Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1907, Blaðsíða 13

Freyr - 01.01.1907, Blaðsíða 13
JT REYR. 9 með öðru móti en Jdví, ef Þjórsá yrði veitt á Skeiðin. Þrjú árin síðustu hefir verið gjörð lítils- háttar tilraun með melsáningu þar á sandinum og verður ekki annað sagt en að sú tilraun hafi heppnast eins vel og framast var hægt að vænta. Melkornið hefir verið fengið þrisvar sinn- um, hjáþórði hreppstjóra Guðmundssyni í Hala. Kornið tekið úr stönginnni á haustin, geymt yfir veturinn og sáð í sandinn í maímánuði; um 500 pd. af óhreinsuðu korni. Korninu var sáð þar sem sandöldurnar voru mestar og mikið fok er. J?að er nokkuð frá bænum Reykjum, stefnu þaðan á Vörðu- fell ofarlega. í sumar, í júli lok, athugaði og seinast þessar sáðtilraunir. Blettirnir, sem sáð var í, voru vel grænir allir. Sá elzti var þá rúmlega tveggja ára gamali (sáð 1904), annar rúmlega ársgamall (sáð 1905) og sá yngsti 2—3 mán- aða. Stöng var ekki farin að myndast enn, enda þess ekki að vænta, hún myndast varla fyr en á 5. ári frá sáningu. Svo segir og síra Sæmundur M. Holm. í ritgjörð sinni, i Lær- dómslistafélagsritunum, sem áður er nefnd. Einn galla tel eg orðið hafi á þessari sán- ingu, þann, að korninu hefir verið sáð alt of þétt. Slíkt ætti að mega varast ef áframhald yrði á sáningunni. Það virðist óþarfi að taka það fram, að þetta, sem gert hefir verið að sáningu á Reykj- um, ber að skoða sem tilraun. Áður þektu menn ekki til þess hvernig sáningin mundi heppnast. Grænu blettirnir í sandauðninni hafa nú sýnt oss að hún getur heppnast vel. Þann kost hefir cg þessi tilraun, að hún hefir að eins sára lítinn kostnað haft í för með sér. Hér eftir geta menu öruggir lagt í nokk- urn kostnað við melsáningu í stærri stíl. Þorlákshöfn. Á mestum hluta strandlengj- unnar, frá Ölfusá út að Herdísarvíkurhrauni er foksandur, misjafnlega mikill auðvitað. Innan þessara endimarka eru bæði Þorlákshöfn og Selvogur. Sandurinn kemur neðan frá sjónum og berst upp i heiðina. í Þorlákshöfn er að kalla ekkert gras- lendi annað en túnið. Kringum það eru klappir og sandur, með grasteigingum. Hér er ljóst dæmi þess hvað vinna má með atorku og ráðdeild. Jón dannebrogsmaður Árnason hefir búið þar í 45 ár. Auk mikilla og kostnað- arsamra húsabygginga og stórfengilegrar og dýrrar umbótar á lendingarstaðnum, hefir hann stækkað túnið svo, að hann fær nú á annað hundrað hesta af túnaukanum. 'Þegar Jón kom þangað fékk hann 4 tunnur af garðá- vöxtum, en nú fær hann 100 tunnur í góðum árum, (80 tn. af kartöflum hefir hann fengið). Sandrofabörð við túnið hefir hann grætt upp með því að gera þau ávöl og bera í þau ýmis- legt rusl. Selvogur er þéttbýl sveit. Lítið er þar um graslendi heima við, nema túnin. Einn bóndi þar í sveitinni, Þorbjörn Guðmundsson í Nesi, hefir sýnt lofsverðan á- huga á því að græða út túnið og að reyna að hefta sandinn. Hann hefir nú í þrjú ár reynt melsáningu, með lítils háttar uppörfun frá Búnaðarfélagi Islands. Segir hann, nú í haust, að þess sjá- ist vel merki þar sem hann hafi sáð og meira er varla að búast við enn þá, en „mjór er mikils vísir“. Það er mikils vert að fá mel- inn til að vaxa þar sem hann hefir ekki vaxið áður. Eftir nokkur ár fer hann svo sjálfur að færast út. Milli Selvogs og Þorlákshafnar vex nokk- uð af mel. Þar tekur Þorbjörn kornið sem hann sáir, en gætir þess að taka ekki svo- rnikið að afturför komi í melinn þar. I Selvogi er allmikið stöðuvatn, sem nefnt er Hlíðarvatn. Úr því rennur ós til sjávar; við hann stendur bærinn Yogsósar. Sú jörð er í mikilli hættu af sandfoki, einkum þegar ós- inn fyllir, sem oft kemur fyrir. Hefir talsvert verið lagt i kostnað við að halda honum opn- um, þykir það vera helzta ráðið til að vernda. Yogsósatúnið. Bæirnir tveir, fyrir ofan vatnið, Hlíð og Stakkavík, verða og fyrir skemdum þegar ósinn stíflast. Þá hækkar vatnið og brýtur af túnum þeirra jarða.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.