Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.1909, Síða 1

Freyr - 01.04.1909, Síða 1
Um áveitur eftir Eggert Briem, bónda í Viðey. Bókvitið (eitt) verður ekki látið í askana. Um áveitur kér á landi eru skoðanir manna ■xnjög á reiki. En það er sízt að furða, þar sem reynzlan og kenningarnar eru sitt Lvað. Kenningar þær, sem aðallega er haldið á lofti, eru bygðar á erlendurn áveitufróðleik, er ræðir nm valllendisgróður og valllendisáveitu, en hér- lend reynzla snertir aðallega mýra- og votlend- isgróður og votengisáveitu. Valllendisáveita byggist á því, að starir, brok og önnur hálfgrös séu svo léleg til fóðurs, að ekki sé takandi í mál að rækta annað gras en sjálf- ar grasjurtirnar, valllendisgrösin. En grasjurtirnar eða valllendisgróðurinn þrífst ekki nema þar, sem er sæmilega þurlent, og því er kappsmál að þurlendið breytist ekki í votlendi og grasjurtagróðurinn þar af leið- andi ekki i hálfgrasagróður, þótt notuð sé á- veita til þess að hagnýta vatnið og frjóefni Jpess. Þessu takmarki verður því að eins náð, 1. að um þurlendi sé að ræða eða um land, sem þurkað er svo sem þörf er á. 2, að vetraráveita sé ekki notuð. :3. að þess sé gætt að vatnið líggi ekki á nema hæfilegan tíma, haust og vor, ekki annan tima eða lengri en svo, að áveitan geti ekki eytt valllendisgróðrinum. JÞessi áveituaðferð getur því að eins átt við, þegar um áveitu á þurlendi er að ræða eða þegar mýrar þær og votlendi, sem veitt er á, er jafnframt þurkað svo, að gróðurinn breyt- ist í vallendisgróður. Elóaáveitan fyrirhugaða byggist á þessari aðferð. Eáðagerðin er að þurka Elóann, breyta gróðrinum í valllendisgróður og veita ekki á nema haust og vor, yfir ekki lengri tíma en frek- ast er fært til þess að graslendið sé valllendi. Við áveitur á votlendi, mýrar og flóa, sem alloftast mun vera um að ræða hér á landi, á þessi aðferð áreiðanlega ekki, því að þá er við annan gróður, votlendisgróður, að eiga. En þess hefir ekki verið gætt sem skyldi, að öll tilhögun á áveitum verður að fara eftir því liver sá gróður er, sem álierzla er lögð á og um getur verið að rœða. Þetta gáleysi hygg eg oft vera orsökina til þess, að menn haga ekki áveitum sínutn sem skyldi og nota aðferðir, sem eru óhentug- ar þeim gróðri, sem um er og um getur verið að ræða. En hvernig á þá að haga þessum áveitum hér á landi, er hinar erlendu aðferðir geta ekki átt við, eða er unt að gera sér nokkrar ákveðn- ar skoðanir um það mál? Það er ekki nema eðlilegt að menn óski eftir að þessu máli sé gaum-

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.