Freyr

Árgangur

Freyr - 01.10.1906, Blaðsíða 4

Freyr - 01.10.1906, Blaðsíða 4
120 FREYR. segðu yerfe kl. 10—11 að kvöldi, þó engin bæri nauðsyn til með það verk. Enginu tími svo að segja er bjúunum afmarkaður, sem þau eru frjáls og óháð. 3>ó að monnum sleppi verk iir böndum tíma og tíma á dag, þá eru það ekki afmarkaðir fritímar, það er óákveðið hve margir þeir eru og langir, eða bvort þeir eru nokkrir, ekki að vita nær kallið kemur. Eyrir þessum tímum eru menn jafn báðir og ófrjálsir. Væri vinnutíminn þar á móti reglu- bundinn, myndu bjúin ekki finna til þess, að þau væri nokkru sinni ófrjáls, enda er ekkert ófrelsi í því fólgið að vinna ákveðinn tíma gegn ákveðnu gjaldi. Menn hafa ýmsar þrár og eftirlanganir — hver sínar — og margar eru þannig vaxn- ar, að tíminu getur að meira eða minna leyti fullnægt þeim. Yeitist mönnum ekki tími og tækifæri til að fullnægja eðlilegum og með- fæddum tilhneigingum, verða rnenn óánægðir í stöðu sinni og fara að ieita gæfunnar á ann- an bátt, en bún vill oft verða vandfundin. Út úr þeirri leit verðurþað svo oft, að menn fara til Ameríku. Hvað þá tekur við ganga ýmsar og misjafnar sögur um, en það er víst að flestir þeirra sem lenda fyrir vestan Atlandsbaf eru glat- aðir þjóð sinni og föðurlandi. Sé á þetta mál litið frá bænda blið, vill svo vel til, að flest það sem kemur til bagn- aðar bjúamegin, kemur það einnig bjá bænd- um. Það má ganga að því vísu, að vinnufólkið, ef það fengi þá réttarbót að vinna vissan og ákveðinn tíma á dag, þó ekki væri það undan- tekningarlaust, yrði mikið ánægðara í stöðu sinni og spakara í vistum en ella; væri það mikils vert fyrir bændur. Það ynni með mestu gleði og meiri ábuga og hefði það bin beztu áhrif á gagn vinnunnar. Iðjumaðurinn myndi ekki þurfa að bafa skapraun af því að sjá aðra býma við verk sitt og borfa út í bláinn. Út- lendir ferðamenn myndu þá ekki geta kryddað ferðasögur sínar með þeirri skoplegu lýsingu (í augum annara þjóða) að íslendingar leggi nið- ur verk sitt og stari á ferðainanninn eins og sæju þeir eitthvert furðuverk. Meðvitundin um að þetta er vinnutfmi, myndi brátt kenna mönnum að vinna þann tíma og slóra ekki, eins og þeir vissu, að þanu tíma þurfa þeir ekki að vinna, sem ekki ertil þess ætlaður. Þetta myndi þykja svo sann- gjarnt og sjálfsagt, að engir aðrir en mestu aular og amlóðar tækju það öðruvísi, enda væri bægra að vanda um við þá, ef vinnutíminn væri fastákveðinn og dygði það ekki að heldur, myndu þeir menn hvergi hlutgengir þykja fyrir fult kaup, þeir yrðu eins og skemd vara með niðursettu verði eða þá alls ekki útgengilegir. Það er algengt að bændur gangi til verka jafnt vinnufólki sínu, og í raun réttri eru þeir margir með sama marki brendir og bávaðinn af því, að þeir slóra meira og minna við verk- ið, þeir bafa einnig vanist þessu. En elju og kappsmennirnir vinna sér um megn með því að vinna of lengi. Bændur veita sjálfum sér frelsi með því að bafa vinnuna reglubundna. Þar að auki yrði verkstjórn mun bægri, þar sem ekki þyrfti annað en gefa merki til að gjöra vitanlegt að vinnutíminn væri að byrja o. s. frv. Eins og nú gengur er vanalegt að leita þurfi menn uppi hingað og þangað utanbæjar og innan, er ganga skal til verka. Það kann að þykja óbentugt fyrir bænd- urna að eiga ekki ráð á vinnuhjúunum til verka bvenær sem er og þeim þykir þurfa. En það tel eg ekki skaða, þó að bændur lærðu að haga svo til vinnu á beimilinu, að ekki riði í bága við að reglubundinn vinnutími kæmist á, enda myndu þá verk síður dragast í ótíma eða far- ast fyrir. Annað mál er það þegar, ófyrirsjáan- leg og óviðráðanleg atvik koma fyrir, sem beimta að unnið sé lengur i einn tfma en ann- an, t. d. við heyhirðing eða gripasýslan. En bæði er það, að undantekningar eru óumflýj- anlegar, þegar sérstaklega stendur á, enda myndu flest hiú líta á það, þegar nauðsyn bæri til að bregða út af reglunni með vinnuna, og þá fúslega verða við tilmælum búsbænda sinna í því efni. Það ber eigi sjaldan við, að bændum er nauðsynlegt að ganga að vinnu á sunnudögum, bæði heyþurk o. fl., er þá oft að vinnufólk gengur sjálfboðið í lið með húsbændum sínum; er það bæði mikilsvert og ánægjulegt, og ef það fengi þá réttarbót, sem bér ræðir um, yrði það eflaust fúsara á að verða búsbændum sín-

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.