Freyr - 01.01.1907, Blaðsíða 9
FREYR.
5
Árið 1906.
Hið liðna ár hefir verið að mörgu leyti
-erfitt og óliagstætt til lands og sjávar.
Um miðjan janúar í fyrra brá til umhleyp-
inga og snjókomu, og upp frá því var svo að
segja óslitið vetrarríki og hörkur með köflum
um mikinu hluta lands.
Fyrir og um sumarmálin leit út fyrir bata
og viðraði þá vel um tíma, en það stóð ekki
lengi, því um 26. apríl rauk á eitt með allra
mestu norðanveðrum og íylgdi því iðulaus
stórhríð um alt land nema hvað hríðin var
vægari og snjókoman mikið minni hér syðra.
Þetta norðanveður stóð í hálfan mánuð, en
sama veðurreynd og gróðurleysi hélst fram í
júní.
Gáfu sumir fé, er það gátu, hér sunnan-
lands, fram að 20. maí og sumstaðar enn leng-
ur. Gjafatiminn varð því langur, víða 18—
20 vikna innistaða, svo að segja fyrir allar
skepnur. — Heyskortur talsvert almennur,
einkum norðanlands. Eellir á fénaði þó eigi til-
finnanlegur eða almennur, þrátt fyrir vorharð-
indin. Það sem bjargaði voru kornbirgðir
víða í kaupstöðum og lifði fénaður sumstaðar
mjög á korni er á leið. — í Skagafirði varð
þó nokkur fellir á hrossum, en þó minni en
útleit fyrir um tíma, og einstök hepni að
hrossaíjöldinn þar varð eigi til þess að allur
•fénaður stráfélli, enda mun þar hafa „skollið
hurð nærri hælum“. — Ejárskaðar urðu nokkr-
ir í norðangarðinum síðustu dagana í apríl,
með þeim hætti, að féð hrakti í ár og vötn.
Sökum vorharðindanna og kuldans fram
eftir öllu vori spratt jörðin seint; en víðast
hvar varð þó grasvöxtur sæmilegur á endanum.
Þó voru mýrar alstaðar illa sprottnar.
Veðuráttan um heyannir misbrestasöm
og heyskapur misjafn, bæði að gæðum og
vöxtum.
Á Suðurlandi, austur að Markarfljóti, varð
heyskapurinn tæplega í meðallagi en nýting
fremur góð, fram í byrjun september. En þá
brá til óþurka og vætu og varð því slátturinn
endasleppur. Um Vesturland var sumarið gott
og heyskapur í meðallagi eða vel það. Margir
áttu úti hey, er veðuráttan breyttist í septem-
ber, þetta 20—60 besta og sumir meira, er al-
drei náðist. — í Skaftafellssýslum og austur-
hluta Rangárvallasýslu var veðuráttan óhag-
stæð fram undir septembermánaðarlok, og
heyskapur þar af leiðandi rýr. Á Austurlandi
í Múlasýslunum var sumarveðuráttan köld og
úrkomusöm. Grasspretta misjöfn og víða lak-
leg mjög. Nýting á heyi, einkum á töðu, hin
versta og heyafli yfir höfuð rýr og ekki góður.
Svipað þessu viðraði í Þingeyjarsýslum, en
betur eftir því sem vestar kom, og heyjaðist
ekki illa í Skagafirði, en þó betur í Húna-
vatnssýslu.
Haust veðuráttan stirð og umhleypingasöm
um alt Suður- og Vesturland. Betri norðan-
lands og austan.
Þann 17. nóvember gjörði norðanhríð mjög
snögglega, og á auða jörð og urðu þá töluverðir
fjárskaðar f því veðri, einkum sunnanlands.
Eéð fenti og hrakti í ár og vötn; en margt af
þvf náðist aftur lifandi úr fönninni. Mestir
fjárskaðar urðu í Stardal f Kjalarneshreppi og
Eiskilæk í Borgarfirði, um 50 fjár á hvorum
bænum. Þá fórst um 30 fjár á Árbæ í Ölfusi
og margir ' aðrir mistu meira og minna. Svo
var fannkoman mikil í þessari norðanhrfð, að
hesta fenti og 3 til dauða. — Harðindi og
innistaða á öllum fénaði seinnipart nóvember
og allan desember. Útlitið víða mjög ískyggi-
legt, að því er snertir heybirgðir og skepnu-
höld.
Fénaðarliöld hafa vlða verið slæm þetta ár
eins og sést af þvi, sem sagt hefir verið.
Lambadauðinn töluverður, og svo að segja al-
menn vanhöld á fé. Bráðapest gert nokkuð
vart við sig austanfjalls og víðar, og lungna-
veiki stungið sér niður hér og þar.
Garðrœkt víða léleg þetta ár sökum vor-
kuldans og hretsins um miðjan júlí, og sum-
staðar brugðist alfarið, einkum norðanlands og
austan.
Verzlunin fremur góð. Ull með svipuðu
verði og í fyrra, hæðst verð kr. 1,15 fyrir
pundið. Hrossasala með mesta móti út úr
landinu. Elest hrossin seld fyrir milligöngu
kaupfélaganna, en verðið yfirleitt lágt á þeim.
Illa látið af meðferð þeirra í útflutningnum og