndirnar bækistöð sína (sín í hvorum), athuguðu gripina nákvæmlega hvern fyrir sig, og skrifuðu lýsing á. Við lok dómgjörðarinn- ar var svo hengt spjald á verðlaunagripina, með áletraðri verðlaunaröð. Landsbúnaðarfélagið hafði látið búa til mjög smekkleg skrautprentuð verðlaunaskýr- teini, er eigendur verðlaunagripanDa fengu á- samt verðlaununum. Á þau var ritað nafn, aldur og litur gripsins, verðlaunaröð og nafn og heimili eiganda. Ætlast er til að verðlauna- skírteinin verði sett i umgjörð, og höfð sem veggprýði. Dómnefndirnar höfðu lokið starfi sínu um miðaftansleitið, og voru þá verðlaunalistarnir lesnir upp í heyranda hljóði. Áður hélt Guð- jón búfræðiskandídat ræðu um sýningargripina og búpeningsrækt yfirleitt í Árnes- og Raug- árvallasýslum. Sýningargripirnir voru mjög misjafnir, sumir góðir en aðrið afleitir, og óhætt mun að segja að ekki hafi verið hægt að verðlauna fleiri gripi en gjört var. Á héraðssýningum verður að sjálfsögðu að dæma gripina mikið strang- ara en á hreppasýningum, og fyrstu verðlaun ætti ekki að veita á þeim nema vel fallegum gripum, lýta, og gallalausum og af góðu kyni í báðar ættir. Hitt er athugandi, hvort ekki væri rétt að hafa verðlaunastigin 5 og þá fyrstu verðl. 50 kr. Ejögur af nautunum voru vel falleg og af góðu kyni. Það elzta þeirra, rauðskjöldótt naut rálj2 árs, eign nautgripafélags Hreppa- manna hlaut 1. verðlaun 40 kr. Hin 3 hlutu 2. verðlaun, 30 kr. Þau áttu: Eggert Bene- diktsson í Laugardælum, SigurðurÓlafsson sýslu- maður í Ivaldaðarnesi og nautgripafélag Ása- hrepps í Rangárvallasýsln. Þrjú naut hlutu 3. verðlaun 20 kr. og 4fjórðu verðlaun 10 kr. Alls verðlaunuð 11 naut með samtals 230 krónum. Stóðhestarnir voru enn misjafnari en naut- in, og yfirleitt lakari. Þrír þeirra voru þó stórir og fallegir, eftir því sem umerað gjöra, en nokkrir voru hreinustu afstyrmi og illa skap- aðir. Ejórir 3. vetra folar, er á sýninguna komu, voru t. d. aðeins 48 þuml. á hæð. Stærsti, gjörvulegasti og bezt skapaði fol- inn, sem á sýninguna kom, var frá Skipholti í Hreppum, sótrauður 4 vetra, 52Y2 þum) _á hæð» Hann vargalla og lýta laus, en undan skjóttri hryssu, og sá dómnefndin sér því eigi fært að vei.ta honum fyrstu verðlaun. Annar foli úr Hreppum, rauðvindóttur, 5 vetra, bV/^, þuml. á hæð, var einnig fallegur, en nokkuð minni og tæplega eins vel skapaður. Báðir þessir folar áttu að fá önnur verðlaun,en eigendurnir vildu ekki þiggja þau, og vakti það nokkra óánægju, enda varð það til þess að 5 aðrir, er verðlaun áttu að fá (2 þriðju og 3 fjórðu) neit- uðu að taka á móti þeim. Ekki er það nema eðlilegt að sýnendur vilji fá há verðlaun fyrir gripi sína; en þeir verða að minnast þess, að til þess að gripir geti fengið há verðlaun á héraðssýningum verða þeir að vera vel fallegir, annað væri meiningarleysa. Þá ber þess að gæta, að' meira er varið í að fá 2. verðlaun eða jafnvel 3. verðlaun á héraðssýningu en 1. verðl. á hreppasýningum, þar sem samkepnin er mikið minni og minni kröfur gjörðar. Hrossaræktarfélag Austur-Landeyinga hlaut 2. verðlaun, 30 kr., fyrir brúnan fola 3. vetra, ðlYa þuml. á hæð, ættaðan frá Oddhól á Rang- árvöllum, af reiðhrossakyni í báðar ættir. Hann er vel skapaður, og stór og gjörvulegur eftir aldri. Þriðju verðl., 30 kr., hlutu: Guðm ís- leifsson Háeyri, SæmuDdur Ólafsson Lágafelli, Sig. Jóhannesson Gljúfrum og Stefán Jónsson Arnarbæli. Eimm hlutu 4. verðl. 10 kr. Alls var veitt 10 verðlaun íyrir fola, samtals 160“ kr., i staðinn fyrir 290 kr., er sýningarnefndin hafði ætlað til þess. Þær 130 kr., sem afgangs urðu, ákvað sýningarnefndin að geyma til

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.