Freyr - 01.01.1907, Blaðsíða 10
6
FREYR.
kent um slæmum útbúnaði á flutningaskipunum
og er slíkt óaísakanlegt, hver sem í hlnt á. —
Sent var út í haust 8000 íjár, þar af 3000 til
Belgíu og er það í annað sinn, sem fé er sent
þangað til sölu og þykir gefast vel. Elest var
féð úr Þingeyjarsýslu, 4500, úr Skagaíirði og
og Húnavatnssýslu 1750, úr Múlasýslunum
1500 og 200 úr Eyjaíirði. Eéð seldist fremur
vel, þetta írá 16--20 kr. hver kind.
Verðið á sláturfénaði svipað og í fyrra,
og eigi lakara. Gærur í háu verði.
Smjörbíán hin sömu og í fyrra. Stóð til
að stofna 2 ný bú, annað í Staðarsveit í Snæ-
fellsnessýslu, en hitt í Staðarhreppi í Skaga-
firði. En vegna ótíðarinnar í vor og þess illa
er af henni leiddi, var frestað að setja búin
á stofn.
Smjörframleiðsla búanna í fyrra mun hafa
verið, eftir skýrslumsmjörbúanna, nálægt 295,000
pd. alls. Þar af selt innanlands 10,000 pd.
Hitt sent til Englands og selt þar. I þetta
sinn var framleiðslan heldur minni. Frá Suð-
urlandi hafa verið send út yfir 200,000 pd.
Smjörið hefir selst heldur lakar en í fyrra, en
þó yfirleitt heldur vel.
Nautgripafélögin, tala þeirra og kúafjöldi
svipaður og hann var i íyrra. (Samanber
„Erey“ bls. 11).
Jarðabætur töluverðar á árinu, en þó held-
ur minni norðanlands og vestan en að undan
förnu. — Plægingar fara heldur í vöxt, og
plægingarkensluna í Brautarholti notuðu 6
piltar síðastliðið vor.
Sláttuvélum fjölgar og notkun þeirra eykst
Þetta ár voru keyptar 7 vélar. Þeir sem þær
fengu voru: Agúst Helgason Birtingaholti,
Brautarholtsbúið (eign Sturla Jónssonar), Egg-
ert Einnsson Meðalfelli. Guðmundur Þorvarðar-
son Sandvík, Ræktunarfélag Norðurlands, Vig-
fús Þórðarsson prestur á Hjaltastað, og Þor-
steinn ThorarenseD á Móeiðarhvoli. I fyrra
höfðu og 2 bændur austanfjalls fengið sér
sláttuvélar, og gefist vel. Þessar sláttuvélar
eru nefndar „Herkules“.
Mælingar í Elóanum og á Skeiðunum má
einnig nefna sem nýjung. Voru þær fram-
kvæmdar að tilhlutun Búnaðarfélags Islands,
og í þeim tilgangi að rannsaka hvort vatn vir
Hvítá og Þjórsá næðist upp til áveitu yfir
þessar sveitir og hvað slík vatnsveiting mundi
kosta. Aætlun um kostnaðinn enn ekki lokið.
Þá er á prjónunum stofnun sláturhúss í
Reykjavík fyrir Suðurland, og á Seyðisfirði fyrir
Eljótsdalshérað, eða Austurland.
Ameríkuferðir voru með minna móti þetta
ár, eitthvað nálægt 100 manns, er fóru. Aftur
á móti hafa sest hér að nokkrir Norðmenn, er
voru við símalagninguna þetta ár.
Bœkur um landbúnað hafa eigi komið út
þetta ár, aðrar en Ársrit Ræktunarfélagsins,
Búnaðarritið, Freyr og Blógur.
Til stórviðburða á árinu liðna telst ritsíma-
lagningin. Við lagningu sæsímans lokið 28.
ágúst og við landsimann seint í september..
Eyrstu símskeyti hingað frá útlöndum, alla
leið til Reykjavíkur komu þann 29. sept.
Þá má telja Danmerkurför þingmannanna
merkisviðburð í sögu þessa árs, og væntu
margir góðs af þeirri för, hver sem reyndin
verður.
Loks er að geta þess, sem eigi er minnst
um vert að á þessu ári hafa orðið meiri mann-
skaðar á sjó, en átt hefir sér stað um langan
aldur. Hafa farist 100 manns af þilskipum,
og auk þess 20 menn, er druknað hafa á
opnum skipum. Efnt var strax til samskota
handa eftirlifandi ekkjum og börnum hinna
druknuðu, er flestir voru fátækir menn, og
nema þau 32 þús. kr. alls.
Yfir höfuð hefur árið verið viðburðarikt
að mörgu leyti, en jafnframt erfitt landsmönn-
um í mörgum greinum, og skaðaár mikið bæði
á sjó og landi.
S. S.
Sandgræðsla.
Eramh.
Álftaver er flatlend Sveit eins og Meðal-
landið; liggur það um */* mílu frá sjó. Land-
ið milli sjávarins og bygðarinnar er grasigró-