Freyr

Árgangur

Freyr - 01.10.1906, Blaðsíða 5

Freyr - 01.10.1906, Blaðsíða 5
FREYR. 121 nm að liði undir svona kringumstæðum, og flull ástæða er til að ætla að sambúðin yrði betri og liprari á báðar hliðar. Ef talsverð brögð væru að því, að vinna þyrfti umfram tiltekinn tíma, væri rétt, að vinnu- fólkið fengi það borgað sérstaklega, eða tíma í staðinn. Væri gott fyrir það að eiga tíma til góða t. d. þegar illvirðri væru og vont að vera við verk, eða ef það vildi létta sér eitt- hvað upp. Færi svo að reglubundinn tími yrði al- mennur, þá gæti hver notað tómstundir sínar eftir vild. Yinnufólki væri þá gjört mögulegt að mynda félagsskap með sér til skemtunar og upplýsingar. -— Eg gjöri ráð fyrir að þá yrði ekki verið að vinna fram á nætur, en byrjað fyr. — Ungir menn af nálægum bæjum geta mælt sér mót og iðkað ýmsar iþróttir svo sem: glimur, sund, skíða- og skautahlaup, söng, ræðuhöld o. fl. Slíkar samkomur og æfingar væru ekki þýðingarlitlar. Eg sé í anda hrausta drengi, framgjárna eioarða og félagslynda, í einu orði tápmikla, dugandi þjóð. Um það yrðu sjálfsagt skiftar skoðanir, hvað vinnutiminn ætti að vera langur. Ekki má búast við að hann mætti vera mjög stutt- ur, enda er það ekkert aðalatriði í þessu máli. Vér búum ekki í þvi „Grósenlandi“ (þó landið sé að vísu óneitanlega gott) að ekki verði að vinna mikið, með því líka að alt er svo skamt á veg komið hjá oss. Hæfilegt virðist mér 11— 12 stunda vinna við heyskap og 10 st. á vor- um og 9 st. á haustum. Með fjárgeymslu á vetrum gjöri eg ráð fyrir að lítið geti breyzt frá því sem nú er. JÞað er nokkurskonar „akkordsvinna“, hver stundar sína hjörð o. s. frv. A innanbæjarverk þyrfti nauðsynlega að komast betri regla en alment er, því í raun réttri er það kvenfólkið, sem bitur mest á beiskjunni, hvað vinnntímann snertir. Yrði reglubundnum vinnutíma komið á al- ment fengi óreglan þann áverka, sem um munaði, og hún fengi þá eflaust áverka hvern af öðrum, því að sú regla drægi áreiðanlega dilk á eftir sér sömu tegundar. Menn yrðu stundvísari i öllu tilliti og þjóðlífið yfir höfuð reglulegra og skipulegra, og þá fyrst mætti vænta verulegra þjóðþrifa, líkamlegra og and- legra, með oss. Flestir munu kannast við hvaða vandræði það eru, þegar menn þurfa að mætast á fundi t. d. og fundurinn er boðaður á hádegi, þá eru menn að tínast á fundarstaðinn fram um nón og miðaftan, menn sem óiga að takajafn- an þátt í fundinum. Fundarboðandinn kemur eftil vill síðastur og þeir sem skemst eiga að sækja. Afleiðingin verður auðvitað sú, að fund- urinn dregst fram á nótt eða verður óútkljáður að meira eða minna leyti og fundirnir verða mikið dýrari og ver af hendi leystir fyrir óregl- una og skipulagsleysið, sem hvarvetna ríkir. Eg held því fram, samkvæmt þvi seru. sagt er að framan, að hinn langi og einkum óreglulegi vinnutími til sveita eigi mjög mikinD þátt í fólksstraumnum til kaupstaðanDa og burt Úr landinu. Sveitalífið hefir mikil skilyrði til þess að geta verið skemtilegt, nytsamt og holt likamlegu og andlegu atgervi manna. Allt það sem gjört væri til að gjöra sveitalifið skemtilegra, ánægjulegra, nytsamara og fjöl- breyttara, en það er nú — og það er margt, sem gjöra mætti til þess — myndi stuðla mjög að því að draga úr þessum straum. Það væri stórmikils vert fyrir landbúnaðinn, því verka- fólksleysið hefir nú undantarið verið og er hans mesta mein. Fjallseii í Fellum i marzmán. 1906. Pétur Stefánsson. Búpeningssýning fyrir Hvammssveit í Dalasýslu var haldin 26 f. m. við Skerðings- staðarétt. Veður var vont, hvass á suðvestan með skúrum og ár miklar. Eigi að síður var sýningin vel sótt: hátt á annað hundrað fjár, 30 nautgripir og 14—16 hross. Verðlaunaféð var 150 kr., þar afhelming- ur frá Landsbúnaðarfélaginu en hitt úr sveit- arsjóði. Af sýningarskepnunum var sauðféð tiltölu- lega lang bezt, enda yfirleitt fallegt. Enginn af hrútunum var þó verulega fallegur, ær voru

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.