Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.1906, Blaðsíða 8

Freyr - 01.08.1906, Blaðsíða 8
108 FREYR. Heyskapurinn gengur vel hér sunnanlands, austur að Markarfljóti, þar skiftir alveg um. í Eyjafjallasveitinni og Skaftafellssýslunum hefir gengið afskaplega illa með heyþurkinn. Ekbert strá að kalla má komið þar í garð 12. ágúst. Töður farnar að skemmast, í smá dríl- um eða flötum flekkjum. 13. og 14. ágúst kom allgóður þurkur, hvort lengur hefir hald- ist hefir ekki frést, en vonandi hafa þeir þá náð megninu at heyjunum inn. Á Austurlandi er látið illa af heyskapar- tíðinni, hetur á Norðurlandi. Á Vestfjörðum kulda og rosatíð seinni part júlímánaðar. Sútaraiðn hefir Bergur Einarsson frá Bjólu stundað í Danmörku um 3 ára tíma og auk þess hefir hann dvalið 1 ár við sama starf i Svíþjóð og Noregi. Hann er nýlega kominn til landsins og sestur að hér i Reykjavík og hugsar sór, ef kringumstæður leyfa, að hyrja hér á skinna- sútun. Til þess að reka þá iðn í stórum stíl útheimtist allmikið fé, en æskilegt væri að hér gæti komist á sútun, bæði á sauðskinnum og liúðum. Út eru nú fluttar gærur í þúsundum og mikið af þeim síðan flutt inn aftur þegar húið er að súta skinnin. Hér er vafalaust að ræða um þýðingarmikla atvinougrein fyrir landið og því vonandi að B. E. geti heppnast að koma hér á fót óflugri sútunarverksmiðju, sem ekki að eins súti allar þær húðir og skinn sem þörf er fyrir hér í landinu, heldur auk þess svo mikið, að hægt verði að selja sútuð skinn til útlanda. Sláturfé er altaf annað slagið verið að reka hingað til hæjarins; fyrsti hópurinn kom um lok júlímánaðar. Verðið er hátt, eins og altaf á þessum tíma árs. Eyrst seldu kaup- menn kjötið á 35 aura pundið í heilum kropp- um, en nú er það komið niður í 33 aura. Út- lit er fyrir að salan verði svipuð í haust. og liún var síðastliðið ár. Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands 1905. er nýlega komið út. Iþví er yfirlit yfir störf fé- lagsins, reikningar þess og félagatal og skýrsla um gróðurtilraunir. Auk þess eru í því ýms- ar fróðlegar ritgjörðir, svo sem um tilhúinn á- hurð, um girðingar og ýmsar aðrar smá leið- heiningar. Áveitan yfir Skeið og Elóa. Mælingunum er nú lokið, en áætlunin um kostnað og fleira ekbi gjörð enn. Það er því ekki enn hægt að birta neinn árangur af mælingunum annan en þann, að auðið er að ná vatni úr Hvitá yfir mikinn hlutu af Elóanum eða það af honum sem er fallið til áveitu og að það muni ódýrara en að hafa Þjórsá til þess; hana á að eins að nota á Skeiðin. Vatn hefir verið tekið til rannsóknar úr háðum án- um en henni er ekki lokið enn. Verkfræðing- urinn fer utan með Láru 27. ágúst, Dýrar plöntur. 29. maí síðastliðinn var selt satn af hrönugrösum (Orchideer) fyrir 4,000 pund sterl. (72,000 kr.). Sú tegund sem nefnist Odontoglossum komst í hæst verð. Smáar plönturaf 0. crispum seldust á 9500 kr. hver. — O. c. Mudyanum á ca. 8500 kr. og 0. c. Graireianum á. ea. 17000 kr. „Haven“ Verðlag smjörmatsnefndarinnar. 10Á '06. Bezta smjör 90 kr. 100 pd. ‘7. - — — 90 — — — 23/ /5 — — 92 — — — UL - — —■ 92 — — — 7« - — — 94 -- — — “/. - — — 95 — — — 21/ /6 — — 96 — — — 28/ /6 — — 96 — — — 7, - — — 96 - — — ‘7, - — — 96 - — — ‘7, - - — 98 — — — 2% - — — 98 — — — 7s - — — 98 — — —

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.