Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.1908, Síða 3

Freyr - 01.08.1908, Síða 3
FREYR. 83 Framlarir í jarðrækt og kynbætur búfjár í ákveðnar stefnur hljóta að hafa átt mestan Jiátt i því, að hætt var í mörgum löndum Norðurálfunnar að nytka ær, þó auðsætt sé, að fleiri orsakir hafi getað stutt að því. Víst er það, að eusku kjötfjárkynin myndu nú eigi standa á þvi stigi, er þau standa, ef ekki hefði verið hætt að mjólka ærnsr, og á líkan hátt liefðu mjaltir á ám af binurn ullfinu fjárkynjum að sjálfsögðu verið þröskuldur í vegi fyrir full- komnun þeirra kynja. En hvernig svo sem þessu er varið, þá virðast líkur benda til þess, að sá siður að nijólka ær hafi fluzt hiugað til lands með land- námsmönnum, en ekki hitt, að hann hafi verið tek- inn upp hér vegna mjólkurskorts. Skulu nú tekin fram nokkur^ atriði skoðnn þessari til stuðnings. I Noregi var það siður alt fram á 19. öld, eigi síður en víða aunarstaðar í NorðuráJfunni að kýr voru fóðraðar mjög illa, en hestar miklu betur. Hestarnir fengu bezta heyið, en nautpeningur varð að láta sér nægja að fá hálm, heyrusi, hreindýramosa o. s. frv.1) Naut- peningnum var og beitt mikið og iíðan hans var þvi mjög komin uudir því, hve gott beiti- landið var. Nú er beitiland í Noregi mjög viða allrýrt og kýr þar í landi hafa þvi hlotið að mjólka lítið. A þeim tíma var nautpenings- ræktin alls ekki bundin við mikla grasrækt og jarðrækt eins og nú er. En að þessu hafi verið líkt varið hér á landi og í Noregi, fyrst eftir landnám, er vafa- laust, enda sézt það af tvennu. Hið fyrra er það, að fornmenn höfðu svo mikinn íjölda nautgripa, að til engra rnála getur komið. að mjólkur, og þyrfti þvi ekki nema 120 pd mjólkur yfir daginn úr 100 ám til þess að gjöra 8 pd. smjörs með þeim mjólkurgæðum. ‘) Sbr. J. Smith. Det norske Landbrugs Historie. Kristiania 1870, bls. 11—13. ræktað hey (taða) eða annað gott hey hafi verið til handa nautgripunum. Sögur vorar geta og þess, að nautpeuingi hafi verið beitt á vetrum. Hið siðara er það, að á söguöldinni var svo mikil rækt lögð við hestana, eins og Einar Asmundsson hefir svo ijóslega sýnt (Búnaðarrit II. árg. bls. 17.—20,), að þeir hafa hlotið að eyða því bezta af fóðrinu, er til var. En þrátt fyrir það, þó hér hafi verið illa með nautpeninginn farið eins og i Noregi og kýrnar því orðið að mjólka lítið, þá hefir samt ekki þurft af því að leiða neinn mjólkurskort frá því, sem menn voru vanir við frá Noregi, því fjölgun nautgripa hefir vafalaust orðið sam- fara fjölgun sauðfjárins, með því að hvorttveggja naut og sauðfé lifði mikið á útigangi. Og við þetta er ennfremur athugavert, að sökum þess, að hagar hér eru. og hafa engu síður þá verið, miklu betri en i Noregi, þá má telja víst, að nokkru betur hafi kýrnar mjólkað hér en í Noregi ,um þessar mundir. Það verður því af þessum ástæðum öllum ekki séð, hvað knýja hefði átt forfeður vora til að taka upp mjaltir á ám. Mjólkurskortur gat það ekki hafa verið og er því ekki hægt að álíta annað senniiegra en að þetta hafi verið arftekinn siður frá Noregi. Sauðamjólkina hafa forfeður vorir, hinir fornu íslendingar, sjálfsagt notað allmikið til osta og skyrgjörðar. Ostar hafa þá vafalaust verið búnir til meira og almennara, en siðar varð. En vel má og vera, að ostagjörð hafi allmikið tíðkast í Noregi í þá daga og því hafi hún og orðið algeng hér. Geitf'é hefir i Noregi verið mjólkað frá ómunatíð og geita- mjólkin verið höfð í osta. Og þegar litið er til þess, að suður í Norðurélfunni hefir sauða- mjólk verið og er höfð til ostagjörðar jafnhliða geitamjólk, þá er sú getgáta eigi fjarri líkurn, að sama kunni að hafa átt sér stað í Noregi um þær mundir, sem ísland bygðist þaðan og sá siður því líka verið hingað íluttur.

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.