Freyr

Árgangur

Freyr - 01.10.1906, Blaðsíða 3

Freyr - 01.10.1906, Blaðsíða 3
FREYR. 119 þar sem svo hagar til, hafa lagað sig eftir kjör- Tinum að þessu leyti. Pjölæru plönturnar eru nefnilega þannig útbúnar frá árinu á undan, að þær geta hagnýtt sér svo að segja hina fyrstu sólskinsdaga, og gróðurinn þarf þvi til- tölulega styttri tíma til að þroskast eftir því sem norðar dregur. Þar sem gróðrartíminn er stuttur og sumar tiltölulega kalt eins og hér á landi, getur horið við að plöntunum vinnist ekki tíð til að ala aldini, þó mun það fremur sjaldgæft hér á landi að því er innlendar teg- undir snertir. Oðru máli er að gegna með plöntur frá heitari löndum, þær komast allfiest- ar ekki lengra en á blótuaskeiðið þegar þær flytjast til kaldari ianda; hitinn er ekki nógu mikill og sumarið ofstutt til aldinþroskunar. Haustið og veturinn. Þegar alvarlega er farið að hausta að, fara plönturnar að búa sig undir veturinn og fara þær að því á ýmsan hátt. En allur útbúnaðurinn miðar að hinu sama: að verjast uppþornan og er venjulegast f því fólginn að gera yfirborð ofanjarðarsprot- anna svo lítið sem mögulegt er, þvi minna gufar upp af litlum fleti en stórum. Einærar plöntur minka sig hvað mest und- ir veturinn, því plantan sjálf deyr með öllu og aðeins fræið lifir að vetrinum; yfirborð plönt- unnar getur tæplega orðið öllu minna. Eræinu er vel borgið á vetrinn, því bæði er fræskurn- ið til skýJis og svo er ekki erfitt fyrir lítið fræ að rata á skjól milli visinna stráa. Tvíæiar plöntur ná ekki lengra fyrsta ár- ið en að mynda blaðhvirfingu, og halda þær þvi gerfi að vetrinum. Blaðhvirfingarnar liggja þétt við jörðina og eru opt eins og grafnar n'iður í mosann; blöð þeirra eru svo þétt að þau skýla hvort öðru og þótt yztu blöðin deyi falla þau ekki burt, en eru þá hinum til varn- ar. Tvíærar plöntur á öðru aldursári deyja út með öllu eins og einæru jurtirnar og aðeins fræið lifir þá að vetrinum. Ejölærar jurtir fella mestan hlutann af of- anjarðarsprotunum þegar fer að vetra. Það sem stendur upp úr jörðinni virðist oft vera alveg dautt á að sjá, en svo er þó ekki. Séu t. a. m. yztu visnuðu blöðin tekin burt koma græn og lifandi blöð i ljós innan við. Svo er því að minnsta kosti varið með starir og gras- tegundir á íslandi. Þar sem ekkert skýlir plöntum þessum á vetrinn deyja ofanjarðarsprot- arnir svo að segja með öllu, en því meira af þeim lifir sem skjólið er betra. Þar sem var- anlegt snjólag hvílir á jörðu á vetrum eru því mjög margar plöntur veturgrænar. Tré. Þá komum vér að trjánum. Þau fella ennþá minna að haustinu, nefnilega aðeins blöðin auk blómsprotanna, en stofnar þeirra og greinar eru korkvarðar og brumið er með hlíf- arblöðum, svo þeim er ekki sérlega hætt við að þorna upp. Sigrænar plöntur breytast minst á haustin því þær fella aðeins blómsprotann eins og krækiberjalyngið t. a. m. Þar sem vetrarríki er og snjór hylur jörð- ina er fjöldinn allur af plöntunum veturgrænn og fannasveitirnar eru þannig miklu auðugri af veturgrænum plöntum en snjóberu svæðin. Hér á landi hafa ýmsar plöntur svo sem vor- blómið, grávíðir, birkið o. fl. fullþroska blóm- brumávetrin og fjöldi plantna hefir hálfþrosk- að blómbrum. Islenzku plönturnar eru því fljótar til þegar snjóinn leysir og sólin nær þeim og þeim verður því meira úr sumrinu og aldinþroskunin er vissari. Um vinnutímann til sveita eftir Pétur Stefánsson í Fjallsseli. (Niðurl.) Hvað kemur til þess að menn slóra við vinnu? Það einkum, að menn hafa ekki áhuga á henni, leiðist hún og þykir hún óbærileg. Óreglubundinn og langur vinnutími er nærri óbrigðult meðal til að verka þannig. Reglu- bundinn og hæfilega langur vinnutimi hefur óefað gagnstæð áhrif. Menn vinna með áhuga og ánægju, þykir vinnan vera holl og hress- andi, og ganga glaðir til hennar og frá — kvíða ekki fyrir morgundeginum. Óreglubund- inni vinnu fylgir ófrelsi. Það má segja hjúun- um verk seint og snemma á daginn. Húsbænd- ur mundu ekki kunna því vel, að hjú sin af-

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.