Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 15.12.1929, Síða 3
Húmaníóra.
Nú hafa húmanistarnir okkar — jeg liefi ekki
annað betra nafn á þá, blessaða — loksins sigrað til
fulls: Þeir lmfa útrýmt stærðfræðinni úr mentaskól-
um sínum, máladeildunum svo kölluðu, og þar með
girt fyrir það, að nokkurntíma komist í gegnum þær
nokkur maður, sem kynni að vera læs á slík fræði
eins og slærðfræði, eða t. d. eðlisfræði — þetta ómerki-
lega guíl, sem þeir eru að káka eitthvað við i útlönd-
um — hverskonar verkfræði ogiðnfræði, stjörnufræði,
statistik og jefnvel almenna fílósófí. Nei, en þeir geta
lesið dömulitteratúr, smásögur og kvæði. Þvi verður
að visu ekki neitað, að stærðfræðikunnáttunni í mála-
deild mentaskólans liefir verið ákaflega ábótavant,
alla þá stund, sem jeg hefi jþekt til skólans. En þó
liafa oftast verið stúdentar, sem að afloknu stúdents-
prófi hafa lagt fyrir sig ýmsar greinir mannlegrar
þekkingar, sem ekki verður komist niður i til neinn-
ar hlítar, nema með töluverðri kunnáttu í undir-
stöðuatriðum stærðfræðinnar, en þau fræði eru mörg
og eru að verða fleiri og fleiri. Jeg man enn að
nefna hyggingafræði, skógræktarfræði og fleira
mætti sjálfsagt telja. En hafi máladeildarstúdentar
verið illa að sér í stærðfræðinni, þessu höfuðmáli,
sem svo mörg önnur fræði eru að miklu leyti skrif-
uð á, og eigi verður þýtt á önnur mál, þá er það
þó að bíta höfuðið af skömminni að útrýma náms-
greininni, í stað þess að reyna að bæta úr því, sem
ábótavant var. Er ilt til þess að vita, að þó að stjórn-
in liafi að vísu framkvæmt óperatíónina, þá þykir
mjer þó líklegast að það sje gert í fullu samræmi
við vilja mikils þorra mentamanna á landi hjer.
Þeir eru margir svo illa að sjer i þessum greinum,
að ijæir liafa litla hugmynd um sína eigin takmörk-
un, vita naumast hvers þeir fara á mis. Jeg liefi
meira að segja heyrt, að skólastjórn nýja skólans á
Akureyri liafi sótt um það, að losna við mathematik-
ina, fundist óþarfi að kvelja nemendur með þvi að
láta þá læra svo heimska fræðigrein.
„Hvað eigum við að gera við mathematík“, segja
húmanistarnir, „við þurfum aldreí á henni að lialda“.
Jeg svara þeim stundum á þessa leið: Jeg kann því
miður ekki rússnesku, hef aldrei lagt stund á það
mál, og aldrei þurft á því að halda. Af hverju þarf
jeg ekki á rússnesku að halda? Af þvi að jeg kann
hana ekki. Jeg er ekki i neinum vafa um það, að
ef jeg kynni rússnesku, mundi jeg lesa hana mjer
til gagns og gleði og margvíslegra sálarlieilla. En
jeg kann hana nú ekki og þess vegna sneiði jeg mig
hjá þeim viðfangsefnum, sem rússnesku-kunnáttu
þarf til að fást við, og það sem jeg hef lesið í rúss-
neskum litteratúr, sem sumt er með því besta, sem
jeg yfir höfuð að tala hef lesið af þvi tæi, hef jeg
lesið í þýðingum.
Af hverju þurfa húmanistarnir ekki á mathematík
að lialda? Af því að þeir kunna hana ekki. Þeir
sneiða sig bara — ef þeir þá hafa vit á því — lijá
þeim verkefnum, sem ekki er hægt að fást við án
kunnáttu í mathematík. Þeir geta þó ekki lesið neinn
mathematískan litteratúr í þýðingum, þvi að merkja-
mál stærðfræðinnar verður eigi þýtt, fremur en t. d.
söngnótur; það verður að læra það eins og það er.
En það sem húmanistarnir eru útilokaðir frá að fást
við, er eins og áður er á drepið, noklcuð margvíslegt,
og alls ekki eins ómerkilegt eins og þeir viljaveraláta.
Það er náttúrlega leiðinlegt, að fullorðnir menta-
menn sjeu óliæfilega illa að sjer í undirstöðuatrið-
um margra þekkingargreina, en þó er það nú svo,
að þetta liefir minni þýðingu fyrir þá, sem búnir
eru að velja sjer starfsvið og liafa sín sjerstöku
verkefni að fást við. En hitt er ákaflega varliuga-
vert, að loka brautunum fyrirfram, með því að út-
skrifa stúdenta, sem eru gersamlega óhæfir til fram-
haldsnáms í fjölda þeirra greina, sem rnesta þýð-
ingu hafa fyrir nútímann, og geta nanmast gert sig
hæfa til þess síðar, þar sem þeir eru löngu búnir að
tapa allri æfingu í þeim ónógu undirstöðuatriðum,
sem þeir kunna að bafa lært í gagnfræðadeildunum.
Með þessu eru íslenskir stúdentar alveg teknir út
úr, og verða að almennri mentun alls ekki sam-
bærilegir við stúdenta annara landa. Þessu til sönn-
unar vil jeg benda á verkefni til skriflegs stúdenta-
prófs í mathematílc við latínudeildir sænsku skól-
anna síðastliðið ár, sem prentuð eru annarsstaðar
hjer i blaðinu. Geta þá islenskir málastúdentar sjeð,