Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.1909, Blaðsíða 7

Freyr - 01.04.1909, Blaðsíða 7
FREYfL. 55 Af því sem nú hefir verið sagt. um áveit- ur, vona eg að mönnum skiljist, að nauðsynlegt er að afla þekkingar í því etni hér á landi með ionlendum athugunum og tilraunum. Yona eg að tekist hafi með línum þessum, að skýra að nokkru í hverju viðfangsefnið er fólgið og gera mönnum skiljanlegt 1 hvaða átt athuganir manna og áveitutilraunir þurfa að ganga, svo áð vænta megi úrlausna, er veiti staðgóða þekk- ingu á því hvernig haga skuli áveitum hér á landi. f>ær verkanir vatusins, sem gagnlegar eru grasræktinni og öðrum afnotagróðri eru aðal- lega í því fólgnar: 1. að jurtunum veitist það vatn sem þeim er nauðsynlegt og þær stöðugt þarfnast í stað þeirrar vætu er þær verða að láta frá sér. 2. að vatnið leysir efnin í jarðveginum, svo að næringarefni fyrir þær sakir hagnýtast jurt- unum. 3. að vatnið eykur jarðhitann, með því að það dregur úr frosthörkum og vorkuldum. 4. að í vatninu eru áburðarefni, sumpart órunn- in sem grugg og sumpart runnin í vatninu líkt og sykur í sykurvatni eða salt í salt- vatni. Ennfremur eru í rennandi vatni lífg- andi og jurtanærandi iofttegundir úr and rúmsloftinu. 5. að vatnið skolar burtu og eyðir gróðurspill- andi efnum í jarðveginum. jörðina, endurnýjast það í gróðurjarðlaginu af sjálfu sér. En verið getur að undirlagið undir gróður- jarðlaginu sé vatnsheít eða því sem næst, eða gróðurlagið sjált't sé þannig á sig komið, t. d. svo leirblandið, að vatninu veiti erfitt að síga niður, svo að í jarðveginum myndist dautt vatn. Þar sem svo á stendur má búast við, áð bezt reynist að hleypa vatninu af við og við og þurka sem bezt á miili þess að vatnið liggur á, með því að vatnið eftir atvikum endurnýist ekki á annan hátt svo sem þörf er á. Allar þessar verkanir vatnsins eru engu siður gagnlegar votlendis en valllendisgróðri; en hvor gróðurínn er eða á hvorum ber meira, fer eftir vatnsmegninu í jarðveginum, með því að jurtirnar þurfa og þola misjafnlega mikið vatn eftir því hverrar tegundar þær eru. JÞví verður að haga vatnsveitingunum eftir þeim gróðri, sem til er ætlast, að öðrum kosti lagar gróðurinn sig eftir vatninu. Skaðlegt er vatnið aftur á móti aðallega að því leyti: 1. að það getur valdið súr og kulda í jörðu. 2. að það getur leyst jurtanæringarefnin í jarðveginum örar en góðu hófi gegnir, svo að þau berast burtu með afrenslinu. 3. að það getur leyst eiturefni í jarðveginum og eitrað með því fyrir gróðurinn. Eyrstu skaðsemdina verða menn að reyna að forðast; henni veldur dautt vatn. Hinum tveimur síðartöldu mun naumast þurfa að sinna að neinu; þeirra mun ekki gæta svo hér á landi að það komi að sök. ' Aveitur geta haft svo mikla þýðingu, að fylsta ástæða er til þess að afla sér sem beztr- ar vitneskju um, hvernig þeim eigi að haga til þess að þær verði sem arðsamastar, og verður þá að koma til greina annarsvegar tilkostnað- urinn og hinsvegar, hvað heyfallið er mikið og hvað það er gott. Sem stendur er því brýn þörf á að safna sem flestum og beztum athugunum um áveitur hér á landi, svo að sú reynzla, sem við þær er fengin, geti leitt til ljósrar og glöggrar þekk- ingar á því hvernig vatnið megi bezt nota til þess að auka grasvöxtinn. Earið vel með hestana. Beizlið. Látið ekki beizli með isköldum mélum upp í hestana, það er ónotalegt fyrir þá og særir þá i munninum. Yið vitum hvern- ig er að taka berum höndum um frosið járn. Séu Leizlismélin f'rosin á að iáta þau hlýna áð- ur en þau eru látin upp í hestinn.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.