Freyr - 01.01.1907, Qupperneq 5
J^REYR.
Lög um útflutning hrossa.
í fyrra sumar (1905), þegar eg kom heim
af sýningunni í Kaupmannahöfn laust eftir
miðjan þingtímann, hafði eg í hyggju að koma
inn á þingið lagafrumvarpi um útflutning á
hrossum. Eg átti tal um málið við marga
þingmenn, og tóku flestir því vel. Við nánari
athugun komst eg þó að þeirri niðurstöðu, að
réttara mundi vera, að láta málið bíða næsta
þings, svo bændum gæfist kostur á að athuga
það, og koma með sínar tillögur.
Það, sem fyrir mér vakir, er:
1. Að auka álit á íslenzkum hestum í útlönd-
um, með því að banna útflutning á ungum
og gömlum hrossum, og á öllum hrossum,
er hafa verulega galla eða lýti, eru mögur
eða illa útlítandi.
2. Að koma í veg fyrir þá ómannúðlegu með-
ferð, er hrossin verða oft fyrir í flutningn-
um, og þann skaða, er af því leiðir fyrir
eigendur hrossanna og vanvirðu fyrirþjóðina.
S. Að gjöra hrossin arðmeiri og ábyggilegri
útflutningsvöru en þau eru nú.
Á árunum 1895—1904 voru flutt til útlanda
28517 hross samkvæmt Landshagsskýrslunum
eða 2852 að meðaltali á ári. Líklega eru þó
þessar tölur of lágar, því einstakir menn senda
oft fleiri og færri hesta til útlanda, og er hætt
við að stuudum gleymist að gefa landsstjórn-
inni skýrsiu um það, enda þekki eg dæmi
þess. — Andvirði hinna útfluttu hrossa á nefndu
10 ára tímabili var 1526961 kr. eða 152696
kr. á ári að meðaltali. Mest var flutt út af
hrossum 1899 5116, en minst 1897 aðeins911.
Meðalverð útfluttu hrossanna á þessu 10 ára
timabili hefir verið 53,54 kr., hæst meðalverð
1904 tæpar 60 kr. og lægst 1903 aðeins 46
krónur.
Af öllum þeim hrossum, er út hafa verið
flutt á nefndu tímabili, hafa 2029 verið seld í
Danmörku eða 7 af hverju hundraði. Hin öll
eða því sem næst hafa verið seld á Bretlandi.
Ennþá eru eigi komnar tillandsstjórnarinnar
allar skýrslur um útflutning hrossa fyrir árið
1905, vantar úr Dalasýslu, Eyjafjarðarsýslu og
Suður-Múlasýslu, en úr þeim sýslum hafa eigi
verið flutt út hross að undanförnu svo neinu
verulegu nemi. Samkvæmt þeim skýrslum, sem
fyrir hendi eru, hafa verið flutt til útlanda
árið 1905 3936 hross, þar af selt á Bretlandi
2693 en í Dammörku 1243 eða 32°/0 af öllum
útfluttum hrossum. Andvirði hinna útfluttu
hrossa nam 244873 kr., meðalverð 62 krónur.
Hrossin, er seld voru í Danmörku, seldust
mikið betur en hin, á 71Y2 kr. að m.t.,en þau
sein seld voru á Bretlandi á 58 krónur. Árið
áður (1904) var meðalverðið á hrossunum, sem
seld voru í Danmörkn og á Bretlandi svo að
segja eins, 59,73 kr. og 59,56 kr. — Hinnveru-
legi verðmunur (ÍS1/^ kr.) á hrossunum, sem seld
voru í Danmörku árið 1905, og þeim, er seld
voru á Bretlandi, á óefað rót sína að rekja til
hluttöku Landsbúnaðarfélagsins í sýningunni í
Kaupmannahöfn það ár, og af sömu ástæðum
mun það vara, að svo mikið meira var flutt af
isl. hestum til Danmerkur 1905, miklu meira en
nokkru sinni áður.
Dessar tölur, er hér hafa verið nefndar,
sýna ljóslega að útflutningur á hestum hefir
verulega þýðingu fyrir landbúnað vorn, þrátt
fyrir hið afar lága verð á hrossunum. í>á virðast
áhrif þau er hluttaka vor í sýningunni í Kaup-
mannahöfn hefir haft á hrossamarkaðinn íDan-